Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 25
3FÖSTUDAGUR 15. apríl 2005 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Kryddlegin lambalifur Ég hef grun um að margir séu eins og ég, sem árum saman hreinlega mundi ekki eftir því hvað lambalifur getur verið góður matur. En nú, með þessum frábæra rétti, verður lifrin enduruppgötvuð og sett á sinn stall á matseðli vikunnar. Það eru gömul og ný sannindi að jafn- framt því að vera mjög buddustyrkjandi ku neysla á lambalifur einu sinni í viku gefa afar hraustlegt og gott útlit. Byrjið á því að hreinsa himnur af lifrinni og skerið hana síðan í strimla á stærð við litlafingur. Merjið og saxið hvítlaukinn. Hellið ólífuolíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og lifrarstrimlana nokkra stund. Hellið þá tómötunum út í og bætið því næst sykri, kryddi og sítrónusafa við. Hrærið í og látið malla í 3-4 mínútur. Smakkið til. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið að síðustu ferska kóríanderinn út í ásamt ostbitunum. Slökkvið hitann undir pönnunni og látið hana standa með lokið á í 2-3 mínútur. Mjög ljúffengur réttur hvort sem er með kartöflu- stöppu eða góðu salati. Verð: Langt undir 1.000 krónum. 1 lambalifur 200 kr. 1 dós Hunt’s teningaðir tómatar með hvítlauk 125 kr. 2 hvítlauksgeirar ólífuolía 1 tsk. sykur safi úr 1/2 sítrónu 1 msk. rifin engiferrót 1 tsk. paprika salt og pipar 3 msk. saxaður ferskur kóríander 150 kr 4-5 litlir ostbitar Góður vöðvi af hreindýrinu. Skorinn niður í ca 1 cm þykkar sneiðar. Kryddað með salti og pipar. Brúnaðar á pönnu upp úr góðri olíu og settar svo í 180 gráðu heitan ofn í 5-8 mínútur (eftir smekk). MEÐLÆTI: SELLERÍRÓTARMAUK: 1 góð sellerírót afhýdd og skorin í bita fjörmjólk salt og pipar Sellerírótin er sett í pott með mjólkinni (rétt þannig að hún liggi í mjólkinni) og soðin á lág- um hita þar til hún er orðin mjúk. Svo er hún veidd upp úr og maukuð í matvinnsluvél og smökkuð til með salti og pipar. SÓSA: laukur 1,5 l villibráðarsoð rifsberjasulta 1-2 tsk. gráðostaklípa púrtvínskvetta salt og pipar Steikið lauk í potti, hellið soði saman við. Þykkið með smjör- bollu. Bragðbætið með rest (þetta er einföld útgáfa af sósu en við há- tíðlegri tækifæri má leggja meiri vinnu í sósugerðina, t.d. verða sér úti um alvöru hrein- dýrasoð og nota ferskar krydd- jurtir s.s. rósmarín og timjan og o.s.frv.). Annað meðlæti gæti verið Waldorf-salat og bakaðar kart- öflur. Hreindýrasteik með einföldum hætti GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON GEFUR UPPSKRIFT AÐ VEISLUMAT. Egils Premium er nýr bjór frá Öl- gerðinni Agli Skallagrímssyni þar sem saman fer besta fáanlega hráefni, þar á meðal íslenskt bygg, og aldagamlar aðferð- ir við bruggun. Úr verður bragðmikill gullinn úrvalsbjór með mýkt og góðri fyllingu. Alúðin sem fer í bruggun Egils Premium endurspegl- ar þann metnað sem verið hefur aðals- merki Ölgerðarinnar í heila öld. Aðferðin tekur mið af bruggun í upprunalandi gullna lagerbjórsins, Tékk- landi. Bruggunarferli Egils Premium er lengra en annarra bjóra. Bjórinn er tví- meskjaður og gerjunin hægari. Besta fáanlega hráefni er notað við bruggunina, þar á meðal íslenskt bygg. Allt þetta skilar sér í lagerbjór með sterkum karakter og mýkt í bragði og fyllingu. Með notkun íslensks byggs í Egils Premium er Ölgerðin ekki síst að bregðast við frábærum viðtökum sem notkun ís- lensks byggs hefur hlotið meðal íslenskra neytenda en Egils Þorrabjór var bruggaður úr íslensku byggi og seldist upp á skömmum tíma. Egils Premium, sem er 5,7% lagerbjór, fæst í Heið- rúnu og Kringlunni. Verð í Vínbúðum 216 kr. í 500 ml dós og 159 kr. í 330 ml flösku. Egils Premium: Nýr bjór úr íslensku byggi » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.