Fréttablaðið - 23.06.2005, Side 38

Fréttablaðið - 23.06.2005, Side 38
2 ■■■ { SUÐURLAND } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ STENDUR VÖRÐ UM ÞRJÚ GILDI ÍS-land, jöklasýning á Höfn, Hafnarbraut 30, 780 Höfn í Hornafirði, sími: 478 2665 / 470 8050, opið allt árið, sjá: www.is-land.is JÖKLASÝNING Tilboðsgerð, tækjaleiga, viðhald, hurðir, gluggar, timbur, íbúða-, sumar og stálgrindarhús, vörubíll m/ 9 m. bílkrana Hákon Páll Gunnlaugsson löggiltur húsasmíðameistari og byggingastjóri Aus tu rbyggð 20 • Laugarás • 801 Se l foss ☎ 486 8862 / 894 4142 • ö hakon@eyjar.is VELKOMIN Á STRANDARVÖLL Golfklúbbur Hellu hefur aðsetur á Strandarvelli sem er glæsilegur 18 holu golfvöllur í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík. Kynnið ykkur árgjöld og fjaraðild. S:487-8208 netf. ghr@simnet.is Ormsvöllur 5, 860 HVOLSVÖLLUR Eyrarbakki var í aldaraðir verslunarstaður Sunnlendinga. Í dag eru þar varðveitt mörg gömul hús sem bera vitni um merka fortíð og setja fallegan svip á staðinn. Hægt er komast í beina snert- ingu við fortíðina og fræðast um söguna í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu frá 1765 og Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.Húsið Söfnin eru opin kl. 11-17 alla daga í júní, júlí og ágúst, kl. 14-17 um helgar í apríl, maí, sept. og okt. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími 483 1504 · www.husid.com Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 með lögum sem samþykkt voru 1928. „Guðmundur Davíðsson benti á nauðsyn þess að vernda Þingvelli í anda þjóðgarða Bandaríkjanna. Það var árið 1913 en það tók samt meira en hálfan annan áratug að koma hugmyndum hans á framfæri,“ segir Ein- ar Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. „Það er sagan fyrst og fremst sem dregur menn til Þingvalla, en um miðja síðustu öld komu fram hugmyndir um landrek og flekaskil og þá kom í ljós að Þingvellir voru einstakir með tilliti til þeirra kenninga. Á síð- ustu áratugum hefur vatnasvið Þingvallavatns og lífríki þess verið rannsakað og sýnt fram á einstakt lífríki þess. Þar hefur líf verið að þróast á síðustu 10.000 árum og er einstakt fyr- ir margra hluta sakir. Meginað- streymi grunnvatns um Þingvallavatns liggur um sigdældina innan Þjóðgarðsins. Í dag stendur þjóðgarðurinn því vörð um þrjú gildi, sögu þingsins, jarðfræði og einstakar jarðfræðiminjar og lífríki Þingvalla- vatns. Í fyrra voru Þingvellir tilefndir á heimsminjaskrá Sameinuðu Þjóðanna og eru því á meðal 750 undra veraldar. Ferðamennskan nær alltaf hápunkti yfir sumarið en þó er tímabilið alltaf að lengjast og má segja að það nái yfir allt árið. Talið er að á milli 350-400.000 ferðamenn heimsæki Þingvelli árlega. Stór hluti ferða- manna hefur ekki langa viðdvöl hér, stoppar kannski eina klukkustund, sérstaklega þeir sem eru í skipulögðum rútuferðum. Þeir hafa ekki lang- an tíma.“ Fræðslumiðstöð Þjóðgarðsins er opin frá 9-19 alla daga yfir sumar- ið. Hún er staðsett þar sem gengið er niður í Almannagjá. Þar er marg- miðlun notuð til að kynna sögu og náttúru Þingvalla og er kynningin í boði á fimm tungumálum. Gestir láta vel af þessu áður en gengið er um staðinn. Á sunnudögum klukkan 13.00 er Fornleifaskóli barnanna. Þar fá börn á aldrinum 6-12 ára að spreyta sig í hlutverki fornleifafræð- inga á bökkum Öxarár. Nánari upplýsingar um þjóðgarðinn má finna á www.thingvellir.is . Stutt í náttúruperlur Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn. Svæðið telst til merkustu sögustaða landsins. Klaustur og nágrenni geyma margar mestu náttúruperlur Íslands. Kenndur við móbergshelli Í Landmannahelli hefur nokkuð lengi verið rekin ferðamannaþjónusta. Fyrsta húsið í Landmannahelli var byggt 1907 og því er gömul saga þar á bak við. Börn á aldrinum 6-12 ára spreyta sig í hlutverki fornleifafræðinga. Búist er við aukinni aðsókn að Kirkjubæjarklaustri vegna áformaðrar opnunar þjóðgarðs. „Við bindum miklar vonir við komandi þjóðgarð (Vatnajökul), en þá eigum við von á stóraukinni gesta- komu á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri,“ segir Karl Rafnsson hótelstjóri. „Hér er einstök náttúrufegurð og veðursæld og oft besta veðrið á landinu. Frá Klaustri er stutt í ýmsar náttúruperlur, svo sem Laka- gíga, Núpsstaðaskóg, Skaftafell og Jökulsárlón.“ Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri er vel útbúið, með 57 herbergi og öll með baði. Hótelið er rekið undir merkjum Icelandair hótelanna. „Það var fyrir tilstilli Jóns Helgasonar sem þetta hótel varð til hér á Klaustri, en hann byggði það af miklum myndarskap á sama tíma og aðrir eyddu fjármunum sínum í skuttogara.“ Karl Rafnsson var hótelstjóri árin 1991-99 og hann kom því aftur að hótelrekstri á þessum stað. „Við ætl- um að byggja hér upp arðvænlega rekstrareiningu sem á að vera opin allt árið. Hér er reyndar opið allt árið en ferðamannatíminn yfir sumarið er alltaf að lengjast. Yfir vetrartímann er það í okkar verkahring að ná í bitastæð verkefni svo sem ráðstefnur, árshátíðir eða starfsmannaferðir því Kirkjubæjarklaustur hefur upp á margt að bjóða.“ „Í kjölfar þess að byggt var gangnamannahús 1974 í Landmannahelli, hefur ferðamannaþátturinn á staðn- um farið vaxandi. Átta einstaklingar úr Holtum og Landssveit tóku sig saman árið 1990, stofnuðu fyrir- tækið Hellismenn ehf. og tóku gangnamannahús á leigu við Landmannahelli,“ segir Engilbert Olgeirsson, einn eigenda fyrirtækisins Hellismenn. Landmannahellir er kenndur við móbergshelli sem er þarna á staðnum. Hann er sunnan undir Hellisfjalli og þar gistu ferðamenn áður fyrr. Landmannahellir hefur í seinni tíð aðallega verið nýttur fyrir hesta. „Frá því Hellismenn komu til sögunnar hafa tvö önnur gistihús bæst við og því eru Hellismenn ehf. með í leigu þrjú hús í Landmannahelli. Húsin taka 12, 24 og 28 manns í gistingu. Þau eru án rafmagns, en mörgum finnst það einmitt ákjósanlegt að hafa aðstæður sem frum- stæðastar uppi á hálendinu. Hér er þó rennandi vatn, salerni og gaseldhús í öllum húsunum. Landmannahellishúsin eru oft notuð af hestamönnum sem eiga leið um Fjallabaksleið. Hingað koma einnig fjölmargir gönguhópar því hér eru margar góðar gönguleiðir. Mikil veiði er í vötnunum í nágrenni Landmannahellis en Hellismenn ehf. selja veiðileyfi í vötn sunnan Tungnaár. Ekki spillir fyrir að veiðin hef- ur farið vaxandi undanfarin ár. Margar fjölskyldur hafa nýtt sér þetta, hafa þarna góða veiðivon og finnst gam- an að renna fyrir silung. Upplagt er fyrir þá sem gista í Landmannahelli að skreppa yfir í Landmannalaugar, en á milli eru 20 kílómetrar og um hálftíma akstur.“ Frekari upplýsingar um aðstæður er hægt að nálgast á www.landmannahellir.is . Það er ekki amalegt að veiða silung við þessar aðstæður. Karen Engilbertsdóttir nýtur útsýnisins í nágrenni Landmannahellis. Gistiskálarnir við Landmannahelli eru vinsælir fyrir ferðamenn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.