Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 52
32 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Mér hefur alltaf þótt það dular- fullur siður að halda upp á sum- ardaginn fyrsta í apríl, svona rétt þegar farið er að vora. En þessi ágæti dagur er víst í næstu viku. Verslanir hafa séð um að minna mig á það með auglýsingum um al- deilis tilvaldar sumargjafir. Kannski þurfum við á Íslandi svona dag til að minna okkur á að sumarið kemur líka til landsins, þó að það sé seint á ferð og stutt. Og kannski vegna þess hversu seint það er á ferð og stutt breytast öll viðmið hjá manni. Þegar ég bjó í Danmörku hefði mér til dæmis ekki þótt sá dagur sumarlegur sem væri svo kaldur að dúnúlpa væri viðeig- andi klæðnaður. Ég fór hins vegar í bæinn í gær í dúnúlpunni minni, en vegna þess að sólin skein og það var svona tiltölulega hlýtt í skjóli fannst mér eins og sumarið væri komið. Ég var að spóka mig á Laugaveginum og skoða í búðarglugga og ég verð að játa að sumartískan, stutterma- bolir og sandalar, var skyndilega eftirsóknarverð. Og ég ákvað að það væri eftir allt saman ekki svo afkáralegt að halda upp á sumarið í apríl og keypti mér nokkrar sumargjafir í tilefni dagsins. Fyrst varð á vegi mínum bleikur og sumarlegur bolli sem ég varð að eignast, bleikur stuttermabolur var líka einstak- lega sumarlegur að mínu mati. Þegar ég var komin með bleikan síma í hendina hikaði ég hins veg- ar, hugsaði með mér að kannski ætti ég frekar að kaupa Símann. Mér eins og öðrum stendur það að minnsta kosti til boða núna að slást í hóp með Agnesi Bragadóttur og félögum og gera tilboð í þessa nú- verandi þjóðareign. Hugleiðingar mínar um síma- kaup fuku hins vegar út í veður og vind þegar ég var komin niður á Lækjartorg. Það er merkilegt hvað það er alltaf ískaldur vindur í mið- bænum, eins gott að vera í dúnúlpu þó að sólin skíni skært – það er víst enn langt í raunverulegt sumar, þó að vorið sé vissulega á næsta leiti. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR KAUPIR SÉR SUMARGJAFIR Sumar í dúnúlpu M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N er komið út Áskri f t : 515 5500 / www.frodi . is NýttLíf 4 . tb l. 2 8 . á rg . 2 0 0 5 V e rð 8 9 9 k r. m /v s k MAÍ Selma UNGMENNI Á YSTU NÖF skera sig til blóðs svalir skór, toppar, pils og kjólar fyrir sumarið 50 FÖRÐUN 2005 Allt um vor- og sumarlitina NÁÐU SETTU MARKI! KARLAR OG KYNLÍF Stenst makinn daðurprófið? Súkkulaðisætur markaskorari um drama lífs síns og dýrlega menn Trú, von og tólf stiga bros SELMA BJÖRNSDÓTTIR talar um drama lífs síns og dýrlega menn FRÍÐA MARÍA HARÐAR- DÓTTIR förðunarfræðingur gefur góð ráð Listrænn nýbylgjupönkari Sjálfsmeiðingar eru einkum stundaðar af ungum stúlkum Skerandi sársauki FÖRÐUN 2005 Allt um vor- og sumarl i t ina 50 svalir skór, toppar, pils og kjólar fyrir sumarið VIÐTÖL - GREINAR - TÍSKUÞÁTTUR - MATUR - STJÖRNUSPÁ Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Komdu í háttinn! Jújú, hann er vakandi! Mm mjj jáá á Mm mjj jáá á Fólk úti á götu starir á mig. Heldur þú að það sé út af náttsloppnum? Og þetta er frábært lag! Það finnst mér líka! Þetta er Shirelles, er það ekki? Þetta er í raun Ronnie and the Ronettes. Þær tóku lagið upp árið 1963 í sama stúdíói og Shirelles notaði. Það ert kannski að rugla því saman. Jú, jú. Við höfum alltaf vonast til að hann yrði snjall... ...en ekki snjallari en við. Nein, nein! Nátt- zloppurinn er frá- bær, Elza. Fólk ztarir alltaf á þá zem þykja töff því það er óöruggt með zjálft zig og leitast því eftir nýjungum hjá fólki einz og þér, Elza. Og þá eru zvona lummu yfirhafnir tilvaldar. Hugsa, hugsa, hugsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.