Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 31. júli 1975.
Nú sleppur sá stóri ekki lenaur
A alþjóölegri sýningu i Genf,
þar sem kynntar voru nýjar
uppfinningar, var m.a. þessi
öngull, eða hvað á að kalla það,
sem kvað vera ómögulegt fyrir
nokkurn fisk að losna af, ef hann
gleypir agnið á annað borð. Þótt
þessi mynd sé skoðuð gaum-
gæfilega liggur ekki i augum
uppi i hverju hugvit uppfinn-
ingamannsins er fólgið eða
hvers vegna fiskurinn losnar
ekki af apparatinu, en sjálfsagt
er rétt með farið og ekki langt
að biða þess, að veiðimenn hætta
að segja sögurnar af þeim stóru
sem þeir misstu.
☆
Karlafæla
Söngkonan Louise O’Brien býr i
New York og syngur þar á
næturklúbbum og öðrum
skemmtistöðum. Hún er oft ein
á ferð i bil slnum á siðkvöldum
vegna atvinnu sinnar og var
orðin þreytt á sifelldu kvabbi
karlmanna, sem vildu fá að
sitja i hjá henni. Þeir voru si-
veifandi henni og héldu auðsjá-
anlega að hún væri i óskaplegu
karlmannshraki og væri að leita
sér að félaga þegar hún ók ein
um stræti stórborgarinnar. Tók
hún þá það til bragðs að klæða
brúðu upp eins og ungan og
myndarlegan mann og setti i
framsætið við hlið sér. Þá fékk
hún að aka i friði fyrir frekum
og áleitnum karlmönnum.
—■ Þessi talva vinnur verk 100
skrifstofumanna. Þú átt að vinna
i nýju deildinni þar sem 150 skrif-
stofumenn leiðrétta mistök henn-
ar.
— Ég vissi ekki að þú værir farinn
að reykja Jónatan.
— Þú með þina nizku. Til hvers er
verið að kaupa ódýra ferð á
skfðaslóðir á röngum árstima?
DENNI
DÆMALAUSI
„Tommi kyssti Stinu I dag, þeg-
ar hún leit undan.”
Er hann að verða eitthvað
verri.”