Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 55
Nýjasta mynd Michaels Winter- bottom, 9 songs, gengur ansi langt með opinská kynlífsatriði svo ekki sé sterkara að orði kveð- ið. Hún fjallar í stuttu máli um Matt og Lisu sem eiga í ástríðu- fullu sambandi og tjá tilfinningar sínar gagnvart hvort öðru með „eðlilegum“ hætti, í gegnum kyn- líf sitt. Auk þess fara þau á rokktónleika og það kemur fyrir að þau neyti ólöglegra vímuefna. Kvikmyndin leggur þó áherslu á kynlífsathafnir Matt og Lisu auk rokktónleikana. Fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur fram í myndinni og má þar nefna Franz Ferdinand, Bobby Gillespie, for- sprakka Primal Scream, og Super Furry Animals. Kynlífsatriðin í myndinni birt- ast á hvíta tjaldinu á algjörlega nýjan hátt. Þau eru sýnd á þá vegu að þeir sem farnir eru að stunda kynlíf ættu að geta tengt ein- hverja athöfn í myndinni við sína eigin kynlífsreynslu. Að stunda kynlíf er í hugum flestra eðlilegur tjáningarmáti tveggja einstaklinga sem þykir vænt um hvorn annan. Klámmynd- ir, seldar í lokuðum klámbúllum, reyna eftir fremsta megni að brengla þessa hugmynd með öfug- uggahætti. Reyna að græða á þess- um frumkrafti mannkynsins með uppblásnum dúkkum og íturvöxn- um kraftajötnum. 9 Songs er ekki klámmynd því hún sýnir kynlífinu þá virðingu sem það á skilið. Hún er einmitt svar kvikmyndanna við klámmyndum. Leikarar myndarinnar, Kieran O’Brien og Margot Stilley, eiga hrós skilið fyrir hugrekki sitt. Leikur þeirra beggja er bæði trú- verðugur og eðlilegur, hvort sem þá er átt við samtölin eða ástar- atlot þeirra. Winterbottom fær sömuleiðis klapp á bakið fyrir dirfsku sína. Að vilja gera mynd um kynlíf án þess að láta það vera tilgerðarlegt. Það verður þó ekki komist hjá því að vara suma við myndinni. Hún særir án efa blygðunarkennd þeirra sem telja kynlífið eingöngu eiga heima inni í svefnherberginu en ekki á hvíta tjaldinu. Þeir ættu að láta það vera að fara á þessa sýningu. Freyr Gígja Gunnarsson 35FÖSTUDAGUR 15. apríl 2005 Klámmynd eða óður til kynlífs? 9 SONGS SÝND Á IIFF 2005 KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI LEIKSTJÓRI: MICHAEL WINTERBOTTOM AÐALHLUTVERK: KIERAN O'BRIEN OG MARGOT STILLEY NIÐURSTAÐA: Það verður ekki hjá því komist að vara suma við myndinni en 9 Songs er þó ekki klámmynd því hún sýnir kynlífinu þá virðingu sem það á skilið. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Það verður heilmikið að gerast á IIFF-kvikmyndahátíðinni um helg- ina en í kvöld klukkan 22.30 verður hin umdeilda 9 Songs frumsýnd í Háskólabíói að viðstöddum einum aðalleikaranum, Kieran O'Brien, sem mun svara spurningum áhorf- enda að sýningu lokinni. Á laugardaginn verður svo gala- frumsýning á nýjustu mynd hins spænska Pedro Almódóvar, La Mala educacion. Sýningin hefst klukkan 18.30 og aðalleikari henn- ar, Fele Martines, mætir á staðinn og kynnir myndina. Þá er frumsýningin á heimildar- myndinni Omagh ekki síður athygl- isverð. Myndin segir frá eftirmál- um bílsprengjutilræðis í Omagh á N-Írlandi árið 1998 en 29 manns fórust og 300 særðust í árásinni. Sýningin hefst klukkan 20 í Há- skólabíói að viðstöddum Michael Gallagher og Gerard McSorley, að- alleikara myndarinnar og einnar aðalpersónunnar en Gallagher missti son sinn í árásinni. Heimildarmyndin Bítlabærinn Keflavík verður sýnd í Sambíó í Keflavík klukkan 20 í kvöld. Leik- stjórinn Þorgeir Guðmundsson verður viðstaddur sýninguna og allar hetjurnar úr Keflavík mæta í partí á eftir. Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður myndin Bomb the System sýnd í Regnboganum og munu höf- undar hennar, Adham Bhala Lough og Mark Webber, svara spurning- um áhorfenda. Þetta er sannkölluð New York-mynd um og eftir ungt fólk sem lifir á jaðrinum í borginni sem aldrei sefur. Að meðaltali sér meðalmaður i New York um það bil 50 graffiti-myndir á dag, en fólk nemur aldrei staðar til að velta fyrir sér sögunum á bak við þessi listaverk. Hér er sjónum beint að þessu menningarfyrirbæri. ■ PEDRO ALMÓDÓVAR Nýjasta mynd þessa spænska æringja verður frumsýnd með pompi og prakt á laugardaginn. Spurningar og svör á IIFF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.