Tíminn - 31.07.1975, Síða 16

Tíminn - 31.07.1975, Síða 16
Fimmtudagur 31. júli 1975. Nútíma búskapur þarfnast BAlfER haugsugu Gudbjörn Guðjónsson fyrir f/óéan nutl $ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Öryggisrdðstefna Evrópu: MIKIÐ UM EINKAVIÐRÆÐUR ÞJÓÐARLEIÐTOGANNA Reuter/Ntb. öryggisráöstefna Evrópu var sett i Helsinki i gær. Setningarathöfninni seinkaöi um 10 mínútur vegna einkafundar Fords Bandarikjaforseta og Brjesnefs leiötoga sovézka kommúnistaflokksins. Ford og Brjesnef ræddu aðal- lega um afvopnunarmál. Munu þeir aftur ræðast við á laugardag- inn. Svo virðist sem einkavið- ræður þjóðarleiðtoganna ætli að skyggja á störf sjálfrar ráðstefn- unnar. Wilson, forsætisráðherra Breta, var fyrstur á mælendaskrá Carvalho ráðherraíPortúgalsstjórn: Tr-yggjum framgang byltingarirmar ráðstefnunnar. Lagði hann mesta áherzlu á mannréttindakaflann i yfirlýsingu þeirri sem þjóðarleið- togarnir koma til með að undir- rita i lok ráðstefnunnar. ' Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, var þriðji á mælenda- skrá. Er greint frá ræðu hans i heild á öðrum stað i blaðinu. Ástandið í Tyrklandi veikir varnarmdtt Nato — segir Schlesinger Reuter/Washington. Haft var eftir James Schlesinger, varnar- málaráöherra Bandarikjanna, aö likur væru á þvi, aö Bandarfkja- menn misstu fyrir fullt og allt hernaöaraöstööu þá, sem þeir hafa haft i Tyrklandi, en sem kunnugt er af fréttum hafa Tyrkir nú tek- iö viö yfirstjórn allra bandariskra herstööva I Tyrklandi. Sagði Schlesinger, að neitun Bandarikjaþings um að aflétta vopnasölubanninu á Tyrklandi og aðgerðir Tyrkja i skjóli þessar- ar ákvörðunar þingsins, hefðu orðið til þess að veikja verulega varnarmátt NATO. Schlesinger kvaðst binda vonir við væntanlegar viðræður Tyrkja og Bandarikjamanna um þetta mál. Tyrkir vita, sagði Schlesinger, að það er hvorki i þágu þeirra sjálfra, Bandarilijanna né NATO, að slikt ófremdarástand, sem nú rikir i sambúð land- anna, haldi áfram. GOWON STYÐUR NYJU VALDHAFANA í NÍGERÍU Reuter /NTB/Lissabon. Otelo Saraiva De Carvalho, hershöfð- ingi, einn hinna þriggja ráðherra i stjórn Portúgals, lýsti þvi yfir i gær að rikisstjórnin kynni að beita vopnavaldi og fjöldahand- tökum i þvi skyni að tryggja stjórnmálaástandið i landinu. Carvalho hershöfðingi, sem er jafnframt yfirmaður öryggis- sveita landsins, sagði að það hefði sýnt sig að ekki væri hægt að koma á sósialiskri byltingu á frið- samlegan hátt. Sagði hann herinn við þvi búinn að gripa til vopna til þess að tryggja að framgangur byltingarinnar yrði með „eðlileg- um hætti”. Carvalho kvað Mario Soares leiðtoga Sósialistaflokksins mesta óvin byltingaraflanna og kvað hann ekki útilokað að herinn sendi Soares i útlegð, en sem kunnugt er sneri Soares aftúr til Portúgals i fyrra, er rikisstjórn Caetanos var steypt af stóli. Búizt er við, að Carvalho verði aðstoðarforsætisráðherra i hinni nýju rikisstjórn, sem Vasco Con- calves myndar innan tiðar. Hið 30 manna byltingarráð hersins I Portúgal hélt fund I gær og var á fundinum fjallað um hina væntanlegu rikisstjórn Con- calves. Er gert ráð fyrir þvi, að i hinni nýju rikisstjórn eigi sæti fulltrúar hersins, kommúnista og óflokksbundinna marxista. Reuter/NTB/Lagos. Muritala Mohamed, hershöfðingi, hinn nýi leiðtogi stjórnarinnar i Nigeriu, styrkti mjög stööu sina i gær, er ljóst var, að allar deildir hersins í Nigeriu samþykktu breytingar þær, sem geröar voru á stjórn landsins. Jafnframt lýsti Jakubu Gowon fyrrum forseti landsins, sem steypt var af valdastóli i fyrradag þvi yfir, að hann styddi hina nýju rikisstjórn og óskaði eftir þvi að fá að starfa með henni og það án allra skilyrða af sinni hálfu. Ég votta landi minu, þjóð minni og hinni nýju rikisstjórn i Nigeriu hollustu mina, sagði Gowon i við- tali við blaðamenn i Kampala i gær. Fréttaskýrendur telja, að með þessu eigi Gowon við að hann óski þess að fá að snúa aftur til Nige- riu sem óbreyttur borgari. Hvatti hann ibúa Nigeriu eindregið til þess að styðja hina nýju rikis- stjórn. Óstaðfestar fréttir i gær hermdu, að Gowon hefði haft grunsemdir um að honum yrði steypt af stóli meðan á Kampala- fundinum stæði, áður en hanri nélt frá Lagos til Kampala. Var enn- fremur sagt, að hann hefði ákveð- ið að gera engar ráðstafanir til þess að tryggja sig i sessi, þar sem hann hefði óttazt að slikt myndi einungis leiða til þess að nýtt borgarastrið hæfist i Nigeriu. Lif virðist vera að færast i eðli- legthorf i Nigeriu, þvi að siðdegis i gær var vinna hafin á öllum vinnustöðum. Hins vegar var öflugur hervörður um allar helztu opinberu byggingar. Talsima- sambandi við útlönd var aftur komið á eftir að það hafði legið niðri um tólf klukkustundir. Flugvöllum og landamæra- stöðvum var lokað, þegar byltingin var gerð á þriðjudaginn, og var svo enn i gær. Dr. Ali Trieki, aðstoðarutan- rikisráðherra Libiu, lýsti þvi yfir i gær, að Libiustjórn hefði ákveð- ið að lýsa yfir stuðningi við hina nýju rikisstjo'rn i Nigeriu og hefði valdhöfum þar verið send til- kynning þess efnis. Tefla Fischer og Karpov? ODYRAR Karpov Reuter/Manila. Talsmaöur Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, sagöi s.l. miðvikudag aö ekki væri útilokaö aö Anatoly Karpov, heimsmeistari i skák, og Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari, leiddu saman hesta sina i skák- einvigi. Við erum að reyna að leggja drög að umræðugrundvelli fyrir meistarana tvo, sagði Florencio Campomanes, einn af varaforset- um FIDE I sjónvarpsviðtali. Kvaðst hann vona að meistararn- ir tveir gætu komið sér saman um væntanlegar leikreglur i keppni þeirra. Campomanes kvaðst telja likur á þvi, að Karpov vildi tefla við Fischer, ef meistararnir gætu komið sér saman um leikreglur. Aðspurður kvað hann liklegt, að sovézka skáksambandið yrði ekki hrifið af keppni sem þessari, en Spánarferðir Fischer það gæti alls ekki komið fyrir hana. i veg KHFFIÐ ffrá Brasiliu SMYGLARAR HANDTEKNIR í MOSKVU Reuter/Moskv u . Fjórir Hollendingar og tveir Vestur- Þjóövcrjar voru handteknir i Moskvu I sl. viku, þegar upp komst aö þeir höfðu i fórum sin- um um 60 kiló af hassi, og er fréttin höfö eftir erlendum sendiráðsstarfsmönnum i Moskvu. Starfsmenn sendiráðs Vestur- Þýzkalands og Hollands i Moskvu staðfestu að mennirnir sex væru nú i gæzluvarðhaldi. Til Moskvu komu þeir frá Pakistan og voru á leið til Evrópu. Sendiráðsstarfsmennirnir gátu ekki upplýst nákvæmlega, hverjar sakir væru bornar á hendur sexmenningunum og utanrikisráðuneytið i Moskvu neitaöi að tjá sig frekar um málið. Samkvæmt sovézkum lögum liggur þriggja til tiu ára fangelsisvist við þvi, að hafa deyfilyf ólöglega undir höndum. BENIDORM ALICANTE msm MALAGA ALMERIA Bemdorm Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11 255 og 12940

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.