Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 38
The Life and Death of Peter Sellers sló í gegn á Cannes-hátíðinni í fyrra og er nú loksins komin í íslensk kvikmyndahús. Fáir ef einhverjir hafa haft jafn mikil áhrif á gamanmyndaleik og enski leikarinn Peter Sellers. Túlk- un hans á lögreglumanninum sein- heppna Clouseau og leikur hans sem Dr. Strangelove settu hann á stall með fremstu gamanmynda- leikurum sögunnar. Í kvikmyndinni The Life and Death of Peter Sellers, eftir breska leikstjórann Stephen Hopkins, er lífi þessa magnaða leikara gerð góð skil. Hún spannar líf Sellers frá því að hann var stjórnandi eins vin- sælasta útvarpsþáttar BBC „The Goon Show“ þar til að hann deyr úr hjartaáfalli aðeins 54 ára. Óánægður með allt Myndin þykir lýsa vel hversu óá- nægður Sellers var og hinni eilífu hamingjuleit hans. Hann þekkti allar sínar persónur á hvíta tjald- inu en var aldrei viss um hver hann væri og hvað færði honum ham- ingju. Sellers þótti með eindæmum erfiður í umgengni og hneykslaðist í sífellu yfir leik sínum. Honum þótti frammistaðan á hvíta tjaldinu vera einhver leiðinlegasta afþrey- ing sem hugsast gat og Clouseau, hlutverkið sem aflaði honum heimsfrægð, vera sér til háborinn- ar skammar. „Ég hata allt sem ég geri,“ voru einkunnarorð hans en þetta viðhorf bitnaði jafnt á hans nánustu sem og samstarfsmönnum hans. Eina kvikmyndin sem hann var virkilega sáttur við var byggð á bókinni Being There sem Sellers var hugfanginn af. Hann barðist með kjafti og klóm til að fá að gera hana og var síðan tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Chance Gardiner. Líkt og Chaplin fékk Sellers aldrei Ósk- arsverðlaun fyrir leik. Ófyrirleitni Sellers gagnvart samstarfsmönnum sínum birtist ef til best í samband hans og Blake Edwards, leikstjóra Bleika pardus- myndanna. Eftir frumsýningu á Bleiki pardusinn snýr aftur móðg- aði Sellers Edwards opinberlega. Þetta gerði hann þrátt fyrir að það hefði verið Edwards sem reyndi að rífa Sellers upp úr þeim öldudal sem leikarinn var í eftir að hafa reynt fyrir sér sem alvarlegur leik- ari með misheppnuðum hætti. Það var aðeins einn aðili í kvikmynda- iðnaðinum sem Sellers virti og það var Stanley Kubrick. Hann var hræddur við hæfileika og greind leikstjórans en þeir gerðu Dr. Strangelove saman. Skrautlegt einkalíf Samband Sellers við móður sína Peg var mjög undarlegt. Hún dreif hann áfram af blindri metnaðar- girni og reyndi eftir fremsta megni að koma syni sínum á framfæri. Hún frestaði meðal annars að láta Sellers vita um andlát föður síns vegna þess að hún vildi ekki trufla frama hans. Óánægja Sellers með sjálfan sig og allt sem hann gerði bitnaði á öllum þeim sem stóðu honum næst. Sellers var hugfanginn af fallegum konum og þrátt fyrir að vera hafnað af Sophiu Loren, skildi hann við eiginkonu sína til tíu ára, Anne Sellers, vegna ástar sinnar á ítölsku kynbombunni. Framkoma hans þótti með eindæmum enda höfðu þau eignast tvö börn sem Sellers stóð slétt á sama um. Þekktast er þó eflaust samband hans og sænsku kynbombunnar Britt Ekland. Eftir að stjörnuspek- ingurinn og góðvinur Sellers, Maurice Woodruff, hafði spáð fyrir að stafirnir B.E. ættu eftir að valda straumhvörfum í lífi hans sann- færðist Sellers um að það væri Britt Ekland en ekki Blake Ed- wards, sem þá hafði boðist til þess að leikstýra honum í framhaldi Bleika pardusins. Samband Ekland og Sellers þótti stormasamt í meira lagi enda var Sellers óhæfur eiginmaður og fað- ir. Hann hætti með Ekland þegar hún var að útskrifast af sjúkrahús- inu eftir að hafa alið honum þeirra fyrsta barn. Þau tóku þó saman aftur en þegar móðir hans dó lét hann það bitna á Britt sem yfirgaf hann að lokum. Hann giftist tvíveg- is eftir skilnaðinn en Britt er jafn- an talin hafa verið ástin í lífi hans. Lærði fjörutíu raddafbrigði Það er Óskarsverðlaunahafinn Geoffrey Rush sem fer með hlut- verk Sellers. Rush þurfti að læra um fjörutíu raddafbrigði sem Sell- ers notaði enda er persónum leik- arans ekki síður gerð góð skil en Sellers sjálfum. Auk þess þurfti Rush að eyða mörgum klukkutím- um í förðun til þess að breyta sér í hin og þessi gervi. Rush hafði reyndar áður hafnað boði um að leika Sellers og sagt að þrátt fyrir að handritið væri gott treysti hann sér ekki til þess að leika jafn marg- brotna persónu. Leikstjóri myndar- innar, Stephen Hopkins, gafst þó ekki upp og biðlaði til hans með löngu bréfi og Rush lét undan. Hopkins hefur látið hafa eftir sér að hann vildi gera myndina þannig úr garði að hún væri gerð af Sellers um Peter Sellers. Meðal annarra leikenda má nefna Emily Watson, sem leikur fyrstu eiginkonu Sellers, Ann Charlize Theron leikur sænsku kynbombuna Ekland og Stanley Tucci fer með hlutverk Stanley Kubrick. Það er síðan John Lith- gow sem leikur Blake Edwards, manninn sem gerði Sellers að stór- stjörnu. ■ 26 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Danny er sem barn numinn brott af Bart, miskunnarlausum okur- lánara. Hann er alinn upp fjarri skólum, öðrum börnum og það eina sem hann veit er það sem Bart hefur kennt honum. Og Bart kennir honum að verða morðtól sem hlýðir honum í einu og öllu, sama hversu ógeðfelldar skipan- irnar eru. Danny verður því eign hans, hundur sem gerir það sem honum er sagt án þess að spyrja neinna spurninga. Dag einn er þó Bart sýnt bana- tilræði og Danny flýr. Hann kemst í samband við roskinn pí- anóstilli sem er að aðstoða dóttur sína við að klára tónlistarskólann. Þar með hefst nýtt þroskaskeið í lífi Danny, þar sem hann kynnist góðmennsku, nýjum lífsháttum og tónlist, sem skipar stóran sess í lífi hinnar nýju fjölskyldu. Hinn miskunnarlausi Bart er þó ekki enn dauður og reynir af öllum mætti að fá ìhundinnî sinn aftur. Það er Luc Besson sem skrifar handritið að þessari mynd Louis Leterrier en þetta er aðeins önnur mynd hans í fullri lengd. Einvala- lið leikara fer með aðalhlutverkin í þessari mynd. Hinn nýkrýndi óskarsverðlaunahafi Morgan Freeman leikur hinn blinda og hlýja Sam og hinn gamalreyndi Bob Hoskins fer með hlutverk ill- mennsinsins Bart. Danny er leik- inn af Jet Li sem er einnig fram- leiðandi myndarinnar. Tónlistin er samin af Massive Attack þannig að ekkert var til sparað. Myndin verður frumsýnd á föstu- daginn í Laugarásbíó og Regnbog- anum. ■ Hataði öll sín verk GEOFFREY RUSH OG CARLIZE THERON Í HLUTVERKUM HJÓNANNA PETER SELLERS OG BRIT EKLAND Samband þeirra hjóna endaði með ósköpum enda sýndi Sellers allar sínar verstu hliðar í hjónabandinu. „Hello?... Yes. There is a beautiful woman in my bed, and a dead man in my bath.“ Clouseau lögreglufulltrúi er ýmsu vanur og kippir sér ekki upp við smámuni. bio@frettabladid.is Það er greinilegt að spennumyndin Sin City verður ein heitasta mynd þessa árs og það er allt útlit fyrir að þessi meistaralega yfirfærsla Robert Rodriguez og Franks Mill- er á teiknimyndasögum yfir á hvíta tjaldið mun velgja stórspámönnum á borð við Batman og George Lucas, með sitt Stjörnu- stríð, undir uggum og hleypa öllu í bál og brand í miðasölunni. Allt frá því fyrstu sýnsihornin úr myndinni komu fyrir sjónir almennings hafa aðdáendur harðsoðinna myndasagna Millers verið í sjöunda himni enda ljóst að Rodriguez og Miller vita ná- kvæmlega hvað þeir eru að gera. Teikning- arnar á síðum myndasagnanna lifna hrein- lega við í drungalegu og tölvuteiknuðu um- hverfi sem er bakgrunnur ruddalegra og blóðugra uppgjöra spilltra lögreglumanna, smáglæpamanna, geðsjúklinga, barnaníð- inga og herskárra vændiskvenna. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð myndina halda vart vatni og hlaða hana lofi og þannig segir gagnrýnandi New York Maga- zine að ef Raymond Chandler og Daffy Duck hefðu eignast afkvæmi þá væri það Sin City. Meitluð samtöl persónanna gætu verið tekin beint upp úr reyfurum Chandlers og ofbeldið sem þær beita hvor aðra er svo yfigengilegt að það minnir mest á gömlu teiknimyndirnar frá Warner Brother’s. Myndin blandar saman efni þriggja Sin City bóka Millers, That Yellow Bastard, The Hard Goodbye og The Big Fat Kill og þegar er farið að ræða um fram- haldsmyndir enda af nógu að taka þar sem Sin City bækurnar eru sjö talsins. Það er sérstakt ánægjuefni að gamli erkitöffarinn Mickey Rourke fær mikið hrós frá gagn- rýnendum fyrir frammistöðu sína í hlutverki Marvs en The Hard Goodbye kaflinn hverf- ist um það geðbilaða hálftröll með gull- hjartað sem leitar hefna fyrir morð á vændiskonunni Goldie. Þessi hluti myndar- innar þykir sá besti en Bruce Willis gefur samt ekkert eftir í Yellow Bastard hlutanum en sú saga er að margra mati lang besta Sin City sagan. NÝTT Á DVD Tölvuteiknimyndin Ice Age kom á dögunum út í veglegri tveggja diska útgáfu sem er hlaðin auka- efni. Leikstjórinn Chris Wedge tjáir sig um gerð myndarinnar og nokkur atriði sem ekki komust fyrir í endanlegri útgáfu myndar- innar fljóta með. Þá fær óláns- sami fornaldaríkorninn með hnetusöfnunaráráttuna að njóta sín í sjálfstæðri stuttmynd og nýjasta mynd Ice Age hópsins, Robots, er kynnt til sögunnar. Þá er skyggsnt bak við tjöldin í nokkrum stuttum þáttum og hægt að skoða hálfkláraðar tölvuteiknaðar senur. Ofan á þetta allt saman bætist svo stutta teiknimyndin Bunny sem hlaut Ósk- arsverðlaun í sín- um flokki árið 1998. Upprisa Rourke í Sin City DANNY THE DOG Morgan Freeman og Jet Li í hlutverkum sínum sem góði píanóstillir- inn og morðtólið Danny. Freeman bjargar Li

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.