Fréttablaðið - 23.06.2005, Blaðsíða 25
Um vir›ingu fyrir náttúrunni
Erum við svona fátæk? Höfum við
ekki efni á að rústa ekki heilu fjalli?
Erum við svona heimsk? Höldum
við að ekkert skipti máli nema yfir-
burðir okkar gegn sjálfu sköpunar-
verkinu? Þarf fátæktin í félagi við
heimskuna alltaf að ráða því að við
gerum það sem er auðveldast og
fljótlegast en ekki það sem er sæm-
andi bæði sköpunarverkinu og okk-
ur sjálfum sem erum hluti þess eitt
andartak í eilífðinni?
Ástæðan fyrir hrapallegum um-
hverfismistökum og tillitslausum
arkitektúr á Ísafirði á liðnum árum
gæti verið sú, að fólkið hefur alist
upp í gríðarlega magnaðri og mikil-
fenglegri náttúru. Að sjálfsögðu vill
stjórnsýslan vel, bæði fólkinu og
náttúrunni. En þegar náttúran er
svona stórfengleg geta menn blind-
ast af henni og skynja þá ekki hvað
rímar við hana.
Komin er út skýrsla sem sögð er
innihalda mat á umhverfisáhrifum
snjóflóðavarnarmannvirkja í sér-
kennilegu og tignarlegu fjalli sem
heitir Kubbi og stendur eflaust fyr-
ir tilviljun í Skutulsfirði. Svo virðist
sem skýrslan sé skrifuð með það að
leiðarljósi að enginn geti skilið hana
og þess vegna muni enginn voga sér
að gera athugasemdir við hana.
Fyrirhugað eyðileggingaruppá-
tæki sem skýrslan fjallar um er
þetta: Verja skal nokkur hús næstu
þúsund árin eða svo fyrir snjóspýj-
um sem afar ólíklegt er að valdi
teljandi tjóni. Þeir sem fyrir þessu
standa ættu að hugsa sig um áður en
þeir krefjast refsingar yfir ungling-
um sem henda pylsubréfi út um bíl-
glugga. Athæfi af því tagi telja þeir
vera hið eina og sanna umhverfis-
svínarí.
Meðal þungvægra raka fyrir því
að hinn mikli garður var gerður í
Seljalandsmúla andspænis Kubban-
um fyrir nokkrum árum voru þau,
að undir honum skapaðist stórt og
öruggt byggingarsvæði í hlíðinni
mót suðri. Þar eru á teikningum
reitir fyrir íbúðabyggð. Á þessu ör-
ugga en dýrkeypta byggingarsvæði
undir Miklagarði mætti reisa hús
handa þeim sem snjóflóðahættast
eru komnir í Holtahverfi undir
Kubbanum. Kostnaðurinn yrði að-
eins brot af beinum fjárútlátum
vegna fyrirhugaðra skemmdar-
verka. Þá er kostnaður sköpunar-
verksins ekki tekinn í reikninginn
enda verður hann ekki metinn til
fjár. Þau hús undir Kubba sem í
staðinn yrðu keypt upp mætti nota
fyrir þá sem vilja verja sumarfríinu
sínu á snjóflóðahættusvæði. Sem er
að vísu hættusvæði samkvæmt
ákvörðun yfirvalda en ekki sjálfrar
náttúrunnar.
Við eigum ekki fjöllin. Við eigum
ekki það sköpunarverk sem fjallið
er. Við erum með fjallið að láni þann
stutta tíma sem við erum hér. Að
láni til að njóta þess og skila því
áfram en ekki til að eyðileggja það.
Fólk er alltaf á hreyfingu,
stöðugt á ferð og flugi. Alltaf í ein-
hverri hættu. Alltaf að verja sig
gegn óhöppum og forða sér undan
óhöppum. Samt alltaf að lenda í
óhöppum, oftast manngerðum
óhöppum.
Fjallið getur ekki forðað sér.
Stendur þarna og getur ekki annað.
Varnarlaust fyrir einu hættunni
sem að því steðjar, hinum vitiborna
manni. Fjallið sem kom hér langt á
undan manninum og verður hér enn
þegar maðurinn er horfinn. ■
25FIMMTUDAGUR 23. júní 2005
Halldór, Bjarni
og Daví›
Nýlega kynnti Halldór Ásgríms-
son formaður Framsóknarflokks-
ins minnisblað Ríkisendurskoðun-
ar um hæfi sitt til þess að fjalla um
sölu á hlut ríkisins til m.a. fyrrver-
andi varaformanns Framsóknar-
flokksins og fyrirtækis í eigu fjöl-
skyldu sinnar.
Það er fróðlegt að bera saman
annars vegar þetta minnisblað
Ríkisendurskoðunar og hins vegar
úrskurð félagsmálaráðuneytisins
um hæfi sveitastjórnarmannsins í
Skagafirði, Bjarna Maronssonar.
Bjarni var varaformaður stjórnar
Kaupfélags Skagfirðinga en lagði
engu að síður fram tillögu um
breytingu á aðalskipulagi sem
varðaði hagsmuni fyrirtækisins
Héraðsvatna ehf. sem Kaupfélag
Skagfirðinga á í. Þessi mál eru að
mörgu leyti sambærileg þar sem
Kaupfélag Skagfirðinga á sam-
bærilega stóran hlut í fyrirtækinu
Héraðsvötnum og vitað er að fjöl-
skylda Halldórs Ásgrímssonar á í
Skinney-Þinganesi.
Öll tvímæli voru tekin af um að
engir fjárhagslegir hagsmunir
voru í húfi hjá Bjarna Maronssyni
vegna afgreiðslu málsins, ólíkt
Halldóri Ásgrímssyni og fjöl-
skyldu hans sem hafði verulegra
hagsmuna að gæta.
Það er athyglisvert að fara yfir
vinnubrögð í þessum tveimur mál-
um. Félagsmálaráðuneytið reifar
sitt mál frá báðum hliðum og kem-
ur síðan með úrskurð á meðan
minnisblað Ríkisendurskoðunar er
einhliða varnarrit fyrir þann sem
lá undir ásökunum um að hafa ver-
ið vanhæfur. Þess ber að geta að
félagsmálaráðuneytið úrskurðaði
Bjarna Maronsson vanhæfan. Rík-
isendurskoðun setti hins vegar
kíkinn fyrir blinda augað, sauð
saman algert varnarrit fyrir Hall-
dór Ásgrímsson og hljóp yfir ýms-
ar furðulegar uppákomur, s.s.
símafund þar sem Halldór stóð í að
sjóða saman réttan kaupendahóp
að eign almennings.
Í lokin er rétt að rifja upp um-
mæli Davíðs Oddssonar um for-
seta lýðveldisins í fyrrasumar en
hann sagði forsetann vanhæfan í
fjölmiðlamálinu vegna þess að
dóttir hans væri í vinnu hjá Baugi.
Hvað ætli Davíð segi um vin sinn
Halldór í þessu máli?
Höfundur er þingmaður
Frjálslynda flokksins
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
PÉTUR TRYGGVI HJÁLMARSSON
SILFURSMIÐUR Á ÍSAFIRÐI
UMRÆÐAN
SNJÓFLÓÐAVARNIR
VIÐ SKUTULSFJÖRÐ
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA OG SALA
RÍKISBANKANNA