Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. júli 1975. TÍMINN 3 LEIKIÐ OÓ-Reykjavik. Allsérstæöar menningarviðburður átti sér staö við Barðavog I Reykjavlk s.l. sunnudag. Þar var haldin sýning á verkum Kristjáns Daviðssonar, I vinnustofu hans, auk þess sem leikin voru tónverk eftir Leif Þórarinsson, og stjórnaði hann flutningi þeirra. Sýningin og hljómleikarnir voru tileinkuð Ragnari Jónssyni I Smára, en þeir félagar vildu sýna honum þakklætis- og virðingarvott fyrir framlag hans til eflingar listum á tslandi. Myndirnar sem Kristján sýndi eru bæði gamlar og nýjar, sömu- leiðis tónverk Leifs, en að minnsta kosti eitt þeirra var frumflutt I vinnustofunni. Félag- ar úr Kammersveit Reykjavikur léku, GIsli Magnússon lék á pianó og Sigriður E. Magnúsdóttir söng. Geta má þess, að Hákon, sonur Leifs, kom þarna I fyrsta sinn fram opinberlega sem hljóðfæra- leikari, en hann nemur hornaleik við Tónlistarskóla I Kaupmanna- höfn. Sem að likum lætur komust ekki nema fáir áheyrendur og á- horfendur fyrir i vinnustofunni, þvi að hljómsveitin var allfjöl- menn á stundum, og rúmfrek, en nokkrum nánum vinum Ragnars og listamannanna var boðið. Mynd var máluð, meðan leikið var, og var það hluti af tón- verkinu. Upphaflega átti diter rot aðannastþann hluta flutningsins, en hann gat ekki komið þvi við, þar sem hann er nú erlendis og málaði þá Leifur jafnframt þvi að stjórna. Þeir Kristján og Leifur hafa haft á orði að vel komi til mála að efna til fleiri listaviðburða af þessu tagi, og að aðrir listamenn kynni þar verk sin og jafnvel að fleiri listgreinar verði kynntar. Samningarnir í Straumsvík: MEÐ LITUM RÖg til heiðu rs nari í Smóra t leikhléi bera menn saman bækur slnar og skoöa myndir. Leikiö meö litum. Leifur Þórarinsson málar mynd undir tónlistarflutningi og er myndageröin hluti af flutningi verksins. Dalvíkingar orðnir lang- eygir eftir hitaveitu- bornum ASK-Akureyri. Enn þurfa Dalvlk- ingar að biða eftir hitaveituborn- um, er átti að vera þangað kom- inn fyrir hálfum mánuði. Töfin getur orðið allt að þrjár vikur til viðbótar, en sem stendur er verið að bora á Ólafsfirði. Eins og áður var getið i blaðinu hafa brotnað þrjár borkrónur á Ólafsfirði, en að sögn Þóris Sveinsbjörnssonar verkstjóra þar var um að ræða ákaflega lélegar borkrónur. Nú hefur hins vegar verið skipt um og ætti verkið þvi að geta gengið viðstöðulaust úr þessu. Síðastliöinn föstudag var búið að bora 740 metra af 1000 áætluðum, og var borinn þá kom- inn niður i lagskipt basalt. A Dalvik er ætlunin að bora eina holu til viðbótar þeim átta sem fyrir eru. Þar gefur aðeins ein af holunum sæmilega mikið vatn með dælingu eða um 28 sekúndulítra af 58 gráðu heitu vatni. Vantar um 10 sekúndulitra til að fullnægja eftirspurninni, en vonir standa til að sú 275 metra hola, sem ætlunin er að bora, geti fullnægt þörfjnni. Leiðrétting t grein Páls Þorsteinssonar, ,,Lifgras”,sem birtist i Timanum 1. júli, hafa tölur breytzt I prent- un. 1 stað orðanna ,,Á einu ári fækkaði nautgripum á tslandi um 5170....”, eiga síðustu setningar II kafla að vera þannig: ,,A einu ári fækkaði nautgripum á tslandi um 51% hrossum um 76% og sauðfé um 80%. Ekki eru full 200 ár siðan forfeður vorir hlutu þessa bitru lifsreynslu.” Prósentuhækkun ekki nægilegt fróvik frá krónuhækkun til að heita önnur stefna í launamálum en stefna Alþýðusambandsins — segir Hermann Guðmundsson, form. Hlífar H.V. Reykjavik. Kjarasamn- ingar þeir, sem gerðir hafá verið milli tslenzka álfélagsins i Straumsvik og starfsmanna þess, fela I sér 16% launahækk- un hjá öllum starfsmönnum ál- versins, sem kemur til fram- kvæmda nú þegar, og jafnframt þvi 20.000 kr. launahækkun i desembermánuði næstkomandi, sem ennig leggst á laun allra starfsmanna. Ennfremur fela þessir nýju samningar i sér hækkanir á tryggingum starfsmanna og breytingar á starfsaldurs- ákvæðum, þannig að réttindi og launahækkanir nást eftir styttri starfstima en áður. Frá upphafi hefur verið samið sérstaklega við starfsmenn ál- versins i Straumsvik, sem tilheyra tiu mismunandi stétt- arfélögum, en oftast nær hefur verið byggt að mestu á ramma- samningum ASt. Að þssu sinni var rammasamningur ASl frá 13. júni siðastliðnum, notaður til viðmiðunar við útreikning á ákveðinni prósentuhækkun launa, sem siðan var lögð á öll laun starfsmanna álversins, i stað þess að nota ákveðna kr.- tölu. Hækkun þessi er nokkru meiri en sú mesta, sem ASt samdi um i júni, og þar við bæt- ast einnig 20.000 krónurnar, sem leggjast eiga við laun starfs- manna álversins i desember. Timinn hafði i gær samband við nokkra af forystumönnum Alþýðusambands tslands, en þeir kváðust ekki hafa kynnt sér þessa samninga nægilega vel til þess að tjá sig um þá. Hermann Guðmundsson, for- maður verkalýðsfélagsins Hlif- ar i Hafnarfirði, sem er eitt af aðildarfélögum að samningum þessum, taldi þó, i viðtali við blaðið i gær, að i öllum megin- atriðum væru samningar þessir t samræmi við rammasamning ASl. Taldi hann ekki að álagn- ing ákveðinnar prósentu væri nægilegt frávik frá álagningu ákveðinnar krónutölu, til þess að samningurinn gæti talizt byggður á annarri stefnu i launamálum en samningur ASt. Óleyfileg skolun gjalls Tilraun til að endurvinna úrgang í Straumsvík H.V. Reykjavfk. Héraðslæknirinn i Hafnarfiröi og lögreglan i Hafnarfirði stöðvuðu á föstudag i siðustu viku framkvæmdir á at- hafnasvæði Islenska álfélagsins i Straumsvik, sem voru brot á ákvæðum i samningi þeim, sem gerður var milli fyrirtækisins og islenzka rikisins. Framkvæmdir þær, sem um var að ræða, voru skolun á gjalli, sem fleytt er ofan á kerjunum i álverinu, en i þvi er mikið af hreinu áli, sem starfsmenn fyrir- tækisins hugðust hreinsa úr, méð þvi að skola sölt og önnur efni af þvi I sjó. Gizkað er á að verðmæti hreins áls i þvi gjalli, sem þegar er til ivörslu álversins, geti verið á milli 20 og 30 milljónir islenzkra króna. Til eru aðferðir, sem mikið eru notaðar i álverum i Bandarikjun- um og viðar, sem endurvinna gjallið og hreinsa álið úr þvi, en slikri aðstöðu hefur ekki verið Framhald á bls. 18 Dmdi inJ i tsiiíi M Vatnsdalsá Veiði hófst i Vatnsdalsá sið- ustu dagana i júni, og var hún fremur treg fyrstu dagana, að sögn Magnúsar Ólafssonar á Sveinsstöðum. Undanfarna daga hefur veiði þó glæðzt nokk- uð, og Igær voru um sjötiu laxar komnir á land. Þetta mun þó vera heldur minna en oft-áður á sama tima. I vor var sleppt fimmtán þúsund sumaröldum seiðum i þverár Vatnsdalsár ofan laxgengra fossa. Þetta var einnig gert i fyrrasumar, en seiðin eru frá Laxeldisstöðinni i Kollafirði. Áður hafði göngu- seiðum verið sleppt i ána, en það var hvorki gert i ár né i fyrra. Þá sagði Magnús, að leigu- samningur við leigutaka i Vatnsdalsá myndi renna út i sumar. Stóra-Laxá i Hreppum Veiði i Stóru-Laxá hófst 21. júni, og I gær voru eitt hundrað laxar komnir á land, sem er mun betra en á sama tima i fyrra, en þá fengust 157 laxar úr ánni eftir allt sumarið. Lax- arnir, sem nú hafa fengizt, eru mjög stórir, allir meira en tiu pund og allt upp i 17 pund. Ekk- ert er enn farið að bera á smá- laxi. Á svæði I og II, sem er frá landamerkjum Iðu að og með Gvendardrætti og frá og með Bergsnös að og með Sveins- skeri, er veitt á þrjár stangir, og hafa þar fengizt 40 laxar. A III svæðinu, sem er frá og með Þór^ unnarauga að og með Katla- gljúfri, hafa tuttugu laxar kom- ið á land, og á IV svæðinu, frá og með Bláhyl inn i Laxárgljúfur eru 40 laxar komnir á land, en þar er veitf á fimm stangir. Að mestu mun nú fullbókað á veiði- dagana I Stóru-Laxá i sumar. Frá Stangveiðifélagi Reykjavikur Friörik Stefánsson sagði i gær, að úr Eilliöaám væru nú komnir vel á fimmta hundrað laxar. Veiðin þar hefur verið mjög góð það sem af er, eða allt að 50% betri en á sama tima i fyrra. Veiðin i Gljúfurá hefur einnig verið mjög góð, og vissi Friðrik af einum laxveiðimanni, sem fékk 23 laxa á einum degi. I gær voru um 240 laxar komnir á land úr Grimsá en Friðrik kvaðst vera einna óánægðastur með veiði þar, en sagði að Grimsá væri alltaf sein til. Nú hafa útlendingar ána á leigu, en Stangveiðifélagið tekur aftur við henni i ágúst. Á timabilinu 1. júni—1. júli komu 608 laxar úr Norðurá, en aðrir aðilar hafa ána á leigu i júli, og tekur Stangveiðifélagið aftur við henni 1. ágúst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.