Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Áhyggjur og spilling Það er alltaf eitthvað. Alltaf eitt-hvað til þess að valda manni áhyggjum. Stundum sefur maður ekki af áhyggjum vegna valdníðslu yfirvaldsins á því kotbýli heimsins sem Ísland er. Það er sparkað í þorpsfíflið, ömmuna, ómagann og hundinn – og mjólkurkýrin seld. Það er alltaf verið að setja ný gjöld á pakkið til þess að tryggja að allir haldi áfram að streða og puða meira í dag en í gær. Ráðsmenn- irnir á býlinu orðnir svo drýldnir að það hefur skroppið út úr topp- stykkinu á þeim að þeir eru bara ráðsmenn. RAUNVERULEIKAFIRRING- IN svo fullkomin að það hvarflar aldrei að þeim að hinn vinnandi lýður kunni að reka þá í næstu kosningum – nema það verði ekki neinar næstu kosningar vegna þess að „engum öðrum sé treyst- andi fyrir djobbinu,“ eins og venjulega. Hver veit hvað þessu drasli dettur í hug næst. Það eina sem hægt er að gera nefskattslaust í dag er að anda og hver veit hvenær þau forréttindi heyra sög- unni til; einhverjum ráðsmannin- um detti í hug að setja öndurnar- mæli á nefið á öllu sem enn hreyf- ist. Á MEÐAN verið er að brjóta og týna öllu heima hjá sér er verslað í útlöndum. Þótt svo virðist sem aðallega séu það maurarnir á býl- inu sem séu að spreða í föt út á vísakort í útlöndum eru aðrir sem versla með öðrum og stórvirkari verkfærum. Það eru keyptar faktóríur og búðir, hótel, bankar, hugbúnaðar- og símafyrirtæki, svo eitthað sé nefnt. ÞETTA með símafyrirtækin veld- ur mesta svefnleysinu þessa dag- ana. Heill þáttur í sjónvarpinu hér í Ameríku um spilltustu löndin á vesturhveli jarðar, Búlgaríu og Rúmeníu. Allir spilltir, frá korna- börnum upp í kommissara. Og það rifjast upp að krónuræktendur ofan af Íslandi hafi verslað síma- kontór í Búlgaríu um árið. Núna sefur maður ekki af áhyggjum yfir því að þessir grunlausu sveita- menn tapi barasta öllu sínu í spill- ingarbælinu, eða smitist af spill- ingunni – sem Guð gefi að verði ekki. Hefði ekki verið klókara að kaupa bara bjórverksmiðju – ann- ars staðar? ■ SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.