Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. júli 1975. TÍMINN 11 Úmsjón: Sigmundur ó. Steinarsson- ~ Hrammur rússneska bjarnarins of þungur Rússneskir listamenn sýndu snilldarleik og yfirspiluðu fslenzka landsliðið á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og sigruðu 2:0 ,,Mig langar til að reyna eitthvað nýtt sagði Guðgeir Leifsson, sem heldur til Belgíu á mdnudaginn „Mig langar til aö reyna eitthvaö nýtt, fara utan og vikka sjóndeildarhringinn”, sagöi Guö- geir Leifsson, einn bezti knatt- spyrnumaöur islands, sem hefur nú ákveöið aö taka tilboði belgiska 1. deildarliösins Chariesroi. — „Samningurinn, sem félagiö bauö mér er mjög góöur,” sagöi Guögeir um samninginn, sem er til tveggja ára. Guðgeir hefur æft og leikiö meö Charlesroi undanfarna 10 daga og mun hann halda aftur til Belgiu á mánudaginn kemur, en 1. deildarkeppnin þar hefst seinnipartinn i ágúst. Þaö verða þvi tveir Islendingar sem leika i Belgiu næsta keppnis- timabil, Guðgeir og Asgeir Sigur- vinsson, sem hefur verið atvinnu- maður hjá Standard Liege undan- farin ár.Leikurinn gegn Rússum I gærkvöldi á Laugardalsvellinum var kveðjuleikur Guðgeirs að sinni á íslandi. — Þetta rússneska landslið er albezta lið.sem við höfum leikið á móti og það mcrkilega er, að þessir strákar höfðu ekkert fyrir þessu, sagði Guðgeir eftir leikinn I gærkvöldi. Hins vegar voru mörkin ekkert til að hrópa húrra fyrir, — og ég tel, að við höfum átt öllu hættulegri tækifæri, og með smá heppni hefðum við átt að geta skorað eitt til tvö mörk. Það var eitthvað óöryggi i is- lenzka liðinu i kvöld og við flýtt- um okkur of mikið við allt, sem við gerðum. Annars er engin skömm að tapa fyrir þessu liði, sem er áreiðanlega með betri lið- um i heiminum i dag, sagði Guðgeir að lokum. Hrammur rússneska bjarnarins var of þungur fyrir baráttuglaða islendinga á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi, en þrátt fyrir 2:0 ósigur, getur íslenzk knattspyrna samt vel við unað. Sovétríkin eiga frábært fólk í ýmsum listgreinum, svo sem ballett, listafólk, sem skarar fram úr. Sovézku knattspyrnumennirnir, sem iéku á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, voru sann- ir listamenn í sinni grein, og er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi sterkara landslið leikið hér. I fljótu bragði virtust sovézku leikmennirnir geta gert allt með knött- inn, nema látið hann tala. Sigur þeirra í gærkvöldi var þess vegna sanngjarn. Hitt er svo annað mál, að bæði mörk þeirra lyktuðu af heppni, sér i lagi fyrra markið, en þar var um sjálfs- mark að ræða, sem Jóhannes Eðvaldsson skoraði. I byrjun leiksins voru Is- lendingar sterkari og þá léku þeir að fullum krafti. Þeir fengu tvö hættuleg tækifæri strax i byrjun, sem mistókust bæði. Teitur Þóröarsonátti skalla, eftir eitt af Elmar Geirsson, Eintract Trier: — Mörkin, sem við fengum á okkur voru hálf leiðinleg, en það verður að viðurkennast, að rúss- neska landsliöið er bezta liðið, sem við höfum leikið á móti á þessu sumri, og raunar er liðið eitt það bezta sem ég hef séð um dagana. Að fá á sig tvö mörk gegn jafn sterku liði er alls engin niðurlæging, þó þvi sé hins vegar ekki að leyna, að með smá heppni hefðum við allt eins getað haldið jöfnu. Eftir gangi leiksins tel ég, að þessi úrslit séu nokkuð réttlát. Það er ekkert vafamál að Rússarnir hafa „stúderað” okkur mun meira en önnur lið, sem leik- ið hafa á móti okkur. Ég veit raunar ekki hvað ég get sagt meira, — en ég er alltént orðinn vel þreyttur i fótunum. GUÐGEIR LEIFSSON.... sést hér á fleygiferð meö knöttinn. Guögeir átti ágætan leik i gærkvöldi, en þaö var kveðjuleikur hans og síöasti leikur hans sem áhugamaöur. (Tímamynd Ró- bert). löngu innköstunum hans Guö- geirs Leifssonar, sem markvörð- ur Rússanna Prokhorov Aieksandr varði glæsilega með þvi að kasta sér niður. Stuttu siðar kom svo Guðgeirmeð annað innkast, sem skapaði mikinn darraðardans inn i vitateig Rúss- anna. Matthias Hallgrimsson tók við sendingu Guögeirs og markið blasti opið fyrir framan hann — en skalli frá honum skall I stöng- inni og knötturinn hrökk til Jó- hannesar Eövaldssonar.sem stóö aðeins hálfan metra frá marklin- unni. En áður en Jóhannesi tókst að spyrna knettinum yfir linuna, tókst rússneskum varnarmanni að bjarga. Eftir þessa kröftuglegu byrjun Islendinganna, þá fara Rússarnir að taka völdin i leiknum og sýndu þeir þá frábæran leik — þeir voru hreinir listamenn með knöttinn og yfirspiluðu íslendingana al- gjörlega. Það var hrein unun að horfa á þá leika. Þeir sóttu nær stöðugt að marki tslendinganna, en Arni Stefánsson, sem átti snilldarleik i markinu, kom i veg fyrir að þeim tækist að skora. Fyrst bjargaði hann stórglæsi- lega langskoti frá Osisnin Nikolay.sem skaut þrumuskoti af 30 metra færi. Knötturinn stefndi upp i samskeytin, en áður en hann komst þangað, þá skauzt Arni eins og köttur og sló knöttinn yfir þverslá á siðustu stundu. Arni mátti hafa sig allan við stuttu siðar, þegar bezti maður Rússanna og jafnframt vallarins Minave Aleksandr stóð i opnu færi fyrir framan islenzka markið. Aleksandrþrumaði knettinum að marki, frá vitateigspunkti — en Arnisá við honum og skutlaði sér flötum i loftinu og varði meistaralega, eins og svo oft áður i leiknum. Rússarnir héldu áfram að sækja i siðari hálfleik og þegar siðari hálfleikurinn hafði staðið I 7 minútur kom óhapp, sem gaf þeim mark. Kipiani David brunaði þá upp hægri kantinn og sendi knöttinn fyrir markið. Arni virtist öruggur með fyrirgjöfina og var á leiðinni út úr markinu til að góma knöttinn, en þá kom Jó- hannes Eðvaldsson við knöttinn, sem breytti stefnu og skauzt fram hjá Arna — og hafnaði út við stöng algjörlega óverjandi fyrir Arna. Framhald á bls. 15. MATTHIAS HALLGRIMSSON... stöng. (Timamynd Róbert). sést hér senda knöttinn að marki meö kolispyrnunni, sem hafnaöi i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.