Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.07.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. júli 1975. TÍMINN 9 Þetta hús er á Reynimel. Fyrir áratug, eöa svo,var byggð heil hæö ofan á þetta hús og hefur vafalaust verið og er skemmtilegasta ibúöin I hús- inu. Á Melunum er fjöldi slikra húsa, sem vel þyldu eina hæö ofan á sig. Eru þvi miklir möguleikar til þess að fjölga íbúðum á þessu svæði, þar sem nægir skólar eru fyrir og önnur aðstaða, enda hverfið eitt hið eftir- sóttasta i borginni. Það yrði án efa sjónarsviptir að þessu litla fallega timburhúsi I Vesturbænum og hætt viö að litiö pláss yrði fyrir tril una hja þeim.sem byggju i stóru fjölbýlishúsi, sem reisa má á þessari rúmgóðu hornlóð Það er þvi ekki allt jafn jákvætt við að byggja innávið I borginni. íkurbora ifið? Texti og myndir: Jónas Guðmundsson um þar sem litlu þyrfti að kosta til, þótt ráðizt væri I byggingar. Nú skal það viðurkennt, að mörg eldri hverfin I Reykjavik eru mjög vinaleg og skara á vissan háttfram úr mörgu öðru, sem hér hefur verið byggt, — en við þvi er ekkert að gera, við erum landlaust fólk i höfuð borginni, og verðum þvi að nýta það sem við höfum, áður en við hefjumst handa um landakaup fyrir óheyrilegt verð. Landvinningastefna Guðmundar G. Þórarinssonar Þá er einn möguleiki enn fyrir hendi, en hann er sá að borgin fari að dæmi Hollendinga og stækki land sitt i sjó sæki það i greipar Ægis, eins og svo margt og má þar nefna stórmerka til- lögu Guðmundar G. Þörarins- sonar á alþingi i vetur, þar sem hann leggur til að dælt verði upp nýjum flugvelli I Skerja- firði. Við þessa framkvæmd ynnist mikið landrými fyrir Reykjavik, það er flugvallar- svæðið i Vatnsmýrinni, þar sem reisa mætti fjölmenn Ibúða- hverfi. Svipaðir möguleikar gætu verið fyrir hendi á haf- svæðinu milli Akureyjar, eða vestur af örfirisey og Granda- garði Við höfum þannig ýmsa möguleika til þess að nýta betur það sem við höfum. Ég er ekki svo fróður um borgarmálefni að ég viti hvort þau mál, sem hér er tæpt á, hafi hlotið einhverja meðferð hjá borgarstjórn, en allavega væri ástæða til þess að fela einhverri af stofnunum borgarinnar, eða einhverjum ákveðnum aðila „landnámsstjóra”-starf, þar sem unnið væri að að draga saman staðreyndir um gamla bæinn i Reykjavik nýtingu borg- arlandsins og hugsanlega land- vinninga. Dregið úr þrýstingi Þá vaknar sú spurning, hver væri ávinningurinn? Hann er margs konar. Þótt vafalaust yrði að verja fé til lóðakaupa, þá eru það hreinir smámunir hjá þvi sem það kost- ar að brjóta land, sem keypt er fyrir stórar summur. Frjáls- lynd stefna I byggingu gamla bæjarins, myndi gera ná- grannalönd Reykjavikur verð- minni, þvi að það er ekki sama hvort borgin mætir til landa- kaupa I algjörri neyð, eða með einhverja valkosti, en eins og nú háttar vita allir að borgin „verður” að kaupa lönd og landsvæði, ef hún ætlar að gegna hlutverki sinu og mæta auknum fólksfjölda. Stofnanir, eins og skólar myndu nýtast betur og minna fé þyrfti að leggja til skólabygg- inga og alls konar húsnæðis, þar á meðal verzlunarhúsnæðis, sem til er, en verður ekki notað vegna fámennis, yrði aftur að- bært Allt þetta virðist augljós- lega vera til framdráttar fyrir höfuðborgina. Þrátt fyrir allt er enn byggt......... En þrátt fyrir allt er enn byggt i gamla bænum. Timinn heimsótti þessa byggingar- staði og fór i smá ferðalag um borgina i leit að liklegum svæð- um undir fjölbýlishús. Hending réði hvaða staðir urðu fyrir val- inu og staðirnir eru ekki valdir með „annarleg sjónarmið”, heldur til stuðnings þeim hug- myndum, sem hér hafa verið litillega ræddar. Þetta fallega hús var reist á horni Sólvallagötu og Bræðraborgarstigs. Þarna var fyrir litið timburhús, sem Gisli forstjóri Raforku átti og bjó í fyrr á árum. TiIIit hefur verið tekið til næstu húsa og fellur hin nýja bygging vel að umhverfi og er til sóma. Hugsanlega mó nýta borgarlandið stórum betur með aðgerðum og frjólslyndi hjá byggingayfirvöldum r m jpí^i ... Verkamannabústaðirnir við Hringbraut. Um tima mun það hafa komið til oröa að reisa eina hæö ofan á þessihús, en fremur rúmt er um þau. Ekki varð af framkvæmdum. Þaðmun hafa veriö Byggingafélag alþýðu, sem reisti húsin. Ef til vill mætti finna leið til þess að framkvæma stækkun húsanna, þannig að nýjar ibúðir fengjust. Þetta er sem sé möguleiki. Hornið á Seljavegi og Vesturgötu. Stórhýsi gnæfa yfir gamlan steinbæ. Einhvern tfma siöar mun verða byggt i þetta skarð og bætast þá við fjölmargar Ibúöir. Gott dæmi um þann hrærigraut.sem sum borgarhverfin eru. Gamall fallegur bær frá skútutimunum i sólarskugga frá fjölbýlishúsi. Nýlega hefur veriö byggt þarna I skarð, þar sem hús Hjartar úrsmiös stóð iengi. Það færi vel á þviaðbyggja I þetta skarð við hentugleika, ef samstaöa fengistum það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.