Fréttablaðið - 01.04.2005, Side 41
FÖSTUDAGUR 1. apríl 2005
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
Söluumboð:
Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ
1.720.000 kr.
Komdu, reynsluaktu og gerðu verðsamanburð.
Gæðin eru augljós.
Gegnheil gæði og gott verð
Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
Mazda er japanskur bíll, framleiddur í Japan sem vermir nú toppsætið
samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og skarar fram úr hvað
varðar endingu og lága bilanatíðni.
Aukahlutir á mynd: álfelgur
Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins
HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 2. APRÍL KL. 15.00Tónsprotinn #4
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Ævintýralegir
tónleikar
Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sögumaður og kynnir ::: Örn Árnason
Árni Björnsson ::: Forleikur að Nýársnóttinni
Fuzzy / H.C. Andersen ::: Förunauturinn
Benjamin Britten ::: Hljómsveitin kynnir sig
ER BAKHJARL
TÓNSPROTANS
Tónleikaröð fjölskyldunnar, Tónsprotinn, hefur slegið í
gegn í vetur. Þessir ævintýralegu tónleikar eru tileinkaðir
H.C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli hans.
Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir:
Vegna fjölda áskorana
verða tvær aukasýningar
Föstudaginn 15. apríl kl. 20
Laugardaginn 23. apríl kl. 20
Tenórinn Ástandið
Sögur kvenna
frá hernámsárunum
Kvöldsýning sunnudagskvöldið
3. apríl kl. 20
Síðasta sýning miðvikudag
6. apríl kl. 15
Glerbrotið blað í sögu þjóðar
Það verður brotið blað í sögu gler-
listar hér á landi þegar fjórar gler-
listarsýningar opna í Kópavogi á
morgun. Sýningarnar eru allar á
vegum Listasafns Kópavogs, Gerð-
arsafns, og eru framlag safnsins til
50 ára afmælis Kópavogsbæjar.
Þær eru jafnframt hluti af alþjóð-
legu glerlistaþingi, Iceland 2005,
sem haldið verður í Salnum dagana
5.-7. apríl.
Sýningarnar sem um ræðir eru
Gerður Helgadóttir – meistari
glers og málma, Samræður eftir
Caroline Swash, Andi manns eftir
Leif Breiðfjörð og Íslensk sam-
tímaglerlist. Á síðastnefndu sýn-
ingunni sýna listamennirnir Bryn-
hildur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhanns-
son, Jónas Bragi Jónasson, Pía
Rakel Sverrisdóttir, Rakel Stein-
arsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og
Sigrún Ó. Einarsdóttir.
„Þetta er örugglega stærsta
glerlistasýning sem haldin hefur
verið hér á landi,“ segir glerlista-
maðurinn Leifur Breiðfjörð, einn
þeirra sem hefur haft veg og vanda
að sýningunni. Hugmyndin að sýn-
ingunum og þinginu kviknaði fyrir
þremur árum þegar Leifi bauðst að
halda einkasýningu í London. „Þá
kviknaði hugmyndin að þinginu hjá
mér og konu minni Sigríði Jóhanns-
dóttur. Hún hefur mestmegnis unn-
ið að skipulagningu þingsins síðan
og nú er það komið í gang.“
Margir frægustu glerlistafræði-
menn heims og forsvarsmenn
safna koma á þingið og er það því
kjörið tækifæri fyrir íslenska gler-
listamenn að fá að sýna verk sín.
Glerlist á sér ekki langa sögu á
Íslandi. Upphaf hennar má rekja til
Nínu Tryggvadóttur og Gerðar
Helgadóttur sem héldu fyrstu sýn-
ingar sínar í kringum 1950.
„Þær létu vinna öll sín verk er-
lendis en ég var eiginlega fyrsti Ís-
lendingurinn sem opnaði verk-
stæði hér heima til að vinna verkin.
Frá árinu 1969 hef ég unnið flest
verkin hérna en stærri verkefnin
hafa verið unnin í Þýskalandi,“
segir Leifur.
Leifur segir að erfitt sé að setja
upp svona sýningu enda þungir og
viðkvæmir hlutir sem unnið er
með. „Svona sýning krefst mikillar
undirbúningsvinnu. Við undirbúum
þær í tölvu og ákveðum hvert verk-
in eiga að fara í salnum,“ útskýrir
Leifur. „Ef undirbúningurinn geng-
ur vel og færir menn sjá um upp-
setningu verkanna gengur þetta
allt mjög vel eins og nú.“
Heiðursgestur á Iceland 2005
verður Patrick Reyntiens sem er
einn frægasti glerlistamaður
heims. Hann er mikill áhrifavaldur
í heimi glerlista og lærifaðir
margra frægustu glerlistamanna
heims. Hann hefur auk þess skrif-
að bækur sem eru nokkurs konar
biblíur glerlistamanna.
Sýningarnar eru í Gerðarsafni,
forrými Salarins, Bókasafni og
Náttúrufræðisafni Kópavogs. Af-
mælissýningin opnar sem fyrr seg-
ir á morgun og stendur til 1. maí. ■
LEIFUR BREIÐFJÖRÐ Hann verður sextugur á þessu ári en fyrir tíu árum hélt hann eina
stærstu einkasýningu sína í Gerðarsafni. „Það var gríðarlega stór sýning og ætli þetta sé
ekki stærsta einkasýning mín síðan þá,“ segir Leifur