Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 16
TILBÚIN TIL BROTTFARAR Rússnesk Soyuz-eldflaug stendur tilbúin á skotpalli sínum í Kasakstan en í dag verð- ur þremur geimförum skotið þaðan áleiðis til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 16 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Framkvæmdastjóri Hive: Byrjar með rafrænan sjónvarpsvísi SJÓNVARP Fjarskiptafyrirtækið Hive ætlar að vera með vikulegan rafrænan dagskrárvísi í tengslum við sjónvarpsútsendingar sínar sem hefjast á netinu í vor. Dag- skrárvísirinn verður unninn í samstarfi við tölvufyrirtæki og hafa þegar átt sér stað viðræður við ýmsa, til dæmis EJS og Tölvu- dreifingu. „Hluti af því að vera með góða framsetningu er að vera með raf- rænan dagskrárvísi sem fólk get- ur haft inni á tölvunni sinni. Þar kemur fram dagskrá vikunnar og fólk getur fengið yfirlit yfir þætti. Þetta er hlutur sem við erum að íhuga hvernig við leysum og von- andi í samstarfi við aðra aðila sem eru á markaðnum,“ segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. Ekki er gert ráð fyrir að raf- ræni dagskrárvísirinn heiti neitt sérstakt. Í hann verður safnað upplýsingum um dagskrárliði, hvenær þættir hefjast og hvenær þeim lýkur, efnistök og bak- grunnsefni af ýmsu tagi. „Þetta er nauðsynleg forsenda þess að tæknin virki eins og henni er ætl- að,“ segir Arnþór. -ghs Samningur um nýtt húsnæði í Kópavogi: Heilsugæsla á brú og bjargi HEILBRIGÐISMÁL Kópavogsbúar geta nú státað af nýrri heilsu- gæslustöð „sem bæði er byggð á brú og bjargi,“ eins og Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra komst að orði við undirritun samninga um nýtt húsnæði fyrir stöðina. Byggingin stendur á brú þvert yfir gjána í Kópavogi og verður heilsugæslustöðin til húsa á efri hæðinni. Í nýju stöðinni verður starfs- aðstaða fyrir sex lækna og rúm- lega 30 aðra starfsmenn. Þar verð- ur einnig miðstöð heimahjúkrunar fyrir Kópavog. Á þjónustusvæði stöðvarinnar eru um tíu þúsund íbúar. Húsnæðið sem um ræðir hefur verið tekið á leigu og verður innréttað eins og þörf krefur. Í Kópavogi eru fyrir tvær heilsugæslustöðvar, önnur í Sala- hverfi sem tekin var í notkun á liðnu ári og heilsugæslustöðin í Smárahvammi sem tekin var í notkun 1999. - jss VIÐSKIPTI Fjárfestingarbankinn Straumur seldi í gær um 38 pró- senta eignarhlut sinn í Trygginga- miðstöðinni (TM). Kaupendur hlutarins eru Sund, sem er í eigu fjölskyldu Óla heitins í Olís (20 prósent), Fjárfestingarfélag sparisjóðanna (12,9 prósent) og Höfðaborg ehf. (5 prósent) sem er í eigu Péturs Guðmundssonar verktaka í Eykt ehf. Voru átta milljarðar króna greiddir fyrir hlutabréfin. Söluhagnaður Straums gæti verið um 2,2 millj- arðar króna en viðskiptin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Straumur var með tvær stórar stöður í fjármálafyrirtækjum, annars vegar í Tryggingamiðstöð- inni en hins vegar um fimmtungs- hlut í Íslandsbanka. Það var vitað að félagið gæti ekki verið með virkan eignarhlut á báðum þess- um vígstöðvum því að Fjármála- eftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samþykki sínu á eignarhlut Straums í Íslandsbanka að félagið mætti hvorki eiga beinan né óbeinan hlut í hvoru félagi til lengri tíma. Straumur losar um mikið fé með sölunni á Tryggingamiðstöð- inni og gefur honum færi til fjár- festinga annars staðar. Greining- ardeild Landsbankans áætlar að Straumur hafi um 20 milljarða umleikis til fjárfestinga. Nokkur óvissa hafði verið í kringum eignarhald í Trygginga- miðstöðvarinnar eftir að Straum- ur keypti þriðjungshlut af Kald- baki í maí fyrir ári síðan en nú verða línur skýrari. Sund, sem verður þar með næststærsti eig- andi TM á eftir Eyjafjölskyld- unni, stendur í miklum fjárfest- ingum með TM og Landsbankan- um í gegnum Fjárfestingarfélagið Gretti og eru þessi kaup talin vera liður í því að binda þetta við- skiptasamband enn fastari bönd- um. Sundsmenn líta á kaupin sem ágætustu fjárfestingu en höfðu ekkert meira að segja um kaupin. Stærstu eignir Grettis eru einmitt í Straumi og svo einnig í Keri og SH. – eþa Stjórnarformaður Hive: Frítt net- sjónvarp FJÖLMIÐLAR Hive er í viðræðum við Popptíví og Skjá einn um að dreifa sjónvarpsefni þeirra um gervi- hnött, að sögn Sigurðar G. Guð- jónssonar stjórnarformanns Hive. Að auki er Hive að undirbúa frítt netsjónvarp sem fer í loftið í vor eða byrjun sumars. Spurður um það hvort nafn nýja netsjónvarpsins verði Frí tíví segir Sigurður að ekkert nafn sé komið á það. „Ég er bara í ró- legheitum að vinna fyrir við- skiptavini mína í Þýskalandi og er ekkert að velta þessu fyrir mér,“ sagði hann í gær. - ghs Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 14. tbl. 67. árg., 13. ap ríl 2005. Aðeins 599 kr. Lífsreynslusaga • Heil sa • • Matu r • Krossgáturg•á~t Persónuleikaprófið Er vetrarslenið að buga þig? Góð ráð til að auka orkuna Hættar að fara í ljós Brynja Valdimars- dóttir úr Idol- Stjörnuleit var ættleidd frá Sri Lanka að vera Íslendingur Við hvað starfa þær? Skoðaðu týpurnar! Lagar ungbarnakveisu með Bowen-tækni! Bestu staðirnir til stefnumóta! Heppin Öðruvísi sumarfrí 4 ævintýrakonur Það sem þú vissir ekki! Bjarni Ármannsson 0 Vikan14.t bl.'05-1 1 .4.2005 11 :52 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ý og fersk í hve rri viku M YN D A P ARNÞÓR HALLDÓRSSON HJÁ HIVE Hive verður með vikulegan rafrænan dag- skrárvísi í tengslum við sjónvarpsútsend- ingar sínar sem hefjast á netinu í vor. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R UNDIRRITUN Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og fulltrúar fyrirtækisins Ris ehf. undirrituðu samning um leigu á húsnæði heilsugæsl- unnar í Kópavogi. FIMM STÆRSTU EIGENDUR Í TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI NAFN EIGNARHLUTUR Í % Fram ehf. 33,17 Sund ehf 20,00 Fjárfestingarfélag sparisjóðanna 12,90 Ísfélag Vestmannaeyja hf. 9,95 Höfðaborg ehf. 5,00 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Straumur er ekki lengur stærsti hluthafinn í Tryggingamiðstöðinni eftir að Sund ehf., Fjár- festingarfélag sparisjóðanna og Höfðaborg ehf. keyptu eignarhlut hans. Kaupverðið er um átta milljarðar króna. Söluhagnaður Straums gæti verið um 2,2 milljarðar króna. Straumur selur fyrir átta milljarða Sund ehf. verður næststærsti hluthafinn í Tryggingamiðstöðinni á eftir Eyja- fjölskyldunni. Fjármálaeftirlitið hafði úrskurðað að Straumur gæti ekki átt virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni og Íslandsbanka til lengri tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.