Tíminn - 31.07.1975, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 31. jiili 1975.
Þarna er verið að byggja við gamalt steinhús við Oldugötuna. Arkitektinn og eigandi hússins hafa
greinilega verið sammála um að varðveita „togarastílinn” á húsinu og fylgja hinum upphaflegu mark-
miðum, þannig að viðbyggingin mun ekki skera sig frá gamla húsinu, heldurfalla aðþvi.
Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt hefur reist þetta glæsilega hús á lóð,
sem staðið hafði óbyggt alla tíð. Húsið er ekki einasta glæsilegt, heldur
fer vel við umhverfið og þegar er byrjað að fullgera garðinn, þannig aö
það verður strax orðið til prýði fyrir þetta hverfi. Fleiri ónotaðar lóðir
Ef allrar nákvæmni er gætt, þá vantar þarna tvær hæðir á hús i Vestur
borginni. Stækkunarmöguleikarnir eru a.m.k. augljósir.
Framnesvegur 50. Þetta litla steinhús hefur nú verið stækkað. Stigi
færður i nýreist stigahús, var áður i eldhúsinu. Húsið stækkað að
grunnfleti og risið hækkar um einn metra, en baka til er þvf lyft i fulla
hæð. Sigurjón Magnússon, byggingameistari annast verkið.
Sigurjón Magnússon, byggingameistari annast framkvæmdir á Fram-
nesvegi 50. Hann sagði, að húsið gæfi i engu eftir nýjum húsum, þegar
endursmiðinni væri lokið. Það er nær að leyfa svona, en vera að kasta
hundruöum milljóna I að kaupa lóðir og lönd I öörum sveitarfélögum.
Ilann kvað það hafa veriö auðsótt mál fyrir eigandann að fá leyfi til
stækkunar hússins.
eru á Bergstaðastræti.
Getur Reykjav
stækkað inná
ÞAÐ er staðreynd, að bygging-
arland i eigu Reykjavikurborg-
ar er að verða fullnýtt. Að visu
er hugsanlegt að borgin kaupi
t.d. Blikastaði og hefur bóndinn
þar greint frá þvi að borgar-
stjórinn I Reykjavik hafi þegar
óformlega rætt þann möguleika
að borgin kaupi téða jörð og
telja kunnugir að kaupverðiö sé
meira en einn milljarður króna,
þótt opinberlega hafi ekki verið
sett fram ákveðið kaup- eða
sölutilboð i Blikastaði.
Hitt er svo annað mál að þvi
fer viðs fjarri að landnýting
t.d. I gamla bænum sé nægjan-
lega mikil. Vlða standa smáhýsi
á ágætum lóðum, þar sem reisa
mætti fjölda ibúða og auðar lóð-
ir eru margar, þar sem aðeins
þarf að grafa fyrir húsi. Sumar
þessar lóðir hafa staðið óhreyfð-
ar áratugum saman, meðan
borgin stendur frammi fyrir
auknum vanda sökum landleys-
is.
Fram til þessa virðist hafa
rikt fremur íhaldssöm stefna
hjá bygginganefnd borgarinnar
og hjá borgarráði og borgar-
stjörn um byggingar I gömlu
hverfunum. Mönnum er iðulega
synjað um byggingarleyfi, eða
settar eru fram kvaðir, svo sem
um húsastærðir og fl. sem gera
nýbyggingu óhagstæðari en
vera þyrfti. Hæðafjöldi, blla-
stæði og fl. sem auðvitað á full-
an rétt á sér innan vissra marka
a.m.k. •
Tveir möguleikar
Það er enginn efi á því að I
sumum bæjarhverfum a.m.k.
þyrfti ekki að gera stórvægileg-
ar breytingar á holræsa-, vatns-
eða hitaveitukerfi þótt Ibúa-
fjöldinn yrði aukinn verulega
frá þvl sem nú er og skólar I
gömlu hverfunum eru nægir.
Það er þvi I rauninni allt að
vinna fyrir borgina að byggt sé
á sem alflestum stöðum í gamla
bænum og kemur þá tvennt til
greina, rýmkuð verði ákvæói
um hæð húsa og frjálslegar
verði farið með úthlutun leyfa
til að hækka húsin, sem fyrir
eru. Hin leiðin.er sú, að reynt
verði með öllum ráðum að
byggja á auðum lóðum, jafnvel
settar reglur um hvers konar
byggingaskyldu. Ennfremur
mætti með opinberum aðgerð-
um reyna að auðvelda sam-
einingu lóða, þannig að unnt
væri að byggja stórhýsi, eða
reisa hús af hagkvæmari stærð
með fjölda ibúða. Þetta gefur
góða raun. Má t.d. nefna hús
Búnaðarbankans við Hlemm
þar sem nokkrar lóðir voru
keyptar og sameinaðar i eina,
svo unnt var að reisa banka-
húsið án þrengsla og með næg-
um (?) bifreiðastæðum.
Borgin verður að verja hundr-
uðum milljóna á ári til verk-
legra framkvæmda, gatna- hol-
ræsa- hitaveitu- og vatnsveitu-
kerfa, ennfremur til lóðakaupa,
sbr. Fifuhvamms'landið, og
verður ekki séð að unnt hafi
verið að anna eftirspurninni um
lóðir undir nýbyggingar. A
sama tima mætti reisa hundruð
húsa (ibúða) í gömlu hverfun-
Þetta litla hús stendur innilokað, annars vegar af járnverkstæöum Héöins og gömlu fjölbýlishúsi
Reykjavlkurborgar. Hinum megin við Vesturgötuna eru Selbúðirnar, sem voru vistarverur fátækra um
áratuga skeið. A þessu svæði mætti nvta verðmætt bveeincarland. sem nú er ónotað að mestu leyti.
Gamalt hús viö Sólvallagötu. Þaö er ekki lengur búiö I þessu húsi og einhver sagði okkur, aö bráölega
yrði reist þarna nýtt steinhús. Fyllist þá í þetta skarö og fleiri fbúðir bætast viö I skemmtilegu borgar-
hverfi.