Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 8. júli 1975. Þeqar skip ferst AAóníka var of ung til að skilja, hvað það var sem raunverulega gerðist, þegar hið 216 þúsund tonna olíuskip „Golar Patricia" sprakk, brast í sundur og hvarf niður í hafsdjúpið skammt fró Kanaríeyjum. En foreldrum hennar bró öllu meira, þegar sprengingin varð. Hjónin sótu að hódegisverði, þegar hörmungarnar skullu yfir. í þessari grein lýsa þau hinum örlagaþrungnu andartökum, þegar þau börðust við að komast sem lengst fró springandi flakinu... því að sprengingin stóra gat orðið ó hverri stundu. Nylén fjölskyldan sat við há- degisveröarborðið i matsalnum, þar sem lyktin af steiktum makril réði rikjum. Dóttirin Mónika, 15 mánaða að aldri, potaði gafflin- um i diskinn eins fjarri gullin- brúnu sporðstykkinu, sem á hon- um lá, og mögulegt var. Móðirin, Sidsel, setti dálitinn fiskbita á gaffalinn — Mónika mótmælti, en gerði sér samt að góðu að gleypa einn munnbita. Lyktin af makrilnum beindi huganum heim til Tvedestrand i Noregi. Faðir- inn, Egill, var að hugsa um bátinn sinn, sem hann var nýbúinn að selja og allan þann makril, sem hann hafði veitt i ferðum sinum á bátnum. Hann ætlaði einmitt að fara að stinga upp i sig fyrsta munnbitanum, þegar drunurnar heyrðust. — Það var eins og krampa- teygjur færu um skipið. Nú höfum viö siglt i strand hugsaði ég með sjálfum mér. Enginn sagði nokk- urn skapaðan hlut. Allir sátu stif- ir af undrun. Ég þaut á fætur án — Þegar fyrsta sprengingin heyrðist, greip ég Móniku i fang- ið. Guð minn góður, hvað er þetta? hugsaði ég með sjálfri mér. Egill hvarf á braut án þess aö segja orð. A næsta andartaki var borðsalurinn auður. Svo varö önnur sprenging. Ég man, að ég sat og hélt dauðahaldi i Móniku. í hvert skipti, sem sprenging varð, slógumst við við borðbrúnina. Nokkrum sekúndum siðar hljóm- ubu aðvörunarbjöllurnar, sem til- kynntu að við skyldum fara aö björgunarbátunum. Ég hafði tek- ið þátt i æfingum i meðferð björg- unarbáta bæði á föstudag og laug- ardag, svo að mér var kunnugt, hvernig við átti að bregðast, segir Sidsel Nylén, sem er þarna var komið, hafði verið eina viku um borö i „Golar Patricia”. Hún heldur áfram frásögninni: — Egill kom hlaupandi til baka og hrópaði ,,i björgunarbátana” um leið og hann tók Móniku i fangið. Hversekúnda var dýrmæt og enginn timi mátti fara til spillis. Sprengingarnar komu mjög ört, hver á fætur annarri. Reykurinn, eldtungurnar, sprengingarnar, hlaupandi fólk....allt þetta stendur mér lif- andi fyrir hugskotssjónum enn 1 dag. Þótt undarlegt megi virðast 44 lifandi og einn iátinn. Spænskur háseti lét lifiö, þegar „Golar Patricia” fórst. Björgunaraögeröir tókust einstaklega vel. A fimm minútum tókst aö koma öliu fólkinu I björgunarbátana. Nylén fjölskyldan er innan hringsins á myndinni. þess að segja orð og hljóp Ut á þil- far. Þar sá ég reykinn, þykkan og svartan. Svo hristist allt og skalf i áköfum drunum á ný... og enn á ný. Við höfðum alls ekki siglt i strand, heldur var skipið um það bil að springa i loft upp. A þennan hátt segir vélstjórinn Egill Nylén frá Tvedestrand frá þvi, er oliuskipið „Golar Patricia” fórst. Það var laust eft- ir hádegi þann 5. nóvember 1973. Veður var heiðskirt og kyrrlátt og skipið var i um 130 sjómilna fjar- lægð frá Kanarieyjunum. Sidsel Nylén hafði komið um borð i skipið i Rotterdam. Hún og Mónika ætluðu að feröast með „Golar Patricia” umhverfis Afriku til Mið-Austurlanda eftir oliu. Ferðia hefði tekið tvo mán- uði, ef hina hræðilegu atburði hefði ekki borið að. Sidsel Nylén segir svo frá: . . , 5*., f* W sVfy, ■■■ Wípme-.j. 'é <*#': * ■ ■»■ ?'• V *#■■■■■ >••%•: •Ar,fe *?■ ■■***, - X ’U (*-'**£*í- . ' ÍxK > Mynd þessi var tekin nokkrum sekúndum áöur en „Golar Patricia” hvarf endanlega i hafsdjúpiö. •^KIdf. . . >í|p*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.