Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 16
Miðað við yfirlýsingar Auðuns Georgs Ólafssonar í blöðum í gær er ljóst að hann mun taka við sem fréttastjóri útvarps í dag, 1. apríl. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við þá ákvörðun hans, maðurinn sótti um stöðu og fékk hana og nú er komið að fyrsta vinnudeginum. Engu að síður höfðu margir bundið vonir við að Auðun sjálfur stigi fram og hyggi á þann hnút sem myndast hefur í starfsemi RÚV og þá sér- staklega fréttastofu Útvarps – jafn- vel þótt ekki sé með sanngirni hægt að segja að hann beri neina ábyrgð á þeim vanda sem þar er upp kom- inn. Hann er augljóslega peð í þessu tafli. Vissulega hefði það skapað eitthvert svigrúm ef Auðun hefði ekki tekið starfið, en því fer þó fjarri þegar betur er að gáð að einhver lausn fælist í slíku. Vand- inn vegna fréttastjóramálsins hjá RÚV er orðinn meiri og djúpstæð- ari en svo að hann sé bundinn við þessa einstöku ráðningu. Trúnaðar- brestur er kominn upp milli mikils þorra starfsfólks og yfirstjórnar og trúverðugleiki stofnunarinnar sem fréttamiðils hefur minnkað. Þar skiptir ekki bara máli að sérkenni- leg sjónarmið ráði við ráðningu yfirmanna og að yfirstjórn stofn- unarinnar komi síðan fram í Ríkis- sjónvarpinu og verji ráðningar- sjónarmið sín með að gera lítið úr sínum eigin virtustu fréttamönn- um. Varnarbarátta fréttamannanna sjálfra hefur dregið þá inn í hring- iðu umræðunnar og gert þá að þátt- takendum og viðfangi frétta sem þeir síðan segja sjálfir. Slíka stöðu hafa fréttamenn RÚV jafnan reynt að forðast, en stíga nú fram vegna þess að aðgerðaleysi myndi rýra traust til þeirra enn meira. Vinnudagurinn í dag, 1. apríl, á fréttastofu Útvarps á ugglaust eftir að verða skrautlegur. Frétta- menn geta ekki bakkað með yfir- lýsingar sínar um að vinna ekki með nýjum fréttastjóra og hinn nýi fréttastjóri virðist ekki ætla að bakka heldur. Ótrúlegt er að frétta- menn grípi til þess ráðs að tak- marka fréttaútsendingar, að minnsta kosti svo neinu nemi enda ekki hefð hér fyrir „flauelsbylting- um“ líkt og í Tékklandi. Sjónvarps- menn í Prag fóru sem kunnugt er í setuverkfall vegna pólitískrar ráðningar í ársbyrjun 2001 undir slagorðinu „Sjónvarp fyrir fólk en ekki flokka!“ Hundrað þúsund manns söfnuðust þá saman á Wenceslastorgi og studdu sjón- varpsmenn. Hér heima er hins veg- ar líklegra að Spaugstofuútgáfan verði ofan á – að nýr fréttastjóri muni ekki stýra nokkrum sköpuð- um hlut og allra síst því sem hann vill stýra. Eflaust á hann eftir að kynnast því að fréttastjórn á alvöru fréttastofu byggir ekki á lóðréttu boðvaldi yfirmanns yfir undir- mönnum – þar gilda sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæð dóm- greind fréttamannanna. Sá sem ekki er velkominn leiðtogi í slíkt teymi mun einfaldlega dingla í frígír á einhverju hliðarspori. Það óvenjulega við þessa stöðu alla er að engin skynsamleg rök eru fyrir því að keyra mál Ríkisút- varpsins inn í þennan farveg. Í það minnsta ef menn gefa sér að það sé ekki beinlínis ætlun yfirvalda og yfirstjórnar RÚV að skemma stofnunina og rýra hana tiltrú al- mennings. Miðað við nýlegt frum- varp um RÚV þá er það nú varla hugmyndin. Fáum hefur því reynst auðvelt að finna skynsamleg mark- mið með þessari stefnu gagnvart fréttastofu Útvarps. Í greinarstúf eftir Margréti Indriðadóttur, fyrr- um fréttastjóra Útvarps, í Morgun- blaðinu í gær koma fram áhuga- verðar vísbendingar. Margrét greinir frá því að Ívar Guðmunds- son, sá sem sótti um fréttastjóra- stöðu Útvarps og fékk hana 1968, hafi sagt sér í einkasamtölum að hann hafi talið að sameina ætti fréttastofur Útvarps og Sjónvarps, og sú sameining hafi vakið áhuga hans. Eftir að mótmæli starfs- manna gegn pólitískri ráðningu Ívars komu fram, en þó sérstaklega þegar Ívar fékk upplýsingar um að ekki myndi farið út í sameiningu fréttastofa, taldi hann starfið ekki lengur eins áhugavert og upphaf- lega hafði verið gert ráð fyrir. Hann þáði því ekki stöðuna. Nú vill svo til að tillaga kom fram í vetur frá Boga Ágústssyni um að sam- eina fréttastofur Útvarps og Sjón- varps og fékk hún sem betur fer hvorki hljómgrunn hjá fréttamönn- um né útvarpsráði, enda megum við varla við því að fækka sjálf- stæðum fréttastofum. Óneitanlega hefur leitin að skýringu á fram- gangi yfirstjórnar RÚV gagnvart fréttastofu Útvarps oftar en ekki einmitt endað í þessari hugmynd – að verið sé að búa til ástand þar sem það yrði skásti valkosturinn að leggja fréttastofu Útvarps niður í núverandi mynd og sameina hana fréttastofu Sjónvarps. Verið sé framkvæma það sem ekki var gert 1968! Í því sambandi rifjast enn upp það sem Karl Marx hafði eftir Hegel á sínum tíma, um endurtekn- ingar í mannkynssögunni: Fyrst koma sögulegir atburðir fyrir sem harmleikir, en í síðara skiptið sem farsi. Hvort sem nú verður um endurtekningu að ræða eða ekki, þá er alla vega ljóst að við erum að verða vitni að sögulegum farsa. ■ M ikið óskaplega er sorglega komið fyrir Ríkisútvarp-inu. Í gær samþykktu 93,2 prósent starfsmannastofnunarinnar vantraust á útvarpsstjóra sinn, Markús Örn Antonsson, út af ráðningu á manni sem hyggst hefja þar störf í dag, þrátt fyrir að morgunljóst sé að hann er alls ekki velkominn í húsið. Af hverju er svona komið? Ábyrgðin hlýtur fyrst og fremst að liggja hjá Sjálfstæðis- flokknum sem hefur farið með ráðuneyti menntamála, sem Ríkisútvarpið heyrir undir, síðastliðin fjórtán ár. Nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem mennta- málaráðherra kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Mætti ætla að á þeim langa tíma hefði gefist rúmt tækifæri til þess að skapa sátt um umfang og rekstur Ríkisútvarpsins sem þorri þjóðarinnar hefur viljað viðhalda með einhverjum hætti. En því er aldeilis ekki að heilsa. Þvert á móti hefur grímulaus eiginhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins grafið svo undan stofnuninni að 178 starfsmenn hennar samþykktu í gær ályktun þar sem var sagt að meirihluti útvarpsráðs, skipaður fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hefði ásamt útvarpsstjóra sett fram „falsrök, ýkjur og skrök“ til að réttlæta ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu frétta- stjóra útvarps. Og í síðustu viku töldu fréttamenn ástæðu til að birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðum sem sagði nánast beinum orðum að fréttum fréttastofunnar yrði ekki treystandi ef Auðun tæki við stjórn hennar. Þetta er auðvitað skelfileg staða en mun þó örugglega versna til muna þegar nýi fréttastjórinn stimplar sig inn í fyrsta skipti í dag. Við skulum ekki gleyma því að embætti útvarpsstjóra hefur ekki einu sinni heldur tvisvar á valdatíma Sjálfstæðis- flokksins í menntamálaráðuneytinu verið notað til að leysa innanbúðarvandræði flokksins og kemur Markús Örn Ant- onsson við sögu í bæði skiptin. Fyrst þegar hann var sóttur í Ríkisútvarpið sumarið 1991, þegar þurfti að leysa for- ingjakrísu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stóli borgarstjóra til annarra starfa, og aftur þegar hann var sendur til baka upp í útvarp tæpum þremur árum síðar en þá var orðið fullreynt að hann var ekki framtíðarfyrirliði borgarstjórnarflokksins. Það er því ekkert skrítið að 93,2 prósent starfsmanna Ríkisútvarpsins spyrji í ályktun sinni hvort Markús Örn „hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi“ þegar hann kýs að halda ráðningu fréttastjóra til streitu. Auðvitað hefur hann þá ekki. Hann hefur hagsmuni þeirra sem settu hann í starfið að leiðarljósi og þar með hagsmuni síns sjálfs. ■ 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli. Á ábyrgð Sjálf- stæðisflokksins FRÁ DEGI TIL DAGS Við skulum ekki gleyma því að embætti útvarps- stjóra hefur ekki einu sinni heldur tvisvar á valda- tíma Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu verið notað til að leysa innanbúðarvandræði flokksins og kemur Markús Örn Antonsson við sögu í bæði skiptin. ,, Í DAG FRÉTTASTJÓRI HEFUR STÖRF BIRGIR GUÐMUNDSSON Eflaust á Auðun Georg eftir að kynn- ast því að fréttastjórn á al- vöru fréttastofu byggir ekki á lóðréttu boðvaldi yfir- manns yfir undirmönnum, ,, STOKROTKA Pólsk matvöruverslun Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði • sími 517 1585 Opið virka daga frá 12.00 til 19.00, laugardaga frá 12.00 til 18.00 og sunnudaga frá 12.00 til 16.00. NIZSZA CENA WEDLIN ! 40 % OBNIZKI WSZYSTKICH WEDLIN. LÆGRA VERÐ Á PYLSUM ! 40 % AFSLÁTTUR Á ÖLLUM PYLSUM FRÁ PÓLLANDI. Hinn sögulegi farsi Með ólíkindum Með ólíkindum var að lesa hér í blaðinu í gær um framferði rússneska sendiráðsins í Reykjavík í byggingarmálum á lóð sinni við Garðastræti. Allar reglur hundsaðar, nágrönnum, borgaryfirvöldum og utan- ríkisráðuneyti gefið langt nef. Dettur ein- hverjum í hug að yfirvöld í Moskvu mundu láta svona framferði yfir sig ganga? Að Íslendingar eða aðrar þjóðir kæmust upp með sams konar háttalag í Rússlandi? Er ekki kom- inn tími til að Davíð kveðji sendiherrann á teppið? Merktar fréttir Stjórnendur Morgunblaðsins eru greini- lega með efnistök og umbrot blaðsins í mikilli endurskoðun. Ein birtingarmynd nýrra vinnubragða er að nú eru helstu fréttir blaðsins merktar höfundum en áður voru allar fréttir nafnlausar. Merking frétta er alsiða á öðrum blöðum hérlend- is og utanlands, en þykir slík tíðindi og tímamót þegar Morgunblaðið á í hlut að birtur er leiðari um málið í blaðinu í gær. Segir þar að það sé von ritstjórnarinnar að með þessum hætti verði blaðið „enn fjölbreytilegra, líflegra og aðgengilegra fyrir lesendur“. Með því að skrifa undir nafni geti blaðamenn „komið sérþekk- ingu sinni betur til skila, útskýrt sam- hengi fréttaatburða betur fyrir lesendum og jafnvel skrifað persónulegri og læsi- legri stíl“. Nafnlausir leiðarar Athygli vekur að leiðari blaðsins um þetta efni, „Merking frétta“, er ómerktur eins og aðrar rit- stjórnargrein- ar í blaðinu. Skyldu ekki sömu rök gilda um merkingu þeirra og fréttanna? Morgunblaðið hefur að vísu þá stefnu, sem Fréttablaðið fylgir ekki, að leiðarar birti „skoðun blaðsins“ en ekki einstaklinganna sem skrifa hverju sinni. En það ætti út af fyrir sig ekki að koma í veg fyrir höfundarmerkingu leiðaranna, því það er tekið skýrt fram að á endanum sé allt efni í blaðinu, merkt og ómerkt, á ábyrgð ritstjórans. Og það er alltaf einhver einn sem heldur á penn- anum hverju sinni. Jafnvel á Mogganum. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.