Fréttablaðið - 23.06.2005, Qupperneq 24
Í dag þykir ekki tiltökumál þótt
hver sem er taki sig til og dvelji
erlendis, jafnvel oftar en einu
sinni á ári. Öldin er önnur en var
fyrir 20-30 árum síðan, þegar það
þótti stórviðburður að fara úr
landi. Jafnframt því sem ferðlög
á milli landa hafa stóraukist síðan
þá, hafa fargjöldin stórlækkað.
Nýjasta dæmið um það er að
lágjaldaflugfélagið Sterling býð-
ur nú upp á flug til Bandaríkjanna
á innan við 20.000 kr. Þetta er allt
gott og blessað. En, ekki sitja allir
við sama borð. Þegar hreyfihaml-
aður einstaklingur ætlar að ferð-
ast á eigin vegum, er raunin oftar
en ekki sú, að hann verður að hafa
með sér aðstoðarmann, t.d. til
þess að aðstoða við þarfir daglegs
lífs. Þótt alltaf sé gott að hafa
bjartsýni að leiðarljósi, er ekki
beinlínis hægt að ætlast til þess
að aðstoðarmaður borgi fyrir sig
sjálfur. Það er líka ósanngjarnt að
hreyfihamlaðir borgi tvöfalt
gjald, fyrir sig og aðstoðarmann.
Jafnvel þótt sá hreyfihamlaði
væri allur að vilja gerður til þess,
er ekki víst að hann gæti það.
Sem betur fer hafa Rauði kross
Íslands og Sjálfsbjörg, landssam-
band fatlaðra, um nokkurt skeið
haldið uppi hjálparliðasjóði, sem
gerir hreyfihömluðum kleift að
taka með sér hjálparliða, án þess
að borga aukalega fyrir hann. Sá
galli er hins vegar á gjöf Njarðar,
að í dag er sjóðurinn tómur. Fyrir
tilstuðlan Kjartans J. Haukssonar
og verkefnisins „Frelsis“ verður
þar breyting á. Hann er að róa í
kringum landið á árabát til styrkt-
ar sjóðnum. Hann lagði af stað frá
Bolungarvík 4. júni og áætlar að
vera í Reykjavík í byrjun ágúst.
Kjartan heldur úti dagbók á
www.sjalfsbjorg.is, þar sem hægt
er að fylgjast með ferðum hans og
er hún uppfærð mjög reglulega. Í
tengslum við verkefnið er haldið
úti styrktarlínu, þannig að áhuga-
samir geti styrkt sjóðinn. Síminn
er 908-2003 og færast þá sjálf-
krafa þúsund krónur af símreikn-
ingnum til styrktar sjóðnum.
Það er okkar von að sem flest-
ir sjái sér fært að styrkja sjóðinn
og stuðla þannig að ferðafrelsi
fyrir alla.
Höfundar eru í Ný-ung, ung-
liðahreyfingu Sjálfsbjargar.
23. júní 2005 FIMMTUDAGUR24
Teki› undir me› Bono
Þegar helstu stórstjörnur poppsins
stíga á svið í Edinborg um þarnæstu
helgi og lýsa stuðningi við fátæk
ríki Afríku í tali og tónum, munu
þær ekki einungis beina máli sínu til
Bush og Blair, Chirac og Putin, held-
ur rétt eins til okkar Íslendinga –
einnar ríkustu þjóðar heims.
Málefni Afríku, „gleymdu“
heimsálfunnar hafa verið meira til
umræðu víðast hvar í heiminum að
undanförnu þökk sé fyrst og fremst
þremur mönnum: Tony Blair, Bono
og Bob Geldof.
Enginn vafi leikur á að frum-
kvæði popparans Bono átti stóran
þátt í því að Tony Blair, forsætisráð-
herra Breta hét því að rukka inn
Íraks-innistæður sínar hjá Bush
Bandaríkjaforseta og beita sér fyrir
niðurfellingu skulda fátækustu
ríkja heims – sem langflest eru í
Afríku. Bob Geldof sá svo til þess,
með því að efna til „Live Eight“
átaksins, að skæru kastljósi fjöl-
miðla verður beint að fundi ríkustu
landa heims í Edinborg í byrjun júlí.
Margt bendir til að þessi yfirvofandi
athygli hafi greitt fyrir því að Gor-
don Brown, fjármálaráðherra Breta
tókst á dögunum að fá fjármálaráð-
herra iðnríkjanna til að fallast á bar-
áttumál Bonos um niðurfellingu
skuldanna.
En björninn er síður en svo unn-
inn.
Skuldirnar sem gefnar verða upp
eru einungis skuldir fátækustu ríkj-
anna við alþjóðlegar stofnanir á
borð við Alþjóðabankann og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn en ekki
heildar erlendar skuldir þessara
ríkja. Vissulega léttist róðurinn fyr-
ir fátækustu ríkin, nú þegar þau
þurfa ekki að borga af lánunum sem
Vesturlönd veittu vinveittum ein-
ræðisherrum á dögum kalda stríðs-
ins.
En fyrst þetta samkomulag ligg-
ur fyrir, hefur Gordon Brown þá
ekki skotið Bob Geldof ref fyrir
rass? Nei, síður en svo.
Í fyrsta lagi er óvíst að Bretar
hefðu lagt jafn mikla áherslu á þetta
mál og raun ber vitni ef Geldof hefði
ekki tekið að sér að fylkja liði; efna
til „Réttlætisgöngunnar miklu“
(„Long walk to justice“) til Edin-
borgar og „Live Eight“ tónleikanna.
Í öðru lagi eru tvö önnur mikil-
væg málefni á dagskrá G-8 fundar-
ins: að brjóta niður viðskiptahindr-
anir og tvöfalda þróunaraðstoð.
Þarna geta Íslendingar lagt lóð sín á
vogarskálarnar.
Íslendingar hafa margsinnis lýst
stuðningi við markmið Sameinuðu
Þjóðanna um að þróuð ríki greiði 0.7
prósent vergrar landsframleiðslu til
þróunarmála fyrir árið 2015. Alþingi
Íslendinga samþykkti árið 1985
ályktun um að 0.7 prósent markinu
skyldi náð innan sjö ára. Þrátt fyrir
að Ísland sé nú tuttugu árum síðar
miklu auðugara land og mun betur í
stakk búið til að sinna þróunarsam-
vinnu, höfum við á tveimur áratug-
um staðið við samþykkt Alþingis
sem framfylgja átti á sjö árum.
Árið 2000 þegar Íslendingar hétu
því hátíðlega ásamt öðrum aðildar-
ríkjum Sameinuðu Þjóðanna að
vinna að Þúsaldarmarkmiðum (sem
meðal annars fela í sér öll helstu
stefnumál „Live eight“), var fram-
lag Íslands til þróunarsamvinnu inn-
an við 0.1 prósent. Síðan þá hafa
framlögin meir en tvöfaldast og eru
orðin 0.21 prósent. Davíð Oddsson,
nú utanríkisráðherra ítrekaði í
skýrslu sinni um utanríkismál fyrir
skemmstu, þau markmið ríkis-
stjórnarinnar að stighækka þessi
framlög þannig að árið 2009 nái þau
0,35 prósent af vergri landsfram-
leiðslu.
Hér hafa því orðið miklar fram-
farir. Engu að síður blasa við þær
staðreyndir að þau ríki sem við helst
berum okkur saman við: Noregur,
Svíþjóð og Danmörk hafa öll náð 0.7
prósent markinu og Finnar fylgja í
humátt á eftir. Norðurlandaþjóðirn-
ar hafa – ekki síst í krafti rausnar-
skapar síns í þróunarmálum- „átt“
eitt af sætum þróaðra ríkja í örygg-
isráði Sameinuðu Þjóðanna og Ís-
lendingar hafa nú gert tilkall til
þess.
Við erum vissulega á réttri leið,
en ekki má gleyma því að ekki var
úr háum söðli að detta og að ná-
grannaríkin hafa nú sett stefnuna
með afdráttarlausum hætti á að ná
0.7 prósent – Þúsaldarmarkmiðun-
um. Evrópusambandsríkin sam-
þykktu þannig í lok síðasta mánaðar
áætlun um stórhækkun þróunarað-
stoðar: 15 auðugustu aðildarríkin
munu greiða 0,51 prósent af vergri
þjóðarframleiðslu til þróunarmála
árið 2010 (tvöföldun á aðeins fimm
árum) og skuldbinda sig til að ná 0.7
prósent markinu tímanlega.
„Aukið frelsi“, tillögur Kofi Ann-
ans, framkvæmdastjóra Sameinuðu
Þjóðanna um nýskipan samtakanna,
verða lagðar fram á leiðtogaráð-
stefnu í New York næsta haust. Þar
eru þróuð ríki sem enn hafa ekki
samið tímaáætlun um að ná því tak-
marki að greiða 0.7 prósent í opin-
bera þróunaraðstoð fyrir 2015, hvött
til þess að auka umtalsvert aðstoð,
ekki seinna en 2006 og ná 0.5 pró-
sent fyrir 2009.
Betur má ef duga skal ef Íslend-
ingar ætla að ná þessu marki- en það
er síður en svo óvinnandi vegur,
enda hefur brautin verið rudd.
Augu heimsins munu beinast að
leiðtogum helstu iðnríkjanna í Edin-
borg um næstu mánaðamót. Cold-
play og U2, Elton John og Madonna,
REM og Robbie Williams munu ekki
aðeins ákalla iðnríkin. Ákalli þeirra
er líka beint til auðugustu þjóða
heims, á borð við okkur Íslendinga
um að við stöndum við gefin loforð.
Er ekki lag að taka undir með
Bono?
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norð-
urlöndum á Upplýsingaskrifstofu SÞ
í Vestur-Evrópu í Brussel.
Fer›afrelsi fyrir alla
Á sjómannadaginn setti ég fram
hugmyndir um breytingar í sjáv-
arútvegi. Þær eiga að leiða til
þess að nýir menn geti haslað sér
völl í atvinnugreininni og keppt
við þá sem fyrir eru. Með því móti
verður auðlindin í sjónum nýtt á
hagkvæman hátt og byggðarlögin
munu njóta nálægrar auðlindar.
Til þess að ná þessu fram legg ég
til að veiðiheimildir verði tíma-
bundnar og miðist við ákveðið
magn. Auk þess legg ég til að
sveitarfélög ráðstafi verulegu
magni gegn leigugjaldi sem renni
í sveitarsjóð. Breytingarnar verði
gerðar á löngum tíma en tiltekin
sveitarfélög fái strax veiðiheim-
ildir til mótvægis við uppgang
sem er annars staðar á landinu,
það verði þeirra álver.
Fyrir nokkru andmælti Örvar
Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík
þessum hugmyndum í Fréttablað-
inu. Hann telur að stöðugleiki
þurfi að vera í lagaumhverfi
greinarinnar svo fyrirtæki geti
horft til framtíðar í rekstri sínum
og fjárfestingum. Tillögur mínar
geri fyrirtækjunum erfitt fyrir,
fjárfesting í veiðiheimildum geti
ekki borgað sig þegar heimildirn-
ar eru skertar. Veiðiheimildir ein-
um færðar séu af öðrum teknar
og það veiki byggðirnar.
Um þetta er það að segja að
þótt kvótakerfið hafi verið við
lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei
verið lokað fyrr en núna. Með lög-
um hefur ítrekað verið gripið inn
í upphaflega úthlutun aflaheim-
ilda til þess að hleypa nýjum aðil-
um inn í greinina. Lætur nærri að
um 25 prósent af heimildum í
þorski hafi verið fluttar frá upp-
haflegum aðilum til nýrra aðila,
auk heimilda í öðrum tegundum.
Þeir eru líklega 1500 til 2000 sam-
tals útgerðarmennirnir, sem
þannig hafa komið inn í kerfið án
þess að kaupa veiðiheimildirnar.
Þessar tölur eru að vísu eftir
minni, svo einhverju getur skeik-
að, en ekki miklu. Þessu til viðbót-
ar er byggðakvóti í nokkrum mis-
munandi útgáfum, kannski 1 til
1,5 prósent af botnfisktegundum.
Einn af þeim sem hefur barist
fyrir því að komast inn í kerfið er
Örvar Marteinsson. Hann hefur
notið þess árum saman að geta
gert út í sóknardagakerfi á smá-
bát án þess að kaupa veiðiheim-
ildir. Á síðasta ári fannst honum
nóg komið af því og vildi leggja
niður sóknardagakerfið og fá
kvóta. Honum varð að ósk sinni.
Kvótakerfinu var loksins lokað,
um 300 sóknardagabátar fengu
úthlutað um 10 þúsund tonna
kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk
um 40 tonna kvóta úthlutað,
ókeypis. Þennan kvóta getur Örv-
ar selt fyrir um 35 til 40 milljónir
króna. Þessi kvóti var að mestu
tekinn af öðrum. Þeir voru skert-
ir, bótalaust. Það fannst Örvari í
lagi. Nú vill hann ekki neina leið
fyrir nýja menn inn í greinina og
alls ekki þá leið sem hann fékk að
fara. Nú verða þeir að kaupa allan
kvóta fullu verði. Af honum. Eftir
stendur óleyst, hvernig á endur-
nýjunin og samkeppnin að vera í
sjávarútveginum. Hvernig á að
stöðva samþjöppunina í grein-
inni? Ég set fram mínar tillögur
vegna þess vanda sem lokað
kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem
verður ekki leystur nema með því
að opna kerfið og það verður að-
eins gert með aðgangi að veiði-
heimildum. Óbreytt kerfi leiðir til
ófarnaðar.
Höfundur er þingmaður Fram-
sóknarflokksins.
Á lei› til ófarna›ar
Sem betur fer hafa Rau›i kross
Íslands og Sjálfsbjörg, lands-
samband fatla›ra, um nokkurt
skei› haldi› uppi hjálparli›a-
sjó›i, sem gerir hreyfihömlu›-
um kleift a› taka me› sér
hjálparli›a, án fless a› borga
aukalega fyrir hann. Sá galli
er hins vegar á gjöf Njar›ar,
a› í dag er sjó›urinn tómu
Örvar sjálfur fékk um 40 tonna
kvóta úthluta›, ókeypis. fienn-
an kvóta getur Örvar selt fyrir
um 35 til 40 milljónir króna.
fiessi kvóti var a› mestu tekinn
af ö›rum. fieir voru skertir,
bótalaust. fia› fannst Örvari í
lagi.
KRISTINN H. GUNNARSSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
UPPSTOKKUN Í
FISKVEIÐISTJÓRN-
UNARKERFINU
ÁRNI SNÆVARR
BLAÐAMAÐUR
UMRÆÐAN
NIÐURFELLING
SKULDA FÁTÆKRA
RÍKJA
FRIÐRIK Þ. ÓLASON OG GUNNAR
GUÐMUNDSSON
UMRÆÐAN
HJÁLPARLIÐASJÓÐUR HREYFIHAMLAÐRA