Fréttablaðið - 23.06.2005, Page 28

Fréttablaðið - 23.06.2005, Page 28
Brjóstahaldari Nauðsynlegt er að fá aðstoð frá fagmanneskju reglulega við val á brjósta- haldara því meðalkonan breytir um brjóstahaldarastærð 6 til 8 sinnum á ævinni. Flestar konur nota brjóstahaldara í vitlausri stærð.[ ] Sumartískan fyrir árið 2006 var kynnt í Ríó de Janeiro í síðustu viku og greinilegt að litir halda áfram að slá í gegn. Sumartískan á næsta ári í Ríó de Janeiro í Brasilíu var kynnt með pompi og prakt í vikunni sem leið. Tískusýning- arnar voru haldnar í nútímalistasafni í borginni og stóðu yfir í þrjá daga. Helstu fatahönn- uðir heims, eins og Maria Bonita, Mara Mac, Tessuti og Animale sýndu hönnun sína sem og hönnuðir frá fjörutíu öðrum merkjum og tísku- húsum. Rúmlega sextíu kaupend- ur og fulltrúar einkaumboða komu á sýninguna en Brasilía kemst lengra inn á tísku- kortið með hverju árinu sem líður. Þegar hugsað er um Brasilíu þá koma litir fyrst upp í hugann. Lit- ríkt karnival og nóg af fjöri og það var ná- kvæmlega það sem einkenndi sumartísk- una fyrir næsta ár. Fullt af litum, eins og í ár, litríkar og stórar perlufestar og skemmtileg höfuðföt. Í verslun í Bandaríkjunum geta aðdá- endur Jennifer Aniston eða Angelinu Jolie styrkt stjörnuna sína með bola- kaupum. Verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum var ekki lengi að hagnast á sögusögnunum um samband Brad Pitt og Angelinu Jolie. Verslunin, sem heitir Kitson, selur um þessar mundir boli með slagorðunum Team Aniston eða Team Jolie þannig að viðskiptavinir geta haldið tryggð við uppáhaldsstjörnuna sína. Bolirnir hafa verið afar vinsælir en Aniston virðist vinsælli en Jolie þar sem þriggja mánaða biðlisti er eftir bol- um með henni. Jolie og Pitt hafa neit- að því að vera í ástarsambandi en eins og mörgum er kunnugt skildi Pitt við konu sína, Jennifer Aniston, vegna gróusagna um framhjáld Pitts og Jolie eftir að þau léku saman í Mr. and Mrs. Smith. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P & G ET TY Litríkt karnival og nóg af fjöri Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen opnaði flotta tískusýningu hjá Colcci. Sumarleg sundföt frá Lenny. Hönnuðurinn Redley notar aldeilis liti til að fagna sumrinu. 80¥s þema hjá hönnuðinum Karla Girotto. Rauður og sætur sumarstrákur í fötum frá Complexo B. Gianne Albertoni sýnir dýrslegan fatnað frá Animale. Aniston selur meira en Jolie Bolir til styrktar Jennifer Aniston seljast meira en bolirnir hennar Angelinu Jolie. Laugavegi 70 www.hsh.efh.is Íslensk hönnun Mikið úrval af barnahúfum Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 Nýkomið! Microfibra bolir og nærföt Margir litir Opið mán-fös 10-18 www.atson.is Brautarholti 4 S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Bikiní Bikiní Frábært úrval af sundfatnaði Stórar stærðir Tískuvöruverslun Glæsibæ Sími 588 4848 Flott föt Gott verð Ný tæki - Betra verð! 17.900.-kr. kr. 12.900.-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.