Fréttablaðið - 01.04.2005, Qupperneq 36
24 1. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
Jákvæð mismunun er
hugtak sem hefur
reglulega skotið
upp kollinum síð-
ustu ár, sérstaklega
þegar ráðið er í stöð-
ur hjá hinu opinbera.
Jákvæð mismunun
er þegar einstakling-
ur af því kyni sem
hallar á er ráðinn í
starf að uppfylltum lágmarksskil-
yrðum. Þá skiptir engu þótt hæfari
einstaklingur af hinu kyninu sækist
einnig eftir starfinu, hugmyndin er
jú að rétta hlut þess kyns sem á
undir högg að sækja.
Jákvæð mismunun á ekki ein-
göngu við um þegar konur eru tekn-
ar fram yfir karla við mannaráðn-
ingar, því slíkum aðferðum er
einnig hægt að beita þegar karlar
sækja um, svo lengi sem það hallar
á þá í þeirri starfsstétt sem um er
að ræða.
Aðferðir eins og jákvæð mis-
munun hafa verið notaðar til að
rétta hlut kvenna í stjórnunarstöð-
um í þó nokkrum löndum og oft með
góðum árangri. Ekki eru þó allir á
eitt sáttir um ágæti slíkra aðferða,
enda alls óvíst að hæfasti einstak-
lingurinn sé ráðinn.
Margir virðast standa í þeirri trú
að jákvæðri mismunun hafi verið
beitt hér á landi. Staðreyndin er sú
að slíkum aðferðum hefur nánast
aldrei verið beitt. Þess í stað hefur
svokallaðri sjálfbærri mismunun
verið beitt. Sjálfbær mismunun er,
eins og nafnið gefur til kynna, þeg-
ar einstaklingur úr stjórnarflokki
sem hallar á í opinberum störfum er
ráðinn, oftast að uppfylltum lág-
marksskilyrðum. Þá skiptir engu
þótt hæfari einstaklingur úr öðrum
eða engum flokki sækist einnig eft-
ir starfinu, hugmyndin er jú að rétta
hlut flokks sem á undir högg að
sækja.
Skiptar skoðanir hafa verið um
ágæti sjálfbærrar mismununar, því
það sama gildir þar og um jákvæða
mismunun, það er alls óvíst að hæf-
asti einstaklingurinn sé ráðinn. Hitt
er þó ljóst að sjálfbær mismunun er
mun vinsælli aðferð en sú jákvæða.
Að minnsta kosti er hlutfall kvenna
í stjórnunarstöðum mun lægra en
pólitískra hunda. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
KRISTJÁN HJÁLMARSSON VELTIR FYRIR SÉR RÁÐNINGUM
Sjálfbær mismunun
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Heyrðu, pabbi!
Hvað ertu að
búa til?
1949!
Sögur úr
athvarfinu
Páll
Þarna er herra Páll!
Hann bjargar dýrum...
Þeim meiddu...
Þeim misnotuðu...
Þeim týndu...
Þeim yfirgefnu...
Við dáumst að þér
Herra Páll.
Hvað gerðu krakkarnir
svo í dag?
Krakkar! Krakkar! Krakkar!
Allt snýst um krakkana!
Af hverju
getum við
aldrei talað
um neitt annað
en krakkana?
Fyrir-
gefðu!
Það er
alveg
rétt hjá
þér!
Hvað gerðir
þú í dag?
Passaði
krakkana!
Hæ, Mikki og Halla.
Eruð þið saman í
öllum tímum? Öllum
nema
einum.
Af ýmsum ástæðum vorum við sett
í sitthvorn efnafræðitímann.
Úff! Það hlýtur
að vera erfitt
fyrir ykkur.
Þú myndir
aldrei
skilja það.
Sakna
þín. Vertu
sterk.
REKSTRARVÖRULISTINN
BORÐBÚNAÐUR
A
rc
ad
e
að
al
ré
tt
ar
ga
ff
al
l o
g
hn
ífu
r
Sími 520 6666 www.rv.is Réttarháls 2
R
V
20
30
D