Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.07.1975, Blaðsíða 16
Mibvikudagur 30. júli 1975. Nútíma búskapur þarfnast BJtlfER hauasuQU Guðbjörn Guöjónsson fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Öryggisráðstefna hefst í Helsinki í dag JASSER ARAFAT: ISRAEL UNDIRBYR NÝTT STRÍÐ Kínverjcr ekki við- staddir fund öryggisráð- stefnunnar Reuter/Helsinki. llaft var eftir talsmanni kinverska sendiráOsins I Helsinki i gær, að óliklegt væri aO sendiráO- iO sendi fulltrúa til aO vera viOstaddan fund öryggisráOs Evrópu, sem hefjast á i Helsinki i dag. Talsmaðurinn sagði reyndar, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um þetta mál, en bætti þvi við, að sér þætti óliklegt at full- trúi yrði sendur til ráðstefn- unnar. Kinverjar hafa farið hörðum orðum um væntan- lega fundi öryggisráðstefn- unnar, sem þeir segja vera tilraun af hálfu stórveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikjanna, til þess að grafa undan fuliveldi og sjálfstæði rikja Vest- ur-Evrópu. Sams konar boð var sent 12 öðrum sendiráðum i Helsinki sem ekki teljast til Evrópu. Kjarnorku- vopn í S-Kóreu? Hong Kong/Reuter. Norð- ur-Kóreumenn báru I gær fram ásakanir á hendur Bandarikjamönnum þess efnis, aö þeir væru að koma upp kjarnorkuvopnabúnaöi I Suður-Kóreu. Fréttastofa Norður-Kóreu sagði að Kim Poong Sup, hershöfðingi, fulltrúi Noröur Kóreu I vopnahlés- nefndinni, hefði borið þessar ásakanir fram. Sagði i fréttinni, að Kim hershöföingi liti mál þetta mjög alvarlegum augum, og kreföist hann þess, að Bandarikjamenn hyrfu á brott með öll kjarnorkuvopn og hersveitir sinar frá Suður-Kóreu. NTB/Helsingfors. Lokafundur öryggisráðstefnu Evrópu hefst I Helsingfors i Finnlandi i dag. Mun þetta vera fjölmennasti fundur þjóöarleiðtoga um langt skeið. A ráðstefnunni verður undirrit- uð sameiginleg yfirlýsing þjóðar- leiðtoganna um bætta sambúð Evrópurikja og ráðstafanir til þess að tryggja frið i álfunni. Þjóðarleiðtogar streymdu i gær til Helsingfors, meðal þeirra Gerald Ford, Bandarikjaforseti og Leonid Brjesnef, aðalritari kommúnistaflokks Sovétrikj- anna. Tók Urho Kekkonen Finn- landsforseti á móti þjóðarleiðtog- unum. Lokayfirlýsing ráðstefnunnar er viðamikið skjal sem tekið hefur langan tima að semja, 30.000 orð og skiptist hún i fjóra höfuökafla. I yfirlýsingunni er m.a.gert ráð fyrir þvi að núver- andi landamæri i Evrópu skuli haldastóbreytt, og hefur þetta at- riði valdið miklum deilum, meðal annars hafa margir áhrifamiklir bandariskir fjölmiðlar gagnrýnt Ford forseta harðlega fyrir að undirrita yfirlýsinguna, og hafa þeir sagt hann vera að ofurselja Evrópu I hendur kommúnistum með stuðningi sinum við yfir- lýsinguna. Ford hefur hins vegar lýst þvi yfir að stuðning sinn við yfir- lýsinguna, beri ekki að túlka á þennan veg. Fastaráð NATO ræðir ástandið í Tyrklandi Reuter/Ntb /Ankara. Tyrkir tóku i gær við stjórn allra bandariskra herstöðva i Tyrklandi. Tyrkneskir herforingjar mættu á öllum her- stöðvunum 26, og var öll starfsemi þar stöðvuð, eftir þvi sem hernaðar- yfirvöld i Tyrklandi sögðu. Fastaráð NATO kom saman til fundar i gær til þess að ræða yfirtöku Tyrkja á hinum bandarisku herstöðvum, eftir kröfu tyrkneska sendi- herrans i Bríissel, Ohran Aralp. Eina undantekningin, sem Tyrkir gerðu, er varðandi herstöð þá i Suðaustur-Tyrklandi, þar sem kjarnorkuvopn hafa verið geymd. Reuter/Kampala. Jasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestinuaraba, lýsti þvi yfir i gær, að Israelsriki væri nú að undirbúa sig fyrir fimmta striðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Skoraði hann á allar friðelskandi þjóðir að sameinast gegn þeirri miklu hættu, sem mannkyninu stafaði af sliku striði. Arafat, sem ávarpaði leiðtoga- fund Afrikurikja i Kampala, sagðist vera sannfærður um, að stuðningur Afrikurikja nægði til þess að koma Israelsriki úr S.Þ. Leiðtogar Afrikurikja gerðu hlé á.fundum sinum, er fréttir bárust af atburðunum I Nigeriu, en héldu siðan lokaðan fund, er Arafat hafði lokið ræðu sinni. Hin aukna spenna i Miðaustur- löndum er eitt aðalmálið á dag- skrá á leiðtogafundinum i Kampala. ísraelsmenn vilja tryggingu fyrir því að Egyptar beiti sér ekki fyrir brott- vikningu þeirra úr S.Þ. BYLTING I LAGOS GOWON STEYPT AF STÓLI Reuter/Lagos. Yakubu Gowon hershöföingja, forseta Nigeriu var velt úr valdasessi I gær I bylt- ingu, sem herinn I Lagos geröi. Gowon var þá staddur á leiðtoga- fundi Eingarsamtaka Afrikurikja I Kampala, höfuðborg Uganda. Fréttir um atburðinn heyrðust fyrst i útvarpinu i Lagos, er Namvan Garba, liðsforingi öryggissveita Gowons, lýsti þvi yfir, að hann ásamt félögum sinum hefði vikið Gowon af valdastóli. Sendimenn Nigeriu á ráðstefn- unni i Kampala flutti Gowon tiðindin, og hélt hann þá þegar til fundar við Idi Amin, Ugandafor- seta og Mobutu Sese Seko forseta Zaire á hóteli þvi, sem Gowon gistir á i Kampala. Siðustu fréttir hermdu, að Gowon væri enn i Kampala, en út- varpið I Luanda, sagði hins vegar að hann hefði haldið til ónefnds ákvörðunarstaðar. Idi Amin sagði fréttamönnum, að hann vissi, hver áform Gowons væru, en ekki vildi hann tjá sig nánar um þau. Amin bætti þvi við, að hann gæti ekki fordæmt atburðina i Lagos, og kvaðst hann vænta tilkynningar um atburðina frá hinum nýju valdhöfum i Lagos. — Ég get ekki fordæmt þessa atburði sagöi Amin. Þetta er innanrikismál systurrikis, en sem formaður Einingarsamtak- anna vænti ég tilkynningar frá hinum nýju valdhöfum. öryggisverðir frá Uganda og Nigeriu gættu hótelsins, þar sem Gowon heldur til. Garba liðsforingi er 32 ára gamall, og hlaut hann þjálfun sina sem hermaður 1 Bretlandi. Hann hefur verið yfirmaður öryggissveita þeirra, sem gætt hafa Gowons. Garba sagði að byltingin hefði verið án blóðsút- hellinga. Reuter/Jerúsalem. Greinilegt er, að Egvptar og tsraelsmenn eiga langt i land með að komast aö samkomulagi um nýja linu, sem skipta myndi áhrifasvæðum þeirra á Sinaieyöimörkinni. Eftir þvi sem áreiðanlegar fréttir I Washington hermdu, eru tsraelsmenn reiðubúnir að fara með hersveitir sinar til Giddi og Mitla, en ekki lengra. Egyptar krefjast hins vegar, að þeir fari meö allar hersveitir sinar burtu af skaganum. ísraelsmenn hafa lika krafizt þess, að Egyptar láti af þeim kröfum sinum, að tsraelsriki verði vikið úr samtökum S.Þ., aö þvi er fréttirnar i Washington hermdu. Embættismenn I Israel hafa sagt, að verði aðild Israelsrikis að Sameinuðu þjóðunum takmörkuð á einhvern hátt, muni það skaða mjög samstarf rikisins og S.Þ., þar með talið friðargæzlusveit- irnar, sem gæta um 10 km svæðis á milli viglinu ísraelsmanna og Egypta. Hernaðaryfirvöld i Israel sögðu.aðef friðargæzlusveitirnar færu frá þeim svæðum, sem þær gæta, en það mun verða innan þriggja mánaða, komi strax til styrjaldar milli tsraelsmanna og Egypta. Kaffið frá Brasilíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.