Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 23. júli 1975 Aparnir i dýragarðinum i Garda á Italiu eru óskaplegir sóðar og hentu matarleifum og öðru tiltæku út um allt búrið sitt, og þótt það væri hreinsað oft á dag var það alltaf eins og syinastia, og lagði ódauninn frá búrinu i sólarhitanum suður þar. Verðir i dýragarðinum voru orðnir leiðir á að þurfa sifellt að þrifa upp eftir apana og datt einum þeirra það snjallræði i hug að setja hann Martino, sem er kin- verskur gris, inn i búrið til bavianna. Eftir það sáust aldrei matarleifar hjá sóðunum. Martino er sisvangur og étur jafnóðum upp allt það sem til fellur og búrið er hreint og fág- að. En aparnir hafa önnur not af Martino. Þeir komust fljótlega upp á að nota hgnn sem reið- skjóta og eru allir aðilar jafn- ánægðir með þá tilhögun, Martino, aparnir, eftirlitsmenn dýragarðsins og áhorfendur. DENNI DÆMALÁUSI „Þetta er Magga.” „Ég held að ég hafi lært einhverja lexiu núna.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.