Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 16. júlí 1975. Með útfærslunni hafa íslendingar helgað sér og tekið í sínar eigin hendur stjórn á hinum hefðbundnu íslandsmiðum Ávarp sjávarútvegsráðherra Matthíasar Bjarnasonar eftir undirritun reglugerðar um 200 mílna landhelgi • • í 1 » ■ ý-.'áf.v, . > Jp Jk • t~ Frá blaðamannafundinum I gær, þar sem útfærsian 1 200 mflur var tilkynnt. F.v.: Hans G. Andersen, sérfræðingur rfkisstjórnarinnar I hafréttarmálum, Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra og Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri. Tfmamynd: G.E. I. Undirbúningur í stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar segir: „Rikis- stjórnin mun fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 um útfærslu landhelginnar i 50 sjómflur. Stefna rikisstjórnarinn- ar er að færa fiskveiðilandhelgi Islands út i 200 sjómilur á árinu 1975 og hefja þegar raunhæfan undirbúning þeirrar útfærslu. Jafnframt verði áherzla lögð á nauðsynlega friðun fiskveiða og fiskistofna með skynsamiega nýt- ingu veiðisvæða fyrir augum.” Með útgáfu reglugerðar um fiskveiðilandhelgi tslands i dag, þar sem landhelgin er færð út i 200 sjómilur frá 15. október næst- komandi, er ' stigið veigamikið skref. Hefur kappsamlega verið unnið að undirbúningi þessa skrefs, bæði að þvi er tekur til beins undirbúnings þessara að- gerða og kynningu fyrirætlana Is- lendinga á erlendum vettvangi. Sú reglugerð um 200 milna fisk- veiðilandhelgi, sem út var gefin i dag, er sett samkvæmt land- grunnslögum frá 1948, en á þeim lögum hefur stækkun land- helginnar alltaf byggst, siðast á árinu 1972 við stækkun hennar i 50 sjómilur. Þetta er i samræmi við lög nr. 45 13. mai 1974 þar sem Alþingi tók ákvörðun um að út- færsla fiskveiðilandhelginnar i 200 sjómilur skyldi framkvæmd með setningu reglugerðar á grundvelli laganna. Hefur það jafnan verið mikill stuðningur fyrir málstað Islands að byggja á svo gömlum lögum. Þótt gera megi ráð fyrir nauðsyn heildar- löggjafar um efnahagslögsögu um yfirráð íslands yfir hafsbotni, landhelgi og auðlindum hafsins, þá er það ekki timabært á þessu stigi, en verður haft i athugun og undirbúningi. Bæði rikisstjórn og stjórnarandstaða hafa verið einhuga um timasetningu út- færslunnar. Hefur málið verið rætt itarlega i landhelgisnefnd og samráð hefur verið haft um undirbúning málsins við alla þá, sem málið snertir sérstaklega. Með gildistöku hinnar nýju reglugerðar er allt hafsvæðið út i 200 sjómilur frá grurinlinu, allt I kring um landið, lýst lögsögu- svæði Islands. Frá þeim tima er þvi öll veiði erlendra skipa innan 200 milna markanna óheimil samkvæmt islenzkum lögum, nema til komi sérstök heimild veitt af islenzkum stjórnvöldum. Hafsvæði hinnar islenzku fisk- veiðilögsögu nær þá til 758 þúsund ferkilómetra. 50 sjómilna lögsag- an náði til 216 þúsund ferkilö- metra og 12 sjómilna lögsagan 75 þúsund ferkilómetra. Hin nýja fiskveiðilögsaga er þvi þrisvar og hálfum sinnum stærri en 50milna lögsagan og tiu sinnum stærri en 12 milna lögsagan. Ef miðað er við landið sjálft er hin nýja fisk- veiðilögsaga rúmlega sjö sinnum stærri en það. Sé miðað við láð og lög hefur islenzkt yfirráðasvæði vel riflega tvöfaldazt við 200 sjómilna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar nú. Skipakostur Landhelgisgæzl- unnar er 4 stærri varðskip með nokkru meiri ganghraða en tog arar og tvö verulega minni og nokkru gangminni en togarar. Flugtækjakostur er ein Fokker- flugvél og ein meðalstór þyrla. Ljóst er að gæzluhafssvæðið og vegalengdir á þvi aukast stór- kostlega og hrekkur þvi núver- andi skipakostur ekki til að skila sömu gæzluafköstum miðað við flatareiningu. Er aukning á flug- tækjum það úrræði, sem mestu mundi skila um aukna afkasta- möguleika gæzluflotans til eftir- lits þ.e. með aukinni samvinnu skipa og flugtækja. Rikisstjórnin ákvað á fundi sinum i dag að til- hlutan dómsmálaráðherra að festakaupá nýrri Fokker Friend- shipvél, sú vél kemur ekki hingað fyrr en að ári og er kaupverð hennar 450 millj. kr. Samskipti við innlend skip, einkum veiðiskip getur haft mjög aukna þýðingu á hinu stórvikkaða gæzlusvæði og einnig bætist við þörf á að skipu- leggja beinlinis upplýsingamiðl- un innlendu skipanna um ferðir erlendra skipa. Þá er ljóst, að við útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómilur koma upp mjög stór- lega aukin staðsetningarvanda- mál. Æskilegt er að vinna að þvi, að sjókortagerð verði efld veru- lega til þess að þau stað- setningarkerfi sem i notkun eru á svæöinu komi að betri notum, bæði við gæzlu og fiskveiðar. A vettvangi hafréttarráð- stefnunnar og undirbúnings- nefnda hennar hefur verið haft stöðugt samband við aðrar þjóðir um stefnu rikisstjórnarinnar i hafréttarmálum, bæði þær sem eru sammála sjónarmiðum Is- lendinga og aðrar, en þar voru saman komnir fulltrúar allra þjóða, sem um þessi mál fjalla i heimalöndum sinum. Hafa fyrir- hugaðar aðgerðir íslendinga ver- ið rækilega kynntar og hafa allar þær þjóðir, sem hagsmuna hafa að gæta gengið að þvi visu að fisk- veiðimörkin við ísland yrðu færð út á þessu ári. A hinn bóginn hafa ekki verið teknar upp formlegar viðræður við neinar þjóðir um hagsmuni þeirra i sambandi við útfærsluna, þó hefur nokkur vit- neskja fengizt af óformlegum viðræðum við einstaka fulltrúa ýmissa þjóða um almenn viðhorf til útfærslunnar. Er skemmst að minnast heimsóknar Evensen, hafréttarmálaráðherra Noregs hingað til lands fyrir skemmstu, og ýmissa viðræðna er forsætis- og utanrikisráðherra hafa átt við starfsbræður sina og fleiri ráð- herra i nágrannalöndum okkar. II. Ofveiði Óþarft er að lýsa almennt hinni miklu ofveiði og hruni fiskistofna á Norður-Atlantshafi á undan- fömum árum, en á hinn bóginn rétt að vikja að þróun þessara. mála á tslandsmiðum, en segja má að hin nýja 200 milna fisk- veiðilögsaga taki til þeirra miða sem hingað til hafa verið kölluð tslandsmið. íslandsmið hafa verið gjöful mið og eftir að togaraútgerð hófst hafa grannþjóðir mikið sótt á miðin umhverfis landið þrátt fyrir válynd veður hér við land að vetrarlagi. Hin siaukna sókn hef- ur gert það að verkum, að nú er svo komið að okkar hefðbundnu fiskimið þola ekki frekari sókn. Eru þær fiskitegundir, sem mest hefur verið sótzt eftir ymis full- nýttar eða ofnýttar. Það er kunnara en svo að frá þurfi að segja, að þorskurinn er «»»,*“■ »- ’' nú ofnýttur. Meðalafli þorsks á íslandsmiðum hefur undanfarinn áratug numið um 400 þúsund lest- um, en reiknað hefur verið út að varanlegur hámarksafrakstur þorskstofnsins gæti orðið um 500 þúsund lestir á ári. Núverandi heildarsókn i þorskinn þarf þvi að minnka verulega og takmarka þarf mjög veiðar á smáþorski. Svipaða sögu er að segja um ýs- una. Of mikið dráp á smáýsu veldur þvi að ekki fæst lengur hámarksnýting út úr stofninum og heildarýsuaflinn af tslands- miðum, sem undanfarin ár hefur verið um 40-50 þúsund lestir á ári hefur verið undir varanlegum hámarksafla,sem áætlaður er um 75 þúsund lestir á ári. Megin or- sök þessa er þó ekki að kenna of- veiði, heldur hefur klak nokkur mörg undanfarin ár verið með léglegasta móti. Nýjustu rannsóknir á ufsa- stofninum sýna, að þessi stofn er nú lika fullnýttur, þótt ekki sé hann ofveiddur. Ufsaaflinn undanfarin ár hefur verið um 100 þúsund tonn á ári og er ekki reiknað með, að unnt sé að auka afrakstrargetu þessa stofns frek- ar. Karfaafli hér við land er um 90- 100 þúsund lestir á ári og er talið, að það aflamagn sé nokkuð nærri varanlegum meðalhámarksaf- rakstri þeirra karfastofna, sem meir eru bundnir við landgrunn- iö. Þá má geta þess að aflarýrnun i steinbitsafla á tslandsmiðum hefur verið talin stafa að hluta vegna of mikillar sóknar og talið að unnt sé að auka núverandi afla steinbíts með hæfil. friðunar- aðgerðum. Einnig er talið að langa, blálanga og keila séu fullnýttar. Þá er talið, að grálúðustofninn sé ofveiddur og að með skynsamlegum stjórnunar- og friðunaraðgerðum mætti auka veiðar á flatfiski. Bolfiskafli tslendinga hefur orðið mestur á einu ári rúmar 474 þúsund lestir á árinu 1970. Siðan þáhefurhanndregiztsaman. 1971 nam hann 471 þúsund lestir, 1972 varð hann 386 þúsund lestir, 1973 varð hann 398 þúsund lestir og i fyrra komst hann i 417 þúsund lestir. Er það 12% minni afli en á árinu 1970. Svo sem kunnugt er hefur fiski- skipastóll landsmanna stækkað verulega á undanförnum árum. Er hann nú rösklega 900 skip samtals tæpar 100 þúsund brúttó- rúmlestir að stærð auk yfir 1000 opinna vélbáta. 26 skip eru stærri en 500 brúttórúmlestir að stærð. íslendingar eiga 22 stóra togara og 37 minni togara. Þrátt fyrir að sóknarþunginn vaxi stöðugt frá ári til árs, fer bolfiskafli lands- manna minnkandi. Segir það al- varlega sögu. III. Framtiðarhorfur í framtiðinni ber brýna nauðsyn til að auka afrakstur þeirra fiski- stofna, sem nú eru ofveiddir á tslandsmiðum. Á þessum miðum hafa á undanförnum árum verið veiddar að meðaltali um 700 þús- und lestir af botnlægum tegund- um, en þar af veiða íslendingar um 400 þúsund tonn eða rúman helming. Með friðunaraðgerðum og með skynsamlegri stjórnun veiðanna er öruggt, að auka má afrakstur þessara stofna, sem nú eru ofnyttir þannig að reikna mætti með að meðalársafli botn- lægra tegunda á Islandsmiðum verði um 850 þúsund lestir á ári. Er þá ekki reiknað með tegund- um, sem nú eru litt veiddar eða ekki enn farið að veiða. Það er sameiginlegt álit bæði haffræðinga og fiskifræðinga, að islenzki flotinn, eins og hann er i dag, sé ekki fær um að veiða þetta aflamagn. Þótt fiskiskipastóll landsmanna hafi tvöfaldazt á siðastliðnurh 20 árum og átt hafi sér stað stórstigar framfarir i veiðitækni hefur bolfiskaflinn ekki aukizt. Fiskifræðingar hafa oft bent á það, að þótt sóknin i þorskinn yrði minnkuð um helm- ing myndi samt vera unnt að ná hámarksafrakstri úr stofninum. Umframsóknin sé þvi til einskis og til skaða fyrir stofninn. Fiski- félag Isl. hefur gert tilraun til að meta afkastagetu þess hluta islenzka flotans, sem stundar veiðar með hefðbundnum veiðarfærum. Samkvæmt þeirri athugun virðist óhætt að draga þá megin ályktun, að islenzki þorsk- veiðiflotinn geti I framtiðinni tiltölulega auðveldlega annað þeim afla sem söguleg reynsla sýnir að hagkvæmt er og æskilegt að taka úr þeim þorskfiskstofn- um, sem hefðbundin nýting hefur verið á hér við land. Frá liffræðilegum og efnahags- legum sjónarmiðum er þvi engum vafa undirorpið, að bol- fiskveiðar á tslandsmiðum myndu þegar til lengdar léti litt skerðast við hvarf erlendra veiði- skipa af miðunum. Af heildarbol- fiskafla á íslandsmiðum á árun- um 1958 til 1973 varð meðaltal hlutdeildar Islendinga 47.9%. Hlutdeild tslendinga i heildarbol- fiskaflanum á tslandsmiðum var 42.3% árið 1970, 47,9% árið 1971, 45.0% árið 1972 og 41.1% sam- kvæmt bráðabirgðatölum um ár- ið 1973, en ekki liggja fyrir enn tölur frá árinu 1974. Hlutdeild ís- lendinga hefur þvi ekki vaxið til þess tima þrátt fyrir útfærslu fiskveiðilandhelginnar og stór- aukna sókn þeirra á miðin. Ekki þarf að eyða rökum að þvi, að tslendingum er vaxandi nauðsyn að geta aukið eigin veiðar vegna stækkandi þjóðar og til að geta haldið til jafns við aðrar þjóðir með lifskjör. Af þvi sem hér hefur verið rakið um ástand fiskistofna og af- rakstrargetu þeirra, afkastagetu fiskiskipastólsins og hlutdeild okkar bolfiskafla á íslandsmið um má ljóst vera,að útfærsla fisk- veiðilögsögunnar i 200 sjómilur er timabær. Otfærslan mun hafa mismunandi áhrif á hina einstöku fiskistofna. Er sérstakl. vert að benda á, að áætlað er að 16-18% af ufsaaflanum við tsland hefur ver- ið tekinn utan 50 sjómilna og það mest af erlendum veiðiskipum. Um eða yfir helmingur karfaafl- ans á tslandsmiðum er fenginn á svæöinu frá 50-200 sjómilna f jar- lægð frá Islandi og er meiri hluti hans tekinn af útlendingum. Sama máli gegnir um grálúðu- stofninn, langmestur hluti af grá- lúðu er veiddur af erlendum veiðiskipum-á svæðinu frá 50 sjómilum til jafnlengdar til Framhald á 15. siðu. Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, undirritar I gær klukkan 15:30 reglugerð um 200 milna fiskveiðiiögsögu tslendinga. Að baki hon- um stendur Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri. Tfmamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.