Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 3
Miövikudagur 9. júll 1975. TÍMINN 3 Slysagildra í Hafnarfirði Frágangur lögreglunnar á dyrum hússins sést á þessari mynd — kaöalspotta er smeygt niöur á járnkrók og væn rifa höfö milli hurðanna. H.V. Reykjavik. Meöfylgjandi myndir voru teknar inni I og viö gamla skreiöarskemmu, sem stendur viö Garðaveg I Hafnar- firði, en siöast liöiö sunnudags- kvöld var lögreglunni á staönum bent á, aö þar væri um aö ræöa hina verstu slysagildru fyrir börn. A sunnudagskvöld var lögregl- unni i Hafnarfirði tilkynnt, aö drengur, sem verið hafði að leik 1 skemmunni, ásamt félaga sinum, hefði fengið rafmagnsstuð úr tengitöflu I húsinu. Þegar lögregl- an kom á staðinn, reyndist skemman, sem notuð er til að geyma bilhræ, gamla gúmbjörg- unarbáta og fleira, vera opin, og hafði rafmagnstaflan I henni ver- ið mölbrotin með einhverju slag- verkfæri. Taflan hékk á einum vegg húss- ins, þar sem greiður aðgangur var að henni, og héngu einangr- unarlausir þræðir niður úr henni, með fullum straum á. Einnig höfðu ljósastæði verið brotin i húsinu, og óeinángraðar leiðslur héngu úr þeim. Að beiðni lögreglunnar tók Raf- veita Hafnarfjarðar straum af húsinu og taflan var tekin niður. Svo sem meðfylgjandi myndir bera með sér, er húsið þó enn hættulegt börnum, sem sótt hafa mikið i það til leikja. Þar inni er gamalt bilhræ, ónýtir mótorar, gamalt verzlunarkæliborð og margt fleira, sem freistar barna, en getur jafnframt orðið þeim hættulegt. Kaðlar hanga niður úr lofti skemmunnar, og meðfram einum vegg hennar er um það bil tveggja mannhæða hár pallur, handriðslaus með öllu. Upp á hann er greiður aðgangur fyrir hvern sem er, eftir stiga einum, sem einnig er handriðslaus. Þegar lögreglan i Hafnarfirði hafði gengið frá þvi, að rafmagn gæti ekki lengur skaðaö börn að leik I skemmunni, var gengið frá húsinu með þeim hætti, sem sjá má á einni af myndunum. Væn rifa var höfð á dyrum þess, en hurðunum haldið saman með kaðallykkju, sem smeygt var á járnstein. Hvaða barn sem er get- ur smeygt kaðallykkjunni upp af teininum, og opnað sér þannig leið inn i húsið. í drasli þvi, sem geymt er i skemmunni, getur svo leynzt svo til hvað sem er — þar á meðal sýrur og önnur hættuleg efni. Drengurinn, sem rafmagns- stuðið fékk, hefur undanfarið ver- ið i rannsókn hjá læknum, vegna sára og húðflögnunar á höndum. Telja læknar þeir sem skoðað hafa hendur hans, mögulegt og jafnvel liklegt, að sárin og húð- flögnunin stafi af bruna — til dæmis af völdum rafmagns eða sterkra efna, svo sem sýra. Sprengjuleit frestað í Keflavík í gærdag Til að hætta ekki mannslífum að óþörfu H.V. Reykjavlk. Klukkan 18.15 i gær lenti Jumboþota frá brezka flugfélaginu BOAC á Keflavíkur- flugvelli, vegna tilkynningar, sem borizt hafði frá skrifstofu fé- lagsins, um að sprengja væri um borð. Vélin hafði lagt af stað frá London klukkan 15.40 i gær, áleiðis til Los Angeles, og var áætlað að hún lenti þar um klukk- an tvö síðastliðna nótt. Vélin er mjög nýleg og voru i henni 152 farþegar. Þegar eftir lendingu i Keflavik yfirgáfu farþegar og áhöfn flug- vélina um neyðarútganga og sak- aöi engan, nema eina konu, sem kom illa niður úr neyðarútgangs- brautnni og slasaðist á fæti. Hún var lögð á hersjúkrahús á Kefla- vikurflugvelli til rannsóknar, vegna gruns um fótbrot. Mikill viðbúnaður var á Kefla- vikurflugvelli vegna komu vélar- innar, en ákveðið var, þegar búið var að tæma hana af fólki, að fresta sprengjuleit i farangurs- geymslum og klefum vélarinnar, þar til liðið væri fram yfir áætlað- an lendingartima hennar i Los Angeles. Akvörðun þessi var, að sögn slökkviliðsstjórans á Kefla- vikurflugvelli, Sveins Eiriksson- ar, tekin i þvi skyni, að stofna ekki mannslifum i óþarfa hættu. Sprengjuleit var þó fram- kvæmd á lausum farangri far- Starfsmenn Sigöldu samþykktu samningana II.V. Reykjavik. Starfsmenn Engergoproject við Sigölduvirkj- un, héldu i gær og fyrradag þrjá' fundi, þar sem þeir samþykktu samninga þá, sem gerðir voru milli þeirra og Engergoproject i siðustu viku. Samkomulag þetta byggir aö miklu leiti á rammasamningi ASI, frá 13. júni, en fela jafnframt I sér viðurkenningu verktakanna á ýmsu þvi er varðar sérstöðu starfsmanna við Sigölduvirkjun. þega, strax eftir lendingu i gær. Flugvélin var i gær dregin af- siðis á flugvellinum og settur við hana lögregluvörður. Áætlað var, að sprengjuleit i farangursrýmum og klefum vél- arinnar hæfist i bitið á morgun og verða notuð til þess sprengju- SJ-Reykjavik t gærmorgun fjall aði Náttúruverndarráð um korau fimm franskra blaða- og kvik myndatökum anna hingað ti lands og fréttir af fyrirhuguðum akstri þeirra hérlendis á torfæru hjólum. Lýsti ráðið ónauðsynleg an akstur utan vega hér á land ólöglegan, og var dómsmálaráðu neytið beðið að leiða útlendingana I allan sannleik um þau lög og reglur, sem hér gilda. Frakkarnir fimm komu til Seyðisfjarðar með Smyrli fyrir helgina, og óku siðan suður um á Landroverjeppum frá bilaleigu Hornafjarðar. Fyrirliði hópsins er Christian Gallissian, blaða- maður og fyrirlesari, en með hon- um eru tveir myndatökumenn, blaðamaður L’auto journal að nafni Constantin Brive og kapp- akstursmaðurinn Paul Bordes. Timinn hitti þá Gallissian og Brive að máli hjá bifreiðaumboð- inu P. Stefánsson h.f., sem greitt hefur götu Frakkanna hér. Kvaðst Gallissian harma þær fréttir, sem birzt hefðu hér um fyrirætlanir þeirra félaga. Sagði hann alrangt, að þeir hygðust gera hér nokkrar auglýsinga- myndir, og þaðan af siður myndu þeir valda náttúruspjöllum. — Það fara snjóbilar daglega upp á leitartæki þau, sem til eru á flug- vellinum. Farþegar úr flugvélinni dvöldu i flugstöðvarbyggingunni á Kefla- vikurflugvelli fyrsteftir lendingu, en siðan var áætlað að koma þeim fyrir á hóteli i Reykjavik yfir nóttina. Bárðarbungu, sem skilja eftir meiri ummerki en hjólin okkar gera. Ætlun Frakkanna er að fara héðan á laugardag áleiðis að Mýrdalsjökli, siðan klifa Heklu, fara i Landmannalaugar, norður Sprengisand og komast á Vatna- jökul og Bárðarbungu, þá norður og vestur að Hofsjökli, Langjökli og siðan til byggða aftur og austur um á ný, en heim til Frakklands verður enn haldið með Smyrli. — Ætlunin er, að ég og Bordes förum á torf æruhjólunum á Bárðarbungu, sagði Gallissian, en fyrst munum við klifa jökulinn og fjallið mörgum sinnum og kanna allar aðstæður. Kvað Gallissian þá félaga vel búna til fararinnar, þeir hefðu m.a. meðferðis tæki til að bjarga mönnum úr jökulsprungum. — Ég hef mikið dálæti á fjöll- um, sagði Gallissian, og hef ferð- azt um flest fjallalönd iheimi. Ég hef skrifað bók um ferð mina og félaga minna á Kilimanjaro i Afriku, en á tind þess komumst við Bordes á torfæruhjólum. Sama var ætlunin að gera hér, þótt Bárðarbunga sé mun lægri, eða um 2000 metrar að hæð, en Kilimanjaro er 6.000. Tekin verð- Allur ónauðsynlegur akstur utan vega ólöglegur segir Nóttúruverndarróð — munum ekki valda náttúruspjöllum, segja Frakkarnir Á þessari mynd sést rafmagnstöflustæðið, en sjálf var hún tekin niður að kröfu lögreglunnar. Timamyndir: Róbert Kaðlar hanga niður úr lofti skemmunnar, og til vinstri á myndinni er pallurinn, handriðslaus, sem fara verður upp á til að komast að raf- magnstöflunni. Inn við gafl hússins má greina gamalt bilhræ. ur stutt kvikmynd af þessu, eins og fleiri viðburðum ferðar okkar. Hana ætla ég að sýna ásamt skuggamyndum, þegar ég flyt fyrirlestra i æskulýðs- og ferða- klúbbum heima i Frakklandi. Ekki sagði Gallissian að ætlunin væri að aka á fleiri fjöll á hjólun- um. Gallissian kvaðst ætla að skrifa bók um ferð þeirra félaga, en hún hófst á þvi að þeir fóru akandi á jeppum frá Frakklandi til Berg- en. — Ef ég skrifaði aðeins venju- lega ferðabók, sagði Christian Gallissian, hlyti hún trúlega fremur fámennan lesendahóp. En þegar hún fjallar m.a. um akstur á torfæruhjólum á jökultind, hafa mun fleiri áhuga á að lesa hana. Blaðamaðurinn Constantin Brive var i fyrsta hópnum, sem kleif Mont Blanc um 1937, og er mikill áhugamaður um að klifa jökla. Hann var tæknilegur að- stoðarmaður franska landkönn- uðarins Paul Emile Victor i ferð hans til Grænlands. Brive fer héð- an eftir vikutima og skrifar um ferð Frakkanna i blað sitt. En fé- lagar hans fjórir verða hér i mán- uð á að gizka. Frakkarnir hafa meðmælabréf frá islenzka sendiráðinu i Paris. Þegar við kvöddum Frakkana tvo i bifreiðaumboði P. Stefánssonar, voru þangað komnir starfsmenn útlendingaeftirlitsins og báðu þá að koma með sér — hvað þeir gerðu. Enn fremur höfðu þeim borizt fyrirmæli um að koma á fund Bjarka Elfassonar yfirlög- regluþjóns. Tveir starfsmanna útlendingaeftirlitsins tii vinstri, þá Constantin Brive og loks yzt til hægri Christian Gallissian. Tlmamynd: G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.