Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 16. júll 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 70 talar um að koma hingað til að aðstoða. Enn sem komið er hefur þú EKKERT gert nema tala um það. Þú segist reyna að bjarga mannslíf um, en þú hef ur ekkert gert til að hindra að hann drepi fleira fólk. — Við skulum gefa okkur eitthvað, sagði Trautman. Hann tók sígarettupakka, sem lá á talstöðvarborðinu og kveikti sér rólega í einni sígarettu. Þú hefur á réttu að standa, sagði hann svo. Ég hef legið á liði mínu. En setj- um sem svo að ég hjálpi ykkur. Hugsaðu svolítið um þetta. Viltu í ALVÖRU að ég hjálpi? Hann er bezti nem- andinn, sem hef ur útskrif ast úr skólanum hjá mér. Ef ég berzt gegn honum verður það eins og að berjast við sjálf- an mig. Ég held að honum haf i verið þröngvað út í þetta bezti maður, þ£ ættir þú andskotakornið að sanna það. TefIdu fram öllum þeim hindrunum sem þér koma í hug — gegn honum. Fari svo að hann sleppi, þá hefur þú gert allt sem þú gazt. Þá hef ur þú tvöfalda ástæðu til að vera stoltur af honum. Það eru ýmsar ástæður og rök, sem knýja þig til að veita okkur liðsinni. Trautman leit á sígarettuna, og sogaði djúpt að sér reykinn. Svo henti hann henni út úr bílnum. Neistarnir f lugu í myrkrinu. — Ekki veit ég hvers vegna ég kveikti í þessari sígarettu. Ég hætti að reykja fyrir þremur mánuðum. — Reyndu ekki að snúa þig út úr spurningunni, sagði Teasle. Ætlar þú að hjálpa okkur eða ekki? Trautman leit á landakortið. — Setjum sem svo, að ekkert af því sem ég segi skipti máli. Eftir nokkur ár verður svo eftirleit með öllu óþörf. Við eigum nú þegar tæki, sem komamá fyrir undir flugvélaskrokkum. Það eina sem þarf að gera til að f inna tiltekinn mann er að fljúga yfir þann stað, sem talið er að hann leynist á. Tækið finnur og skráir líkamshita hans. Eins og sakir standa eigum við ekki nóg af þessum tækjum. Flestar þeirra eru notaðar við striösreksturinn. En þegar stríðinu lýkur — ja, þá verða vonir flóttamannsins hverfandi litlar. Menn eins og ég verða þá óþarf ir. Þess- ir tímar eru að líða undir lok, því miður. Þó ég hatist við allar styrjaldir, þá kvíði ég þeim degi er vélarnar taka viðaf mönnunum. Menn komast þó ennþá áfram á hæf i- leikum sínum. — En þú svarar ekki spurningunni. — Jú ég ætla að veita aðstoð mína. Það verður að stöðva hann. Ég vil helzt að sá sem það gerir sé einhver, sem er eins og ég. Einhver sem skilur hann og þjáist með honum. — Það þröngvaði honum enginn til að drepa lögreglu- mann með rakhníf. Við skulum haf a það á hreinu. — Ég skal orða þetta öðruvísi. Ég á hér ólíkra hags- muna að gæta. — Hvað ertu að seg ja? Þér er ekki alvara. Maðurinn er búinn að-------- — Leyfðu mér að Ijúka því sem ég ætlaði að segja. Rambo er að ýmsu leyti eins og ég. Það væri ekki hrein- skilni af minni hálfu ef ég játaði ekki, að ég hef samúð með aðstöðu hans. Helzt af öllu vildi ég sjá hann komast undan. Hins vegar verð ég að játa, að það er runninn á hann berserkskangur. Hann þurfti ekki að elta þig þegar þú varst lagður á flótta. Það var raunar engin nauðsyn að allir þessir menn létu lífið. Hann hafði möguleika á flótta og undankomu. Það var ófyrirgefanlegt. En hvernig svo sem mér er innanbrjóst um það, þá hef ég enn samúð með honum. Hvað gerist ef ég set óviljandi fram bardagaáætlun gegn honum, sem gefur honum tækifæri til undankomu? — Það gerir þú ekki. Þó svo f ari að hann sleppi hér, þá verðum við samt sem áður að elta hann uppi. Það er I jóst að fleiri mannslífum verður fórnað. Þú hefur þegar játað, að ábyrgðin er jaf nt þín sem mín. Ef hann er þinn FIMMTI KAFLI. Rambo hélt um miúkt oq sveiqjanlegt bak uglunnar. Hann greip handfylíi fiðurs á kviði hennar og rykkti Þegar f jaðrirnar losnuðu heyrðist duaft þungíamalegt hljóð. Það var þægileg tilf inning að halda f iðrinu í hönd- inni. Hann plokkaði allt f iður af hræinu, skar af hausinn vængina og klærnar. Svo beindi hann hnífsoddinum neðan undir rifbeinin og skar svo með hvössu hnifs blaðinu niður í nárann. Þar næst seildist hann inn í dýrið og greip um volgan og votan innmatinn og dró hann hægt út. Hann náði nærri öllum iðrunum í fyrstu tilraun. Afganginn hreinsaði hann með hnífnum. Hann hefði hreinsað hræið þar sem vatnið draup ef hann hef ði vitað fyrir víst hvort vatnið var ómengað eða eitrað. Það var lika aðeins óþarfa fyrirhöfn að hreinsa fuglinn. Hann langaði til þess eins að éta bráðina og koma sér á brott. Hann var nú þegar búinn að eyða of mikilli orku. Hann tók langa grein, sem lá við bálið. Þarnæst tegldi hann oddinn á spýtunni og stakk gegn um fuglinn. Enn var svolítið f iður á skrokkinum og svipnaði það á bálinu. Þá varð honum hugsa til salts og pipars. Uglan var gömul — og liklega hörð og sieg undir tönn. Lyktin af brennandi 11111 liil l| Miðvikudagur 16. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7. 30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (21). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Martin Gunther För- stemann leikur á orgel Sankti Nikulásarkirkjunnar í Hamborg Passacagliu i c- moll eftir Bach og Fantasiu og fúgu um nafnið B.A.C.H. eftir Max Reger. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Irmgard Lechner, Karlheinz Zöller, Siegbert Uberschaer og Wolfgang Böettcher leika Kvartett fyrir sembal, flautu lágfiðlu og sellö i G- dúr nr. 3 eftir Carl Philipp Emanuel Bach / Ars Viva Gravesano hljómsveitin leikur „Sinfoniu Con- certante” eftir Domenico Cimarosa / Milan Turkovic og Eugene Ysaye strengja- sveitin leika Konsert fyrir fagott og kammersveit i C- dúr eftir Johann Gottfried Muthel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinpuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mátt- ur lífs og moldar” eftir Guð- mund L. Friðfinnsson Höf- undur les (15). 15.00 Miðdegistónleikar Maria Chiara og hljómsveit Alþýðuóperunnar i Vin flytja ariur eftir Donizetti, Bellini, Verdi, Boito og Puccini: Nello Santi stjórn- ar. Heinz Holliger og Nýja filharmoniusveitin leika óbókonsert i D-dUr eftir Richard Strauss: Edo de Waart stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Léttfeti” eftir Davið Þorvaldsson Rósa Ingólfsdóttir les. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálum Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Sellósónata I C-dúr op. 65 eftir Benjamin Britten Mstislav Rostropovitsj og höfundur leika 20.20 Sumarvaka a. Myndin Smásaga eftir Pétur Hraun- fjörð Pétursson. Höfundur les. c. Veiðivötn á Land- mannaafrétti. Gunnar Guð- mundsson skólastjóri flytur annað erindi sitt. Brot Ur sögu Veiðivatna. d. Kór- söngur. Kirkju- og karlakór Selfoss syngja undir stjórn Guðmundar Gilssonar. 21.30 Ótvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki Sig- urður SkUlason leikari les (23). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér” Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (5). 22.40 Orð og tónlist Elinborg Stefánsdóttir og Gérard Chinotti kynna franskan visnasöng. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. AuglýsicT i Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.