Fréttablaðið - 01.04.2005, Page 46
Hef verið að velta því fyrir mér hversu auð-
veldlega maður getur orðið fyrir áhrifum ein-
hvers í kringum mann. Ekki endilega á slæm-
an hátt. Þetta gerist án þess að maður geri
sér raunverulega grein fyrir því. Ef við horfum
til baka á það sem hefur verið að gerast í líf-
inu er iðulega hægt að skipta því upp í tíma-
bil. Til dæmis eftir vinum eða fólki sem mað-
ur hefur verið að hitta. Þá er það þannig að
þessi ákveðna manneskja verður til þess að
maður fer að haga sér á sérstakan hátt, lifa
eftir ákveðnum lífsstíl eða klæða sig öðruvísi.
Einu sinni var vinkona mín að hitta mann og
stuttu síðar tók ég eftir því að hún var farin að
klæða sig meira klassí og fara á staði sem við
höfðum ekki lagt í vana okkar að sækja. Þá
var það vegna þess að hún var búin að reikna
út hvað honum þótti aðlaðandi og var ómeð-
vitað farin að klæða sig meira eftir því. En
hún var auðvitað að gera það fyrir hann að
sækja þessa staði, því hann átti alls ekki
heima þar sem hún var vön að skemmta sér.
Mér þótti þetta mjög skrýtið í fyrstu og var
alveg furðu lostin á því hversu ósjálfstæð hún
væri að láta hann hafa svona mikil áhrif á sig.
En við nánari pælingar færðist ég yfir á þá
skoðun að þetta væri ekki ósjálfstæði heldur
málamiðlun. Allavega svo lengi sem þetta fer
ekki út í öfgar og fólk heldur persónuleikan-
um. En það eru víst alltaf til tvær hliðar á öll-
um málum. Þannig er mál með vexti að ég
þekki enn aðra konu sem skipti alveg um stíl
þegar hún eignaðist nýja vini. Í hvert sinn
sem ég sá hana gat ég reiknað út hvernig og
jafnvel hverjir nýju vinir hennar væru með því
aðeins að horfa á klæðaburðinn og stílfærsl-
una á lúkkinu. Við vinkonurnar vor-
um farnar að kalla hana kamel-
ljónið því það var allsvakalegt
hvernig hún tók stakkaskiptum.
Einn daginn var hún í „poncho“
og hinn daginn í plastbuxum!
Þetta getur ekki kallast málamiðlun
heldur óöryggi og ósjálfstæði. En
hversu miklu á maður að þurfa að
breyta við sjálfan sig til að samband
gangi upp og hversu miklu má mað-
ur ætlast til að hinn aðilinn breyti til
að halda manni ánægðum? Er þetta
ekki spurning um hið fullkomna jafnvægi
staðfestu og málamiðlunar eða er maður
búinn að finna þann rétta þegar maður
getur verið hundrað prósent maður
sjálfur?
REYKJAVÍKURNÆTUR
HARPA PÉTURSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR UMHVERFISÁHRIFUM
Ósjálfstæði eða málamiðlun
34
Skáksnillingurinn og Íslendingur-inn Bobby Fischer er smám
saman að koma sér fyrir hér á landi
með hjálp vinar síns, Sæmundar
Pálssonar. Nýverið fóru þeir í versl-
unarleiðangur um höfuðborgar-
svæðið í leit að hentugum farsíma
fyrir meistarann. Sú leit var nokkuð
tímafrek, því Fischer var með
ákveðna tegund í huga sem hann
vildi eignast. Rétti síminn fannst þó
að lokum. Fischer er
víst enn ekki búinn
að finna sér
íbúð en getur
huggað sig við
það að fjar-
skiptin eru
loksins komin
í lag.
Það fauk heldur betur í fjölmiðla-parið Svanhildi Valsdóttur og
Loga Bergmann Eiðsson þegar Séð
og heyrt birti myndir af baðherberg-
inu í nýju íbúðinni þeirra. Myndirnar
voru teknar fyrir Hús&Hýbíli áður en
Logi og Svanhildur festu kaup á
eigninni þannig að þeim þótti eðli-
lega illa á sér brotið. Parið hugðist
upphaflega kæra vinnubrögð Séð
og heyrt til Siðanefndar Blaða-
mannafélags Íslands en féll þó frá
því þegar þeim rann mesta reiðin.
Fullar sættir hafa nú náðst á milli
Loga, Svanhildar og Séð og heyrt
eftir að Róbert Róbertsson, aðstoð-
arritstjóri tímaritsins, féllst á að
miðla málum með því að hleypa
Svanhildi inn á sitt eigið baðher-
bergi og gefa henni kost á að fjalla
opinberlega um salernisaðstöðuna.
Ekki er þó enn ljóst hvort af þessu
verði og þá ekki heldur hvort bað-
herbergisumfjöllun Svanhildar verði
birt í Séð og heyrt eða jafnvel í Inn-
lit/Útlit hjá Völu Matt an Svanhildur
sýndi eldhúsið sitt í þeim þætti
skömmu eftir að bað-
herbergisdeilan braust
út.
Lárétt:
2 ekki saklausa, 6 eink. st. flugvéla, 8
reið, 9 sagt á spáni, 11 ekki, 12 gáðir, 14
tolla, 16 bardagi, 17 fatnaður, 18 ambátt,
20 í röð, 21 ganga.
Lóðrétt:
1 sæti, 3 ekki, 4 björg, 5 fæði, 7 nærri
allar, 10 trjátegund, 13 hvíldi, 15 áflog, 16
leiða, 19 eink. st. skipa.
Lausn:
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
”
Framúrskarandi“
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
L†
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
RO
L
26
34
2
0
2/
20
05
Heimildarmyndin Gargandi snilld
verður lokamynd Iceland Inter-
national Film Festival sem hefst
7. apríl og stendur yfir í þrjár
vikur í kvikmyndahúsum víðs-
vegar um landið.
Gargandi snilld, sem kallast
Screaming Masterpiece á ensku,
er framleidd af Sigurjóni Sig-
hvatssyni, Ergis Filmproduction
og Zik Zak kvikmyndum. Handrit
og leikstjórn er í höndum Ara
Alexander Ergis Magnússonar.
Myndin fjallar um gróskuna í
íslensku tónlistarlífi að undan-
förnu. Meðal þeirra listamanna
sem koma fram í myndinni eru
Björk, Sigur rós, Steindór Ander-
sen, Bang Gang, Mugison, Mínus,
Slow Blow, Múm, Quarashi, Eivör
Pálsdóttir, Ghostigital og Nilfisk.
Tónlistarmennirnir eru sýndir
í sínu besta formi, hér heima og
erlendis við ýmis tækifæri. Mugi-
son er aleinn í kirkju úti á landi að
spila á gítar á ullarsokkum og
Björk leikur fyrir þúsundir í New
York með kór og stórhljómsveit.
Gargandi snilld var frumsýnd í
Gautaborg 5. febrúar sl. og hlaut
þann heiður að keppa til aðalverð-
launa, en heimildarmyndir eru
jafnan ekki valdar inn í þá keppni.
Þá var myndin sýnd á lokuðum
markaðssýningum á kvikmynda-
hátíðinni í Berlín, þar sem hún
naut einnig mikillar athygli og
fékk góðar viðtökur.
Veglegri kvikmyndahátíð
lýkur með Gargandi snilld
MUGISON Mugison spilar á ullarsokkum í
kirkju í heimildarmyndinni Gargandi snilld.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Kári Árnason.
14 til 16 ára unglinga.
Samherja.
Arnmundur Ernst Björnsson er
drengurinn sem fer á kostum í
Gott Start auglýsingunni en þar er
verið að auglýsa bankareikning
fyrir fermingarbörn. Arnmundur
Ernst leikur ungan strák sem
skipuleggur fermingu sína upp á
eigin spýtur og veit upp á hár
hvernig hann vill hafa hana.
Hann á ekki langt að sækja
leikhæfileika sína enda sonur
Eddu Heiðrúnar Backman og
Björns Inga Hilmarssonar en þau
eru bæði leikarar. „Eskimo mod-
els hafði samband við mig og
vildi fá mig til að leika í auglýs-
ingu fyrir Sparisjóðina, ég þáði
boðið og sé ekkert eftir því enda
frábær auglýsing þar á ferð,“
sagði Arnmundur í spjalli við
Fréttablaðið.
Arnmundur þykir sýna stór-
skemmtilega takta í auglýsing-
unni enda veit hann hvernig ferm-
ingar fara fram, hann fermdist
fyrir tveimur árum. Hann er nú í
tíunda bekk í Hagaskóla og
spreytir sig á samræmdu prófun-
um í vor.
Það er ekki hægt að segja að
Arnmundur sé óvanur leik en
hann leikur í Mýrarljósi sem sýnt
er í Þjóðleikhúsinu og en þar
leikur hann einmitt undir stjórn
móður sinnar.
Íslendingar mega búast við að
sjá meira af þessum unga og
mjög svo efnilega leikara í fram-
tíðinni en hann æfir nú af fullum
kappi fyrir leikritið Kalli á
þakinu sem frumsýnt verður í
Borgarleikhúsinu á sumardaginn
fyrsta. Þar leikur hann meðal
annars með Sveppa úr Strákunum
á Stöð 2 og undir leikstjórn
Óskars Jónassonar.
FRÉTTIR AF FÓLKI
...fær Jón Gnarr sem fékk
nafnið sitt loks samþykkt hjá
mannanafnanefnd.
HRÓSIÐ
ARNMUNDUR ERNST Strákurinn þykir
sýna stórleik þegar hann skipuleggur ferm-
ingu í auglýsingu fyrir sparisjóð. Næsta
verkefni Arnmundar er Kalli á þakinu eftir
Astrid Lindgren í leikstjórn Óskars Jónas-
sonar.
ARNMUNDUR ERNST: FER Á KOSTUM Í AUGLÝSINGU
Kalli á þakinu næst á dagskrá
Lárétt: 2 seka, 6 tf, 8 ill, 9 óle, 11 ei, 12
leist, 14 skatt, 16 at, 17 tau, 18 man, 20
rs, 21 arka.
Lóðrétt: 1 stól, 3 ei, 4 klettar, 5 ali, 7
flestar, 10 eik, 13 sat, 15 tusk, 16 ama,
19 nk.
» BETRI
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
Á FÖSTUDÖGUM
1. ap ÖSTUDAGUR