Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.07.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. jiiií 1975. TÍMINN 5 • • Athyglisverð tiliaga i lok þingtimans flutti Þór- arinn Sigurjónsson alþingis- maður þingsályktunartillögu um sykurhreinsunarstöð i Hveragerði. i greinargerð með tillögunni minnir þing- maðurinn á, að sykur- neyzla lands- manna sé um 50 kg á mann. Samkvæmt þvi nemur innflutningur 10-11 þiisund tonnum á ári. Hlutdeild sykurs i smásölu- umbúðum hefur aukizt mjög miðað við innflutt heildar- magn á siðustu árum. Hinrik Guðmundsson verk- fræðingur hefur á undanförn- um áratug gert athuganir á hagkvæmni sykurhreinsi- stöðvar á islandi. Stofnkostn- aður slikrar stöðvar, sem anna myndi innanlandsmark- aði, er á núgildandi verðlagi um 750 milljónir króna og samkvæmt áætlun Hinriks Guðmundssonar yrði gjald- eyrissparnaður sllkrar verk- smiðju um 150 millj. kr. á ári og likur til, að beinn sparnað- ur gæti orðið um 70 millj. kr. auk þess, sem verksmiðja af þessu tagi veitir 60 manns at- vinnu. Hveragerði heppilegur staður i viðtali við Timann telur Hinrik Guð- mundsson, að Hveragerði yrði heppileg- ur s ta ðu r undir sykur- hreinsunar- stöð og segir m .a.: — Mér viröist Hverageröi liggja beinast viö, þegar hugmyndin er skoðuð og úr- vinnsla gagna er miðuð við það hjá mér. Staðurinn er i byggð og ná- Iægt stærsta markaði fyrir sykur. Jarðhiti er þar nægur. Sykurinn yrði fluttur til landsins i lausum farmi „bulk”. Hæfilegur farmur virðist vera 2-3000 tonn. Sykrinum er mokað upp með stórvirkum tækjum og hann settur I hús. Þaðan yrði honum svo ekið austur I hreinsunarstöðina, en bilarnir flyttu sfðan fullhreinsaðan sykur til Stór- Revkjavikur I bakaleiðinni. Mótin sjólf eru ekki dðalatriðið, heldur vinnan að baki þeim — segir Friðrik Ólafsson stórmeistari EINS OG KUNNUGT ER af fréttum, er Friðrik Ólafsson stórmeistarinýkominn heim frá þvi að tefla á skákmóti i Ziirich I Sviss. Hann féllst á að svara nokkrum spurningum forvitins blaðamanns, og þar sem hann hefur sjálfur nýlega lýst þvi yfir, að hann sé ekki ánægður með árangur sinn á þessu nýaf- staðna móti, þótti ekki úr vegi að byrja á þvi að spyrja: — Hvaða skýringu vilt þú gefa á hinum slaka árangri þln- um að þessu sinni, Friðrik? Mér er meinilla við allar af- sakanir, en hitt get ég sagt, að hitinn og mollan I Zúrich áttu mjög illa við mig. Nú er ég auð- vitað ekki óvanur að tefla I mikl um hita, enda er það ekki nein frágangssök, ef loftræstingin er góð, en þvi var ekki til að dreifa núna, þvi að segja mátti, að hún væri ekki nein. Og hvað sem þvi liður, þá var frammistaða min núna svo miklu lakari en ég hef átt að venjast, að hún hlýtur að eiga sér einhverjar sérstakar orsakir. — Lækkar þetta ekki þina al- þjóðlegu stigatölu? — Jú, að sjálfsögðu. A þessu móti hefði ég þurft að fá níu vinninga til þess að halda stiga- tölunni óskertri, en fékk aðeins hálfan sjöunda. Þetta gæti þýtt tuttugu stiga hrap fyrir mig. — En hvað er framundan? — Næsta mót, sem ég tek þátt i, verður 1 Englandi i september næstkomandi — og ég vona, að þar verði þægilegt haustveður, — þá kemur mót hér heima i október, og hér ætti veðráttan ekki að koma mér á óvart! Nú, og svo verður loks mót i Hol- landi i janúar I vetur. Þar er Bilarnir færu báðar leiöir með farm, þar sem verksmiðjunýt- ingin er um 90%. 11.000 tonn af hrásykri þarf til þess að fá 10.000 tonn af hreinsuðum sykri, sem er ársneyzla is- lendinga. Við munum þvi geta notað sömu flutningatækin með hráefni og fullunna vöru. Sykur fyrir fisk? i viðtalinu við Hinrik kemur einnigfram, að nauðsynlegt sé að gera sykurkaupsamninga til langs tima vegna þess hve verð á sykri sé sveiflukennt. Vekur hann athygli á þvi, að margar þjóöir, sem selja hrá- sykur.væru án efa kaupendur að afurðum þeim, sem tslend- ingar selja. Skynsamlegt sé að stefna að þvi að kaupa sykur af þeim og greiða hann með sjávarafurðum. Þessar þjóðir framleiði kolvetni, en búi við skort á próteini. Sykurhreins- un geti þannig greitt fyrir afurðasölu okkar. Hér er um merka tillögu að ræða, sem fyllsta ástæða sýn- ist til að skoða vel. Tillögu- flutningur Þórarins Sigur- jónssonar um þetta mál á Alþingi verður vonandi til aö hreyfa málinu. —a.þ. Friðrik ólafsson. veður likt og hér á þeim tima, ég hef oft verið I Hollandi, hef allt- af kunnað vel við mig þar, og þvi hugsa ég einungis gott til þeirrar ferðar. A mótinu i Englandi munu verða sterkir menn, sem veita harða samkeppni, og það er i sjálfu sér ágætt, ég þarf á þvi að halda, vegna þess að mótið hérna heima i október, er svæðamót, sem er fyrsti liður i keppni um heimsmeistaratitil- Framhald af 15. siðu. I NEFBROTINN H.V. Reykjavik. Aðfaranótt mið- vikudagsins 16. júli síðastliðinn var nitján ára gamall piltur sleginn fyrir utan skemmtistað- inn Röðul i Reykjavik og slasaðist hann töluvert við höggið, meðal annars nefbrotnaði. Atburður þessi átti sér stað um klukkan 1.20 um nóttina og hefur þegar gefið sig fram við lögregl- VIÐ ROÐUL una maður, sem sá þegar piitur- inn var sleginn og sá ennfremur mann, sem talinn er geta verið árásarmaðurinn, hlaupa á brott. Sem fyrr segir er pilturinn tals- vert slasaður eftir árásina og eru það eindregin tilmæli rannsókn- arlögreglunnar, að þau vitni, sem kunna að hafa verið að atburði þessum, gefi sig fram við hana sem fyrst. Fyrirlestur í Norræna húsinu um íslenzka húsagerðfyrr ogsíðar 1 „opnahúsinu” fimmtudaginn 24. júli kl. 20:30 heldur Hörður Ágústsson, skólastjóri, fyrirlest- ur um islenzka húsagerö i fortlð og nútið og sýnir skuggamyndir til skýringar. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Ennfremur verður sýnd kvik- mynd um Hornstrandir. I anddyri hússins hefur verið komið fyrir ljósmyndasýningu Harðar Agústssonar um islenzka torfbæ- inn. Þessar myndir voru á farandsýningu SÚM um Norður- lönd 1974. Að venju verður Norræna húsið opið frá kl. 20-23 þetta kvöld. Bókasafnið verður opið, þó ekki til útlána. óvæntir gestir kvölds- ins verða úr „Mora ungdomsspel- manslag”, ungmenni á aldrinum 8-18 ára, sem munu skemmta áheyrendum frá kl. 20-20:30 og kl. 21:30—22:00. Kaffistofan verður opin allt kvöldið. Aðgangur að „opna kvöldinu” er ókeypis og öllum heimill. H.V. Reykjavlk. 1 gærdag varð umferðarslys á Eiðsgranda i Reykjavik, þegar sjö ára gamall drengur hljóp út á götuna, i veg fyrir Bronco bifreið, sem var á leið vestur grandann. Drengurinn mun hafa verið að koma neðan frá sjónum og hljóp hann suður yfir götuna. [□[alalalalalalaíÉiIálálalalaBlalsíalaBla HEYVINNUVÉLAR UMA-baggakastarinn er bylting í baggahirðingu UMA-baggakastarinn er tengdur á þri- tengi traktorsins og siðan er glussinn tengdur frá traktornum við slöngu er fylg- ir með lyftistrokk kastarans. Er þetta eins tenging með hraðkúplingu likt og er á sturtuvögnum. Baggakvislinni er rennt undir baggann og siðan er tekið i stjórn- stöngina á traktornum og kastast þá bagginn aftan i vagn.sem tengdur er á bita baggakastarans eða lyftukrók traktors- ins. Kastlengdin fer eftir snúningshraða vélar traktorsins Sérstakur kontrolventill er á vökvaleiðslunni til að stilla fallhraða kvislarinnar til að koma i veg fyrir að kvislin geti stungist i jörð á ósléttu landi eða hoppað og stungist i miðjan næsta bagga ef baggarnir eru mjög þéttir á teignum. Afköst baggakastarans eru um 100 baggar/min. Þótt túnið sé rakt eftir áfall eða smáskúr, þá hefur það engin áhrif á afkastagetu UMA-bagga- kastarans. Til afgreiðslu strax á kr, 115.000,- BAGGABÖND frá DUKS i ýmsum lengdum fyrirliggj- andi til afgreiðslu strax á kr. 141.500,- — 9 m traktorsknúnir. Kaupfélögin UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 lalalalalalalalalalalalslsl^lalslslslslsls

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.