Tíminn - 31.07.1975, Síða 2

Tíminn - 31.07.1975, Síða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 31. júli 1975. Árni Sigurður með 330 lestir af loðnu til Siglu- fjarðar BH-Reykjavik. — Siðari hluta dags i gær kom Arni Sigurður AK, með 330 lestir af loðnu til Siglu- fjarðar. Var loðna þessi fengin á sömu miðum og mjög svipuð loönu þeirri, er Eldborg GK landaði á Siglufirði i fyrradag. Arni Siguröur AK er 3. bátur- inn, sem fengið hefur undanþágu til loönuveiða fyrir Norðurlandi, eins og fram kemur i frétt annars staðar i blaðinu. Sigfinnur Sigurðsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum BH-Reykjavik. — Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur var kjörinn bæjarstjóri á fundi bæjar- stjómar Vestmannaeyja i gær- dag. Var samþykkt með 5 at- kvæðum gegn 4 að ráða Sigfinn til starfans, og standa fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins að bæjarstjóra- kjörinu og meirihluta i bæjar- stjórn. Minnihlutafulltrúarnir báru fram tillögu þess efnis að faraþessá leit við Björn Ólafsson að taka aö sér starf bæjarstjóra, en sú tillaga var felld með jöfnum atkvæðum 4:4. Eldur í stórhýsi í Njarðvík BH—Reykjavik.— Elds varð vart i stórri ibúðarblokk i Ytri-Njarð- vik um fimmleytið i gærmorgun. Slökkvilið Keflavikur kom um- svifalaust á vettvang, og var þá mikill reykur i ibúðinni, sem er á þriðju hæð hússins. Var reykur- inn fjótlega kæfður og urðu nokkrar skemmdir af völdum hans, en af eldi eða skemmdum af hans völdum kunnu menn syðra ekki að segja okkur i gær. Fljótsdalsvirkjun hagkvæmasta stórvirkjun vatnsorku til rafmagnsframleiðslu ó landinu? Gsal-Reykjavik — I Austur- landsáætlun er vikið að vatns- orku i landsfjórðungnum og segir þar, að frumrannsóknir bendi til, að á Austurlandi sé að finna einhverja mestu mögu- leika á stórvirkjun vatnsorku til rafmagnsframleiðslu, sem um er að ræða á landinu (Fljóts- dalsvirkjun). ,,Er þar um að ræða að nýta 600-700 m fallhæð til virkjunar”, segir i ritinu. Þá er greint frá þvi, að á frumstigi séu einnig rannsóknir á virkjunarmöguleikum i ám sem falla niður i firðina og nýta þar bæði mikið úrkomumagn á Austfjörðum og fallhæð og eru í þvi sambandi nefndar ár s.s. Fossá, Geithellnaá og Fjarðará. — Höfuðkostur við stór- virkjanir á Austurlandi er sá, að þær eru ekki á landskjálftasvæði og geta þvi bæði þjónað stóriðju og verið varaafl stórvirkjana á iarðskjálftasvæðum, eftir að orkuveitusvæði landsins hafa verið samtengd, segir I ritinu. AUSTFIRÐINGAR FLYTJA SIÐUR EN AÐRIR TIL REYKJAVÍKUR Gsal-Reykjavik — 1 nýútkom- inni Austurlandsáætlun er meöal annars sérstaklega vikið að fólksflutningum hér á landi, en við áætlanagerðina voru fólksflutningar rannsakaðir all- itarlega. Meginniðurstöður þessarar athugunar eru athyglisverðar. Þar kemur fram, að Reykjavik og Reykja- nes eru meginaðdráttarsvæði landsins og ná áhrif þess svæðis til allra landshluta, en áhrifa- máttur þessa svæðis dvfnar þvl fjær sem þvi dregur.Af þessum staðhæfingum leiðir, að flutningsþátttaka eykst þvl nær sem dregur Reykjanesi, tiðni fólksflutinga til Reykjanes- svæðisins lækkar með aukinni fjarlægð frá Reykjanesi, tiðni innankjördæmaflutninga eykst með aukinni fjarlægð frá Reykjanesi og nettó-tap gagn- vart Reykjanessvæðinu verður þvi nær sem dregur Reykjanesi. — Það er augljóst, en skal þó engu að sfður tekið fram, að hér er ekki um neinar ófrávikjan- legar reglur eða lögmál að ræða, heldur megintilhneigingu. Viss svæði hljóta alltaf að vera undantekningar, þar sem aðrir sterkari áhrifaþættir eru ráðandi. Svo er t.d. um Vest- firði, þar sem hlutfallslega hár nettó-brottflutningur hefur verið um langan tíma. I athugunum kom fram, að á Suðurlandi og Vesturlandi er til- hneigingin til Reykjanesflutn- inganna mest, en siður áberandi i þeim kjördæmum, sem fjær eru Reykjanesi. Þá kom og i ljós að minnstu fólksflutningar til Reykjanessvæðisins eru á Austurlandi og Norðurlandi eystra. Nánar segir frá Ausfurlands- áætluninni í blaðinu á morgun ÍOfíííH IF Forsetahjónin héldu áleiðis til Vesturheims meö Loftleiðaflugvél frá Keflavlkurflugvelli kl. 16.45 I gærdag. Þessi mynd er tekin, er handhafar forsetavalds kvöddu forsetahjónin við brottför. Tlmamynd: Gunnar. Nemendur og kennarar úr Fiskvinnsluskólanum í námsför til Rússlands BII-Reykjavik. — Hópur nem- enda og kennara Fisk vinnsluskól- ans leggur iand undir fót i næstu viku og heldur til Sovétríkjanna i hálfsmánaðar ferðalag til að kynna sér fiskvinnsiumál á tveim stöðum,Leningrad og Murmansk. Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn fékk hjá skólastjóranum, Sigurði B. Haraldssyni, tekur um helmingur nemenda skólans þátt i þcssari ferð og fastakennarar skólans auk tveggja lausráðinna. Fararkostnaður greiðist þann- ig, að nemendur unnu að þvi seinni hluta vetrar að verka fisk, sem þeir seldu og höfðu góða þén- ustu af, sem varið er til ferðar- innar. Auk þess fá þeir styrk úr h iskimálasjóði, og það sem enn vantar upp á, greiða nemendur úr eigin vasa. Sigurður B. Haraldsson, skóla- stjóri Fiskvinnsluskólans, tjáði Timanum, að lagt yrði af stað föstudaginn 8. ágúst, og yrði fyrst haldið til Leningrad, þar sem skoðuð yrði sjávarútvegssýning, en þaðan færi hópurinn til Mur- mansk til þess að kynna sér fisk- vinnslu á þeim stað. Kvað Sigurður góðar vonir til þess að förin mætti verða nem- endum skólans til gagns og ánægju, en Fiskvinnsluskólinn hefur nú starfað i fjögur ár og hefur útskrifað 2 hópa, að loknu þriggja ára námi, en margir nemendur stunda nú framhalds- nám við skólann. Nemendur Fiskvinnsluskólans eru nú 55 talsins, og eru þrir fast- ráðnir kennarar við skólann og 10-15 lausakennarar. Fisk- vinnsluskólinn er til húsa að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði, en verklegt nám stunda nemendur hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Laxá i Leirársveit — Hérna eru komnir 650-60 laxar á land, sagði Sigurður bóndi Sigurðsson i Stóra-Lamb- haga, þegar Veiðihornið hafði samband við hann i gær. Þetta er fallegur lax og hefur verið vænn, sérstaklega framan af. Stærsti laxinn hingað til mun vera 19,5 pund. Við inntum Sigurð eftir ásókn i veiöileyfi og kvað hann allt hafa verið selt fyrirfram, þannig að erfitt myndi að fá veiöileyfi nú orðið i ánni. — En á hitt má benda, sagði Siguröur að í Svinadalsvötnun- um þrem hefur bara verið góð laxveiöi, og má sérstaklega nefna til Eyrarvatnið. Veiðileyfi I þeim eru seld i skálanum i Ferstiklu, og ég vil benda þeim, sem ekki hafa fengið veiðileyfi, á þann möguleika. Norðurá Héðan er allt ágætt að frétta, sagði Pétur Kristjánsson, i veiðiskálanum viö Norðurá, þegar Veiðihornið talaði við hann I gær. — Frá 1. júli eru komnir 754laxar á land, og mik- ill fiskur er I ánni, enginn vafi á þvi. Stærsti laxinn, sem hingað til hefur veiðzt er 19 pund. Silungsveiði á vegum Æskulýðsráðs. Ungir Reykvikingar hafa stundað silungsveiði af þó tals- verðum áhuga á þessu sumri, og á vegum Æskulýðsráðs hafa þeir sótt aðallega á þrjá staði: Elliðavatn, Úlfljótsvatn og Hafravatn. Veiðihornið hafði samband við Æskulýðsráð i gær, og fékk þær upplýsingar, að veiði hefði verið misgóð á þessum stöðum, en þátttaka góð. 1 Elliðavatni hefur veiði verið þó nokkur, en upplýsingar litlar, þvi að unglingarnir fá sln veiði- leyfi og fara siðan á staðinn og heim aftur án þess að frekari fregnir fáist af aflabrögðum. Hópferðir hafa verið farnar þangað og þá hefur veiði yfir- leitt verið sæmileg. I Úlfljótsvatni hafa veiði- klæmar fengið allt upp i 12-14 silunga. t Hafravatn verður farið i dag, en þar hefur veiði verið treg, sumir hafa þó fengið 4 silunga I ferð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.