Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 30. júli 1975. Höfundur þessarar greinar, Páll Pétursson, niðursuðu- og efnatæknifræðingur, starfaði á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, á árunum 1967-1974 og sá þar um gæðaeftirlit með lag- meti til útflutnings, auk tilraunastarfsemi með nýjum vörutegundum í lagmetisiðnað- inum. Hann starfar nú hjá Meitlinum h.f. I Þorlákshöfn. Ég hef fylgzt vel með lagmetis- iðnaðinum hér á landi frá árinu 1967. Ég ætla ekki i þessari stuttu grein minni að fjalla um lag- metisiðnaðinn, eins og hann hefur gengiðá undanförnum áratugum, heldur vil ég aðeins taka fyrir s.l. 3 ár eða þann tíma, sem Sölu- stofnun lagmetis (SL) hefur starfað. S.L. var stofnuð með lög- um frá 26. mai 1972. Stofnendur hennar auk islenzka rikisins voru 20 lagmetisverksmiðjur. 1 dag eru um 24 verksmiðjur meðlimir i S.L., þar af fluttu 12 verksmiðjur út lagmeti á s.l. ári. S.L. hefur 5 manna stjórn, 2 frá framleiðend- um og 3 frá rikisvaldinu. Með stofnun S.L. hafði miklu baráttumáli áhugamanna og lag metisframleiðenda verið hrint i framkvæmd. Fyrirtæki i lag- metisiðnaði höfðu bundizt sam- tökum á svipaðan hátt og hrað- frystiiðnaðurinn gerði á sinum tima. Samkvæmt lögum ber S.L. a. Að annast sölu og dreifingar- starfsemi á niðursoðnum og niðurlögðum sjávarafurðum og skipuleggja markaðsleit og markaðsöflun erlendis með upp- lýsinga-, auglýsinga-og þjónustu- starfsemi, eins og nauðsynlegt telst og fjárhagsgeta leyfir hverju sinni. b. Að hafa i samvinnu vi Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins með höndum gæðaeftirlit með framleiðslu þeirra aðila, sem meðlimir eru i S.L., i þeim til- gangi að tryggja, að sem bezt sé vandað til framleiðslunnar og hún uppfylli staölaöar kröfur. Auk þess skal S.L. vinna i samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiönað- arins að þvi að auka fjölbreytni i framleiöslu lagmetisverksmiðj- anna með leiðbeiningum um nýjar framleiðslugreinar og stefna að þvi að koma upp eigin tækniþjónustu. c. Að annast sameiginlegan inn- flutning og tryggja lagmetisverk- smiðjunum þær umbúðir, sem nauðsynlegar eru og fullnægjandi hverju sinni. 1 þvi skyni er S.L. heimilt að gerast eignaaðili i dósa- og umbúðaverksmiðju. d. Að fylgjast með og greiða fyrir öflun hráefnis til framleiðslu lag- metis. Skal stefnt að þvi, að gott hráefni sé ekki flutt úr landi óunnið, á meðan islenzkpr fisk- iðnaður býr við hráefnisskort. S.L. verður aflað tekna til starf- semi sinnar á eftirfarandi hátt: 1. Rikissjóður leggur fram óendurkræft framlag 25 milljónir króna ár hvert, fyrstu 5 starfsár- in. 2. Rikissjóði er heimilt að ábyrgjast f.h. S.L. lán, sem nem- ur allt að 100 milljónum króna. 3. Lagmetisverksmiðjur greiða S.L. sölulaun og einnig hefur hún heimild til að taka umboðslaun fyrir þær vörur, sem hún flytur inn. S.L. hefur einnig til umráða sér- stakan sjóð, þróunarsjóð lag- metisiðnaðarins. Hann fær tekjur sinar fyrstu 5 árin af útflutnings- gjöldum lagmetis og saltaðra grásleppuhrogna, sem renna beint i þennan sjóð. Þróunar- sjóður þessi hefur það verkefni að efla lagmetisiðnaöinn, auka til- raunir með nýjar vörutegundir og afla þeim markaða erlendis. S.L. tók formlega til starfa i októ- ber 1972 og eru skrifstofur hennar staðsettar að Garöastræti 37, Reykjavik, en umbúðalager er i Skeifunni 6. Reykjavik. Starf- semin fer fram á tveimur hæðum og er starfsaðstaða mjög góð, enda hefur ekkert verið þar til sparað. Starfsfólk hefur verið lengst af 13—15 manns, en hefur verið fækkað nýlega ofan i 12 manns. S.L. er skipt niður i fjórar deildir, en þær eru þessar: rekstrar-, sölu-, innkaupa- og Páll Pétursson: Hvað er að g lagmetisiðna Ég hef fengið eftirtaldar tölur úr Hagtlðindum til frekari skýringar á þessu: Arið 1970 var flutt út lagmeti: Arið 1971 var flutt út lagmeti: Árið 1972 var flutt út lagmeti: Arið 1973 var flutt út lagmeti: Ariö 1974 var flutt út lagmeti: 1231 tonn fyrir 144 mill. kr. 1136 tonn fyrir 180 mill. kr. 1362 tonn fyrir 230 mill. kr 1751 tonn fyrir 294 mill. kr 1621 tonn fyrir 491 mill. kr runum 1973—74 sá S.L. nær ngu um söluna. Útflutnings- næti er ekki hægt að bera n frá einu ári til annars, i nokkurra gengisfellinga á tlmabili. hringborðsumræðumi arfréttum” 3tbl. 1975 seeir þjöppun á sér stað, ef litið er á skiptingu sölunnar eftir markaðs- svæðum”. Lagmetisiðnaðurinn er siður en svo á hærra gæðastigi i dag, en hann var, er S.L. hóf starfsemi sina. A árunum 1971—72, en það voru siðustu árin, áður en S.L. tók Kippers, gaffalbitar, kaviar, þorskhrogn, þorsklifur, þorsk- lifrarpasta, murta, loðna, sardin- ur, rækja reykt sildarflök og kryddsíldarflök. Þessar lag- metistegundir voru fluttar til samtals 22 landa. Stærstu kaupendurnir voru eftirtalin lönd: Bandarikin, Japan, Sovét- rikin, England, Tékkóslóvakia, A-Þýzkaland, Frakkland, Spánn, Sviþjóð og Danmörk. A þessu má sjá að ekki hefur fjölbreytni framleiðslutegunda aukizt á þessum 3 árum. S.IL. hefur engin ný markaðs- lönd fundið fyrir lagmeti og það eitt út af fyrir sig er örugglega Ihugunarvert fyrir hið opinbera, tæknideild. Uppbygging starfsað- stöðunnar að Garðastræti 37 var allt of stór i.sniðum og of dýr. Nægjanlegt var að hafa aðeins eina hæð með 4—5 manns og bæta svo við starfsfólki eftir þvi sem starfsemin jókst. Hver hefur svo árangurinn orðið af starfsemi S.L. á þessum tæpum þremur ár- um? Hann hefur orðið sorglega litill þegarmiðað er við það fjármagn, sem notað hefur verið til starf- seminnar og þann fjölda starfs- fólks, sem unnið hefur hjá S.L., Hver er þá ástæðan fyrir þvi, að árangur hefur-ekki orðið betri? Ástæðurnar eru áreiðanlega margar og menn eru örugglega ekki á einu máli um það, hverjar þær séu. Ég tel aðalástæðurnar vera þó eftirfarandi: S.L. lagði höfuðáherzlu á það,að byggja upp sölukerfi erlendis, með umboösmönnum i hverju markaðslandi. Það var að sjálf- sögðu réttað byrja á þessu, en val á þessum umboðsmönnum virðist viða hafa verið illa úndirbúið, þvi að skipt hefur verið um umboðs- menn 1—2 sinnum I sumum markaðslöndum okkar á ekki lengratimabili. Sorglegasta dæm- ið um lélega umboðsmenn S.L. erlendis og jafnframt það alvar- legasta er með umboðsaðila S.L. i Bandarikjunum, sem er með mikinn hluta þess, sem þeir keyptu frá S.L. á s.l. ári óselt ennþá, en þeir keyptu fyrir sam- tals um 155 milljónir króna á ár- inu 1974. Aðallega var þetta kaviar og kippers. Kaviar hefur aðeins takmarkað geymsluþol og er þvi örugglega allur orðinn ónýtur eða ósöluhæfur vegna aldurs. Vegna þessara og fleiri mistaka erlendis verður örugg- lega erfitt að selja undir vöru- merki S.L. á nokkrum erlendum mörkuðum. Þessi tilraunastarfsemi með umboðsaðila hefur orðið okkur örugglega dýrkeypt. Hún skapað- ist m .a. af þvi, að þeir aðilar, sem séð hafa um sölumál S.L.,þekktu sáralitið inn á þá markaði sem við höfðumjþegar selt til og eins hinna, sem S.L. hefur reynt að skapa, þ.e. höfðu enda reynslu I sölumálum lagmetis. Heppilegra hefði verið i upphafi að fá erlenda sölustjóra með mikla markaðs- þekkingu á sölu lagmetis, til að skapa islenzku lagmeti markaði. Þessir aðilar hefðu svo getað kennt islenzkum sölustjórum á viðkomandi markaði. Sala á lag- meti er alls ekki auðveld erlendis, frekar en sala á öðrum matvæl- um, þar sem samkeppni er mikil. Það kostar mikla peninga og þrautreynda sölumenn, ef aug- lýsa á upp nýja vörutegund og ná einhverjum söluárangri. En hefur sala á lagmeti aukizt frá þvi, að S.L. hóf starfsemi sina? Dr. Orn Erlendsson fram- kvæmdastjóri S.L. m.a. orð- rétt: ,,Ef við litum á árangur starfs okkar, er svolitið erfitt að svara til um hann. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að er við hófum þetta starf fyrir 2 1/2 ári( var lagmetisiðnaðurinn á ákaflega lágu stigi. útflutningur var svo til enginn, nema skýrslur sýna, að svolitið var selt til Sovét- rikjanna, mjög einhliða framleiðsla og Norðurstjarnan framleiddi sildarflök fyrir Bandarikjamarkað fyrir nokkur verðmæti. Annar útflutningur var nánastekki til, jafnvel þótt yfir 20 lagmetisverksmiðjur hafi verið skráðar i landinu”. A öðrum stað segir Dr. örn ,,Um 80% heildar- útflutnings á s.l. ári kom frá 4 verksmiðjum og svipuð saman- við sölu lagmetis, þá fluttu 12—14 verksmiðjur út eftirtaldar teg- undir lagmetis: Gaffalbitar, kryddsildarflök, kippers, þorsk- hrogn, sjólax. kaviar, þorsklifur, murtu, rækju, síldarsvil, smjör- sild, loðnu, reykt sildarfl., fiski- bollur og fiskbúðing. Þetta var selt til samtals 19 landa, en stærstu kaupendurnir voru: Sovétrikin, Bandarikin, Bretland, Tékkóslóvakia, Frakkland, Austur-Þýzkaland, Japan, Sviþjóð og Finnland. Framleiðendur sáu þá flestir sjálfir um söluna af miklum van- efnum, en þó voru ávallt Isl. um- boðsaðilar, sem sáu um sölurnar til Sovétrikjanna og Austur-Evrópu. Á s.l. ári voru fluttar út eftir- taldar lagmetistegundir: Unnið að niðurlagningu siidar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.