Fréttablaðið - 23.06.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 23.06.2005, Síða 1
SUÐURLAND [ ÁFANGASTAÐIR Í ALFARALEIÐ ] Stendur vörð um þrjú gildi Þingvellir Bls. 2 Vel varðveittur undir öskunni Stöng í Þjórsárdal Bls. 4 Baka hverabrauð Geysisstofa í Haukadal Bls. 7 Þeir kalla mig Miss Bölti Hlíðar Skaftafells Bls. 6 FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Áfangasta›ir í alfaralei› SUÐURLAND MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttasími: 821 7530 FREMUR HÆG NORÐLÆG EÐA BREYTILEG ÁTT Í DAG Yfirleitt úrkomulítið utan stöku þokubakka með ströndum. Víða bjart. Veður 4 FIMMTUDAGUR 23. júní 2005 - 168. tölublað – 5. árgangur Núna er lag Árni Snævarr segir það hafa tekið Ís- lendinga lengri tíma að efna loforð sitt um aukin framlög í þróunarhjálp en þau ríki sem við ber- um okkur helst saman við. Nú sé hins vegar lag til úrbóta. UMRÆÐAN 24 Spjallað við kýr og striplast í grasinu Jónsmessan er á morgun. Jó- hannes skírari á að hafa fæðst þennan dag og heitir Jónsmessan í höfuðið á hon- um. Samkvæmt þjóðtrúnni á aðfaranótt hennar, Jónsmessunótt, að vera mjög sérstök og dulúðug. Fréttablaðið skoðar þá siði sem tengjast Jónsmessunni. JÓNSMESSA 38 Allir jafnir í fataskápnum GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ▲ FJÁRLÖG Ríkisendurskoðun segir að forstöðumenn og ráðuneyti bregð- ist of seint við þegar ljóst sé að rekstur stofnana kosti meira en sem nemur fjárveitingum. Alvar- legir misbrestir eru á framkvæmd fjárlaga að mati Ríkisendurskoð- unar og kemur það meðal annars fram í því að um 120 ríkisfyrir- tæki og stofnanir af 520 fara meira en fjögur prósent fram úr heimildum, en við þau mörk skal grípa til sérstakra aðgerða sam- kvæmt reglugerð sem í gildi er. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ríkisendurskoðun birti í gær um framkvæmd fjárlaga síðasta árs. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að ráðuneyti og for- stöðumenn grípi til aðgerða strax enda stefni ljóslega í óefni. Að mati stofnunarinnar kemur til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið er til við- eigandi ráðstafana. Fram kemur í skýrslunni að stundum hafi forstöðumenn ríkis- stofnana lagt til sparnaðaraðgerð- ir en ráðuneytin þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sér- staklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið erfitt að réttlæta í pólitísk- um skilningi. Af þessum sökum telji forstöðumenn sig því vera í góðri trú um að viðkomandi ráðu- neyti sjái til þess að viðbótarfjár- heimild fáist. Gangi það ekki eftir geti stofnunin á endanum setið uppi með óviðráðanlegan halla. „Veikleikar í fjármálastjórninni hafa leitt til þess að úgjaldaþróun fjölmargra fjárlagaliða er með þeim hætti að ekki verður við unað lengur,“ segir í skýrslunni. Vakin er athygli á að fjárlaganefnd hafi við afgreiðslu fjárlaga óskað eftir að ráðuneytin upplýstu um stöðu mála. „Nánast undantekningalaust hafa ráðuneytin ekki getað orðið við þessari beiðni,“ segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar. - jh ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG VEÐRIÐ Í DAG Landlæknir: Sjálfsvígum fækkar HEILBRIGÐISMÁL Sjálfsvígum karla 24 ára og yngri hefur fækkað um rúmlega helming frá árabil- inu 1999 til 2001. Í þeim aldurs- hópi hefur sjálfsvígum fjölgað mest. Ekki hefur orðið marktæk breyting á sjálfsvígstíðni hjá konum á þessu tímabili. Einnig kom fram að mun fleiri konur gera tilraunir til sjálfsvígs en ungir karlar. Þetta kom fram þegar Land- læknisembættið kynnti í gær nýja úttekt á tíðni sjálfsvíga. Embættið setti fyrir þremur árum af stað forvarnarverkefn- ið Þjóð gegn þunglyndi. Hefur það meðal annars beint starfi sínu inn í framhaldsskóla lands- ins. Samkvæmt úttektinni eru margir þeirra sem eru þung- lyndir með námsörðugleika. Sjá síðu 18/ -jss Það verður á laugardaginn Ríkisendursko›un skammar rá›herra vegna a›ger›aleysis Hljómsveitin Mínus Rokksveit Íslands hitar upp fyrir Foo Fighters á Reykjavík Rocks. FÓLK 50 LANDBÚNAÐARSTYRKIR Tollar á land- búnaðarvörum munu hugsanlega lækka um 50 til 70 prósent á næsta ári í kjölfar nýs samnings við alþjóðaviðskiptastofnunina WTO sem landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að. Þetta segir Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, en í nýrri skýrslu efnahags- og framfarastofnunar- innar OECD kemur fram að opin- berir styrkir til bænda séu hlut- fallslega hæstir á Íslandi. Sam- kvæmt skýrslunni fá íslenskir bændur 69 prósent tekna sinna í formi opinberra styrkja. „Inni í þessum stuðningi er allur stuðningur til bænda, bæði beingreiðslur og markaðsstuðn- ingur sem er í formi tollavernd- ar,“ segir Ólafur. „Það er tolla- verndin sem hleypir þessu aðal- lega upp,“ segir hann. Hann segir landbúnaðarskil- yrði afar erfið vegna legu lands- ins og því sé stuðningur við bændur hár en jafnframt séu styrkirnir að hluta byggða- tengdur stuðningur. Hann bendir á að verið sé að gera nýjan WTO-samning sem hugsanlega verði kláraður í byrj- un næsta árs. „Í honum verður samið um umtalsverða lækkun eða afnám tolla á landbúnaðar- vörum og einnig lækkun á heildar- stuðningi, en beinn stuðningur hefur farið hlutfallslega lækkandi á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Ólafur. Sjá síðu 8/ - sda Innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum: Von til a› tollar lækki verulega SÉRBLAÐ Sendiráð Íslands -107,5 1.565,9 -228,1 -335,6 1. jan. Fjárheimild Afkoma 31. des. Háskólinn á Akureyri -126,8 754,0 -107,8 -234,6 Framkvæmdasj. aldraðra -133,0 904,0 -60,6 -193,6 Heilbrigðisst. Suðurnesjum -76,4 1.046,3 -86,8 -163,2 Landbúnaðarhásk. Hvanneyri -37,2 193,3 -98,1 -135,3 Styrkir til fráveitna sveitarfélaga -75,3 220,0 -31,0 -106,3 St. Jósefsspítali, Hafnarfirði -50,9 550,3 -47,4 -98,3 Heilbrigðisst. Vestmannaeyjum -62,6 470,0 -31,0 -93,6 Embætti forseta Íslands -36,8 128,7 -48,6 -85,4 Yfirdýralæknir -54,9 377,6 -25,4 -80,3 HALLAREKSTUR TÍU VERST SETTU STOFNANANNA 2004 Taflan sýnir stofnanir sem hófu árið 2004 með uppsöfnuðum halla og enduðu það með enn meiri hallarekstri. Ríkisendursko›un átelur rá›uneyti fyrir a› fylgjast illa me› útgjöldum stofnana sinna. Í n‡rri sk‡rslu er tala› um veikleika í fjármálastjórn hins opinbera sem ekki ver›i lengur una› vi›. PRESTAR OG DJÁKNAR Í PRÓSESSÍU Prestar og djáknar gengu í prósessíu frá safnaðarheimili Dómkirkjunnar að kirkjunni sjálfri þar sem messað var vegna upphafs prestastefnunar klukkan sex í gær. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um rétt samkynhneigðra til hjóna- vígslu og verður afstaða kirkjunnar til þess væntanlega rædd á þessari prestastefnu. Á meðal fjölmargra erlendra gesta voru séra Michael Kurtz, prestur Vestur-Íslendinga í Winnipeg, og Richard Smith, biskup í sömu borg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.