Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 31. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 83 slæm. Reykurinn var nú svo dreifður, að ógerlegt var að sjá hvert hann stefndi. Auk þess sljóvgaði reykurinn lyktarskyn hans. Hann gat ekki lengur þefað uppi reykj- arslóðina. Kyndillinn var að brenna út í röku loftinu. Nú var aðeins eftir veiklulega flöktandi skar. Síðasta úr- ræðið var gamall barnaleikur. Hann vætti vísifingur i munni sér og hélt honum fyrir sínu hvoru opinu svolitla stund. Hann fann svala goluna leika of urveikt um f ingur sinn í hægra opinu. Hann hélt því inn eftir þessari leið — ofurlítið hikandi. Stundum varð hann að troðast áfram og oft munaði minnstu að hann festist. Sífellt varð skararljósið daufara í röku loftinu. Enn einu sinni deild- ust göngin í tvennt. Rambó óskaði þess að hann væri með kaðal eða snæri til að geta rakið sig til baka ef hann villt- ist. Auðvitað, hugsaði hann með sjálfum sér. Vantar þig ekki vasaljós líka? Hvað um áttavita? Hvers vegna skreppur þú ekki í næstu ferðavörubúð og kaupir það nauðsynlegasta? Hvers vegna hætti ég ekki þessari ótímabæru fyndni? Aftur virtist golan leita inn í hægra op gangnanna. Fljótlega mundi hann ekki hvernig hann var kominn þangað sem hann var. Göngin urðu sífellt f lóknari. Eilíf- arbeygjurog krókar. Ennfleiri ranghalar. Beinagrindin var í draumkenndri og ruglingslegri fjarlægð að baki hans. Þegar hann fór að íhuga að snúa við og feta sig til baka varð honum loks Ijóst, að hann var rammvilltur og gat ekki snúið 'aftur. Raunar vildi hann ekki snúa við strax. Þetta var aðeins hugdetta. Þó hefði hann kosið að eiga þess kost ef golan hætti að vísa honum veg. Hún var tæpast merkjanleg. Hann velti þvi fyrir sér hvort hann hefði gengið fram hjá einhverri sprungunni, þar sem húnstreymdi útá ný. Hann fylltistótta. Svo gæti fariðað hann eigraði um í þessum ranghölum þar til hann létist úr hungri og máttleysi rétt eins og maðurinn, sem unnið hafði i námunni. Skelf ingin hefði heltekið hann ef hann hefði ekki heyrt suðið. I fyrstu hélt hann að þetta væru hermennirnir á hælum sér. En hvernig gætu þeir fundið hann í þessum ranghölum og rökkurdimmu? Svo greindi hann að þetta f jarlæga hljóð var rennandi vatn. Áður en hann vissi af, var hann tekinn að hraða sér í átt að þessu hljóði sem hann mátti. Loksins skynjaði hann ákveðið takmark. Hann þrengdi sér áfram milli þröngra veggjanna og staði inn í myrkrið. Skyndilega heyrði hann hljóðið ekki lengur og var aftur orðinn einn. Hann hægði á för sinni og nam loks staðar, hallaði sér upp að veggnum, vonlaus. Hann hafði alls ekki heyrt vatnsnið. Það var ímyndun ein. Þó var hljóðið svo raunverulegt. Hann trúði því ekki, að imyndunin gæri leikið svo gersamlega á sig. Hvað var þá orðið af hljóðinu? Ef það var svona raun- verulegt og sannfærandi — hvað var þá orðið af því? Allt i einu rann upp fyrir honum Ijós: Falinn gangur. Ákafi hans að komast að uppsprettu hljóðsins varð til þess, að hann gleymdi að athuga önnur op í sprungunni. Þá var að snúa við og leita. Það gerði hann og heyrði skömmu síðar hljóðið á ný. Hann fann opið. Það var falið bak við svolítið útskot. Rambo þrengdi sér þarna inn. Hann nálgaðist upptök hljóðsins, sem hækkaði stöðugt í eyrum hans. Loks var það orðið ærandi hávaði. Kyndil- Ijósið var að deyja út þegar hann kom að syllu. Þar end- aði opið. Langt fyrir neðan rann vatnsstraumurinn ið- andi gegnum holu í klettinum, rann með öskrandi hávaða inn göngin og svo á brott undir syllu. Þarna hlaut golan að leita út. Það reyndist þó rangt ályktað. Þegar hann gáði betur, sá hann að vatnið f reyddi á syllunni. Þar var ekkert op til að hleypa lofti í gegn. Þó fann hann nú greinilega fyrir golunni. Einhvers staðar nærri hlaut að vera op. Það snarkaði í daufri týru kyndilsins. Rambo leit í kringum sig örvæntingarfullur. Hann reyndi að festa sér í minni lögun syllunnar, en í því lognaðist kyndilljósið út af. Nú stóð hann í myrkrinu. En þetta myrkur var svartara og þéttara en nokkurt myrkur, sem hann hafði kynnzt. Vatnsniðurinn jók enn á kyngimögn- uð áhrif myrkursins. Hann varð að þreifa sig áfram að ýtrustu gætni. Annars gæti hann hæglega hrapað niður í vatnsf lauminn. Rambo var spenntur og órólegur. Hann beið þess að eugu sín aðlöguðust myrkrinu. En hann vandist því alls ekki. Þá varð hann óstöðugur á fótunum, hann svimaði og varð loks að skríða á f jórum fótum. Hann stef ndi að brún syllunnar, sem hann sá rétt í þann mund er Ijósið lognaðist út af. En til að þrengja sér á- fram síðasta spölinn varð hann að skríða marflatur. Grjótið var óslétt. Hann reif fötin, rispaði sig og grjótið rakst í aum rif beinin og nístandi sársaukinn æddi um lík- ama hans svo hann stundi þungt eins og dauðsært dýr. Loks öskraði hann upp yfir sig. En það var ekki aðeins vegna rif janna. Þegar hann þrengdi sér áfram i blindni að útskoti, þar sem hann gat lyft höfði, þá teygði hann f ram höndina til að klóra sig áf ram en snerti þá eitthvað þykkt og mjúkt. Svolítill dropi af votum saur féll á háls hans. Eitthvað beit hann í þumalf ingurinn og þaut upp BHum Dreki stekkur með stúlkuna frá U brennandi húsinu.fó FIMMTUDAGUR 31. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Silja Aðalsteinsdóttir les söguna „Sverrir vill ekki fara heim” eftir Olgu Wik- ström (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Tryggva Gunnarsson skip- stjóra frá Vopnafirði. Morguntónleikarkl. 11: Sin- fóniuhljómsveit Lundúna leikur Forleik eftir Georges Auric/ Boyd Neel strengja- sveitin leikur Capriol svlt- una eftir Peter Warlock/ Flladelfiu hljömsveitin leik- ur „Vocalise” op. 34 nr. 14 eftir Rachmaninoff/ Eu- gene List og Eastman-Ro- chester Sinfónluhljómsveit- in leika Pianókonsert 1 F-dúr eftir George Gersh- win. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan : ,t Rauðárdalnum’ eftir Jóhann Magnús Bjarnason. örn Eiðsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Fil- harmoniuoktettinn I Berlln leikur Oktett I F-dúr op. 166 eftir Schubert. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Mar- grét Gunnarsdóttir sér um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Sýslað I baslinu” eftir Jón frá Pálmholti. Höfund- ur les (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þættir úr jarðfræði ís- lands. Guttormur Sigbjarn- arson jarðfræðingur talar um loftslag og jökla. 20.00 Einsöngur i útvarpssal. Guðmundur Jónsson kynnir lög eftir vestur-islenzk tón- skáld: Gunnstein Eyjólfs- son og Jón Friðfinnsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.25 Framhaldsleikritið: „Aftöku frestað” eftir Michael Gilbert. Fimmti þáttur. Þýðandi: Asthildur Egilson. Leikstjóri: Gisli Aðfreðsson. Persónur og leikendur: Bridget/ Anna Kristin Arngrimsdótt- ir. Harbord/ Ævar R. Kvar- an. Tarragon/ Arni Tryggvason. Aðstoðarlög- reglustjórinn/ Róbert Arn- finnsson. Lacey yfirlög- regluþjónn/ Gunnar Eyjólfsson. Beeding/ Helgi Skúlason. Harry Gordon/ Hákon Waage. Aðrir leik- endur: Karl Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Bjarni Steingrimsson, Nina Sveinsdóttir og Bessi Bjarnason. 21.00 Pianókvartett I h-moll op. 3 eftir Mendelssohn.Eva Ander, Rudolf Ulbrick, Joacim Schindler og Ernst Ludwig Hammer leika. 21.30 Skáldkonan frá Akur- eyjum.Lúðvik Kristjánsson rithöfundur flytur erindi um Júliönu Jónsdóttur, sem gaf út ljóðabók fyrst Islenzkra kvenna. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér”. Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsáon les þýðingu sina (12). 22.35 Ungir pianósnillingar. Þrettándi þáttur: Antonio Barbosa. Halldór Haralds- son kynhir. 23.25 Fréttir I stuttu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.