Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 9. júlí 1975. Verð á léttum vinum ætti að lækka og hækka verö sterkra drykkja. Reynir Hugason: völd settu sér það markmið að hagnaður af öllum hækkunum tóbaks.sem framkvæmdar verða 1 framtiðinni.yrðu notaðar til þess að framkvæma rannsóknir á þvi hvemig koma megi i veg fyrir að ungt fólk byrji að neyta tóbaks og jafnframt til rannsókna á neyzlu- venjum þeirra sem eldri eru, með það fyrir augum að stýra neyzlu- venjum þeirra inn á tegundir tóbaks, sem eru minna hættuleg- ar en þær, sem þeir nota. Hagnaðinn yrði að sjálfsögðu einnig að nota til þess að byggja upp áróðursmaskinu, sem yrði mun öflugri en áróðursmaskina innflytjenda tóbaksins. Sem dæmi um það hve öflugt þetta vopn yrði i baráttunni gegn reykingum má nefna,að ef um- fram hagnaðurinn af siðustu verðhækkun á tóbaki yrði notað- ur á þennan hátt, næmi hann á ársgrundvelli um 500 milljónum króna. Unnt væri þvi að byggja einhverja stærstu rannsókna- stofnun, sem byggð hefur veriö i íandinu fyrir þetta fé og fá til hennar nýtizku tækjabúnaö og mannafla, er fljótt myndi skila mjög góðum árangri, i formi að- gerða er hefðu afgerandi áhrif á neyzlu almennings á tóbaki. Möguleikar til neyzlustýringar eru annars margvislegir, þótt stjórnvöld og m.a. fjármálaráðu- neytið virðist ekki hirða um að beita þeim. Það þykir nokkuð vel sannað að pipureykingar, vindlareykingar og neftóbaksnotkun séu hvergi nærri eins hættulegar og siga- rettureykingar. Auk þess þykir það sannað að hættan á sjUkdómum og dauða af völdum sigarettureykinga vaxi i hlutfalli við neyzlu. Má þessu til árétting- ar benda á að i Kanada er prentuð á hvern sigarettupakka aðvörun þar um. Jafnframt er það þekkt stað- reynd, a.m.k. meðal þeirra, sem ekki hafa látið sér nægja upp- lýsingamiðlun Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins, eða annarra ábyrgra aðila um skað- semi reykinga, að sigarettur inni- halda mismunandi mikið magn af óþverra, svo sem tjöru og nikó- tini, allt eftir tegundum. Til eru jafnvel tegundir sem eru svo að segja lausar við þessi efni, t.d. Charlton 70 S, sem inniheldur um 2 mg i hverri sigarettu af tjöru og 0.2 mg i sigarettu af nikotini. Til samanburðar má nefna að teg- und, sem flutt er hingað til lands og heitir Players, inniheldur 31 mg af tjöru i sigarettu og 2.6 mg af nikótini. Þetta er afar mikill mismunur ogfull ástæða til þess að mismun- andi verð sé á þessum tveimur tegundum af sigarettum. Til fróð- leiks fyrir almenning er hér birt tafla yfir helztu sigarettutegundir og sýnir taflan eiturefnainnihald i hverri tegund fyrir sig. Reynir Hugason. koma þvi i kring er að hækka verðlag á áfengi og tóbaki, þvi verðhækkanir á þessum vöru- tegundum koma ekki lengur fram I kaupgjaldsvisitölunni, eins og menn vita. Rikisstjórnin hefur þvi þarna nærri óþrjótandi tekju- lind, sem hægt er að nota til þess að jafna hallann á rikiskassanum eftir þörfum á kostnað um það bil helmings þjóðarinnar, en talið er að um það bil 50% af einstakling- um yfir 16 ára aldri neyti tóbaks og enn fleiri vins i einhverjum mæli. Það er að minu viti afar mikil skammsýni að ætla sér að not- færa sér hagnað af sölu áfengis og tóbaks sem einn af megin mátt- arstólpum rikisrekstursins. Fyrir um það bil ári kom út skýrsla i Sviþjóð, sem kölluð var Tobaksutredningen (1974). í skýrslunni kemur fram, að þjóð- félagið tapar meira árlega vegna sjúkdóma og sjúkrahússlegu og ótlmabærs dauða fórnarlamba tókbaksnautnarinnar, en það fær inn um hinn endann I formi gróða af sölu tóbaks. Fyrir mörgum ár- um var það upplýst,að sömu lög- mál gilda um sölu og neyzlu áfengis, eins og nú hefur verið sýnt fram á að gilda einnig um tóbakið. Það væri ekki fráleitt að hugsa sér aö af þessum ástæðum yrði verð. á tóbaki og vini hækkað upp úr öllu valdi á næstu árum, ef það væri jafnframt markmið stjórn- valda og tilgangur þeirra með að- gerðunum að bæta heilsufar þegnanna og auka langlifi i land- inu. —O— Hér skal nú reynt að rekja þá möguleika til neyzlustýringar, sem fyrir hendi eru, hvernig koma má þeim á og hvaða áhrif slikar aðgerðir hafa: Stýring tóbaksneyzlu Það myndi skipta sköpum i tóbaksneyzlu á Islandi, ef stjórn- Verðlag á áfengi og tóbaki á Norðurlöndum er yfirleitt nokkru hærra en á Islandi, þrátt fyrir siðustu hækkun hér, sem nam um 30% á allar tegundir áfengis og tóbaks. Þrátt fyrir þetta er grundvallarmunur á neyzlu þessara nautnalyf ja hér og á Norðurlöndum. Afengis- og tóbaksverzlun rikisins er valdalaus vél i hönd- um fjármálaráðuneytisins, sem ákvarðar verðhækkanir á tóbaki og vlni að eigin geðþótta aö þvi er virðist og eftir þörfum rikiskass- ans. ATVR ræður engu um verð söluvöru sinnar né um verðhlut- fall milli einstakra tegunda af tóbaki eða vini. Áfengisverzlunin getur þannig á engan hátt haft áhrif á neyzluvenjur almennings, nema gerbylting verði á skipulagi þessara mála i framtiöinni. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri Afengis- og tóbaks- verzlunarinnar, gaf þær upp- lýsingar fyrir nokkrum dögum, að á siðasta ári hefði áfengi og tóbak selzt fyrir um 5 milljarða króna, þar af tóbak fyrir um 2 milljarða og áfengi fyrir um 3 milljarða króna. Afengisverzlun- in hafði skilað um 4.1 milljarði króna árið 1974 aftur til rikisins, þannig er beinn hagnaður af sölu þessara vörutegunda um 82%. Siðasta hækkun sem framkvæmd var nú um miðjan júní, mun gefa um 1.5 milljarða I rikiskassann á árs grundvelli. Ékki varð annað skilið á skrif- stofustjóra áfengisverzlunarinn- ar en að stofnunin væri tiltölulega stolt af þvi að hafa greitt á siðast- liðnu ári um 5 milljónir eða 2 pro- mill til auglýsinga og áróðurs- starfsemi um hættur af völdum slgarettureykinga. Það þarf engan speking til að leiða getum að þvi af hvaða ástæðum sfðasta hækkun er til komin. Auknar niðurgreiðslur landbúnaðarvara er nema allt að 1.2milljörðum á árs grundvelli og siöustu kjarasamningar, gefa nægt tilefni til þess að auka inn- streymi peninga i rikiskassann. Ein af handhægustu leiðum til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.