Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 171. tbl. — Fimmtudagur 31. júlí 1975 — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SÍMI (91)19460 Loðnustofninn gæti skaðazt illa ef mikið verður veitt af loðnu á næstunni BH-Reykjavik — Veiðar á þessari smáu og mögru ioönu geta vart talizt hagkvæmar, ef litið er til þeirrar fitu- og þyngdaraukning- ar, sem verður á henni þangað til á næsta sumri. Sem betur fer er árgangurinn 1974 mjög stór, þannig að hann mun tæplega biða verulegt tjón, þótt eitthvað verði veitt af honum nú. Ef hins vegar yrði um stórfelldar veiðar á hon- um að ræða á næstunni, gæti unnað orðið upp á teningnum, enda eru veiðar á ókynþroska smáfiski viðurkenndar sem ein aðalorsök slæms ástands fiski- stofna almennt. Þannig komst Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur, að orði i vibtali við Timann i gær, er við 150 íbúða hverfi í skipu- lagningu uppi á Kjalarnesi BH—Reykjavik. — Vestanvert við Bergvik, vestan við þjóðveg og sunnan við sýsluveg að Brautarholti á Kjalarnesi er bú- ið að skipuleggja ibúðarhverfi á vegum Kjalarnesshrepps. Er þar gert ráð fyrir samtals 151 ibúð, sem skiptast þannig, að 112 ibúðir eru I einbýlishúsum og 39 ibúðir i raðhúsum. Enn- fremur eru á svæðinu fyrir- hugaðar 5 lóðir fyrir léttan iðn- að ásamt leiksvæðum og Iitilli verzlun. Bjarni Þorvarðarson, oddviti Kjalarnesshrepps, tjáði blaðinu i gær, að landsvæði þetta væri i eígu hreppsins, úr landi Hofs, og yrði hér um leigulóðir að ræða. Módel af svæðinu verður til sýnis i Fólkvangi á Kjalarnesi næstu 6 vikur 4 fyrri kvöld vik- unnar kl. 8-10 e.h. og opið i fyrsta sinn i kvöld, ennfremur yrði uppdráttur af svæðinu til sýnis á skrifstofu skipulágs- stjóra i Reykjavik. leituðum álits hans á loðnu- veiðunum fyrir Norðurlandi. Kvaðst Hjálmar vilja undirstrika það, að með þessu væri hann sizt að amast við tilraunaveiðunum, en eins og kunnugt er gildir veiði- bann til 1. ágúst, en þrir bátar hafa fengið undanþágu til loðnu- veiða fyrir Norðurlandi, þeir Guðmundur RE, Eldborg GK og Arni Sigurður AK. Eldborgin hefur komið tvisvar til Siglufjarðar með loðnu, riim- lega 15 tonn i fyrra skiptið, og 550 tonn i seinna skiptið. Guðmundur RE hefur að þvi er vitað var i gær, aðeins landað einu sinni, 5-6 tonnum, en fregnir af Árna Sigurði eru á 2. siðu. — Það var nokkru stærri loðna, sem Eldborgin landaði i fyrra skiptið, sagði Hjálmar Vilhjálms- son, og reyndist fituinnihald þeirrar loðnu 10,3%. — Eins og kunnugt er hefur haffs hamlað loðnuleit hafrann- sóknaskipsins Arna Friðriksson- ar á djiípmiðum fyrir Norður- landi vestanverðu, sagði Hjálmar Vilhjálmsson að lokum, — svo að þaðer trúlegt, að fiskiskipin hafi enn ekki komizt á þær slóðir, þar sem von er á stærri og afurða- betri loðnu I veiðanlegu ástandi. BYRJAÐ A LINU FRÁ MJÓLKÁ TIL ÍSAFJARÐAR Gsal-Reykjavlk — Vestfirðingar óttuðust mjög að ekkert yrði úr framkvæmdum við Iagningu nýrrar raflinu frá Mjólkárvirkjun i Arnarfirði, áleiðis til ísaf jarðar, en þær framkvæmdir voru fyrir- hugaðar og fengizt hafði fjár- veiting að upphæð 51,3 milljónir kr. á yfirstandandi fjárlögum til verksins. Um tima var ákveðið af Rafmagnsveitum rikisins að fresta þessari framkvæmd og var ástæðan fjárhagsvandræði raf- magnsveitnanna, en á fundi stjórnar RARIK á þriðjudag var ákveðið að hefja strax þetta verk, — og er lagning linunnar nú hafin. Að sögn Sverris ólafssonar, yfirverkfræðings hjá Rafmagns- veitum rikisins verður linan lögð frá Mjólká að Gemlufalli i ár, en það er sú framkvæmd sem fjár- veiting hafði fengizt fyrir, — og kvað Sverrir stefnt að þvi að ljúka þvi verki fyrir áramót, og i siðasta lagi I byrjun næsta árs. Samkvæmt fjárlögum átti lagning linunnar frá Mjólkár- virkjun að Gemlufalli að kosta 51,3 milljónir króna, eins og að framan greinir, en sökum ýmissá verðhækkana og gengisbreytinga er talið að sú f járhæð eigi eftir að tvöfaldast áður en verkinu lýkur. Kvað Sverrir nýjustu kostnaðar- áætlun hljóða upp á 100 millj. kr. A næsta ári mun svo að öllum likindum haldið áfram þessu verki og þá mun linan verða lögð inn Breiðdal til Isafjarðar. Að sögn Sverris er heildarkostnaður við lagningu þessarar nýju raf- Hnu áætlaður 272 milljónir kr. Vestfirðingar voru að vonum óánægðir þegar þeim bárust upp- lýsingar um frestun á þessum framkvæmdum og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsti yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun og kvað hana i mótsögn við yfirlýstan vilja Alþingis og óskir og þarfir Vestfirðinga, kvaðst stjórn Fjórðungssam- bandsins vænta fullnægjandi skýringa á þessari ákvörðun, frá stjórn Rafmagnsveitnanna. Eins og áður er frá greint er lagning linunnar nú hafin og verður verkinu hraðað sem kost- ur er. Fimm heilsugæzlu- stöðvar boðnar út - á Dalvík og Kirkjubæjar klaustri, í Búðardal, Bol- ungavík og Vík í AAýrdal FERÐA Leiðarlýshig um Hringveginn Timinn hefur gefið út sér- stakt ferðablað: Ferða-Tim- iiiiii, sem er 88 siður i sama broti og Heimilis-Timinn. 1 Ferða-Timanum cru leiðarlýsingar um allt landið lisaint viðtölum við iólk um ferðalög og áningarstaði, kort af tslandi og aug- lýsingar með nytsömum upplýsingum fyrir ferðafólk. BH-Reykjavik. Verið er að ganga frá útboðslýsingum vegna fimm heilzugæzlustöðva, á Dalvik, Búðardal, Bolungavik, Kirkju- bæjarklaustri og Vlk i Mýrdal. Stærstu verkefnin, sem hafizt var handa við á liðnu ári voru heilsu- gæziustöð á Höfn I Hornafirði og Akureyri, 1. áfangi. Þetta kom fram i viðtali, sem Timinn átti I gær viö Jón Ingi- marsson, skrifstofustjóra i heil- brigðismálaráðuneytinu. Stefnt er að þvi að koma upp tvenns konar heilsugæzlu- stöðvum, svonefndum Hl, þar sem starfaöi a.m.k. eirin læknir, og H2, þar sem störfuðu a.m.k. tveir læknar. Annað starfslið væri svo ákveðið með sérstökum reglugerðum. Heilsugæzlustöðv- ar með einn lækni eöa Hl veröa i Bolungavik, Kirkjubæjarklaustri og Vik I Mýrdal, en H2 verða á Dalvik og Búðardal. A fjárlögum þessa árs er áætlað fé til þessara staða sem hér segir: Dalvik 16,8 millj., Búðardalur 10,0millj., Bolungavik 10,0 millj., Kirkjubæjarklaustur 6,9 millj., og Vik I Mýrdal 6,9 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.