Fréttablaðið - 23.06.2005, Side 58
23. júní 2005 FIMMTUDAGUR
> Við óskum ...
... Ólafi Inga Skúlasyni til hamingju með
samninginn við Brentford og
fögnum því að hann fái að
spila fótbolta á næstu leiktíð
en íslensku landsliðin
þarfnast þess sárlega að
atvinnumennirnir okkar
fái að spila reglulega með
félagsliðum sínum.Guðjón fær leikmann
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri
Notts County, hefur nælt í sinn fyrsta
leikmann. Um er að ræða markvörðinn
Kevin Pilkington sem kemur á frjálsri sölu
frá Mansfield þar sem hann hefur verið
síðustu fimm ár. Hann hóf þó feril sinn
hjá Manchester United og spilaði þar sex
leiki með aðalliðinu.
sport@frettabladid.is
30
> Íþróttadeild Fréttablaðsins ...
.... vill af gefnu tilefni taka fram að hún
stendur við fyrri yfirlýsingar í garð þjálfara
KR, Magnúsar Gylfasonar, og gefur lítið
fyrir útskýringar hans á málinu.
Magnús gaf ekki kost á
viðtali eftir leik Grindavíkur
og KR og hann hreint og
beint neitaði að tala við
blaðamann Fréttablaðsins á
Hótel Loftleiðum þegar
óskað var eftir viðtali.
Sjöunda umfer› Landsbankadeildar karla fer fram í kvöld. Íslandsmeistarar FH taka á móti
Skagamönnum og KR fær n‡li›a firóttar í heimsókn í Vesturbæinn.
Heimavöllurinn mun halda
FÓTBOLTI Heil umferð fer fram í
Landsbankadeild karla í kvöld.
ÍBV tekur á móti Val, Fram og
Grindavík mætast í Laugardaln-
um, Keflavík tekur á móti Fylki,
KR fær Þrótt í heimsókn og Ís-
landsmeistarar FH taka á móti
Skagamönnum. Fréttablaðið fékk
landsliðsþjálfarann fyrrverandi
Atla Eðvaldsson til þess að spá í
tvo athyglisverðustu leiki kvölds-
ins – viðureign FH og ÍA og viður-
eign KR og Þróttar.
„FH-ingar hafa átt í basli með
ÍA í gegnum árin en ég held að
þeir klári samt dæmið í kvöld. Það
verður erfitt en með eðlilegum
leik á FH að vinna. Þeir hafa þar
að auki heimavöllinn með sér,“
sagði Atli en hann telur að Ólafur
Þórðarson þurfi ekki að óttast um
starf sitt þótt illa gangi þessa dag-
ana. „Óli er besti maðurinn í starf-
ið fyrir ÍA og ég sé ekki neinn
annan skila hans starfi betur.“
Margir bíða einnig spenntir
eftir viðureign KR og nýliða
Þróttar. Mikið hefur verið rætt og
ritað um KR síðustu daga og
pressan þar á bæ er mikil eins og
oft áður. Þróttarar urðu fyrir
áfalli er þeir töpuðu fyrir Hauk-
um í bikarnum og verður forvitni-
legt að sjá hvernig liðin mæta
stemmd til leiks.
„Þetta er áhugaverður leikur.
KR-ingum tókst loks að skora eitt-
hvað af mörkum gegn Leikni og
verður gaman að sjá hvort þeir
geti fylgt því eftir. Ég held að í
þessum leik eins og hinum muni
heimavöllurinn skipta miklu máli
og því mun KR vinna þennan
leik,“ sagði Atli Eðvaldsson.
henry@frettabladid.is
Anna Margrét Guðmundsdóttir, leik-
maður Stjörnunnar í Landsbankadeild
kvenna, átti heldur betur viðburðaríkar
þrjár mínútur í leik Keflavíkur og Stjörn-
unnar í fyrrakvöld. Þetta byrjaði allt á
63. mínútu er hún skoraði fyrsta mark
Stjörnunnar en Keflvíkingar höfðu
skorað þrisvar í fyrri hálf-
leik. Leikurinn var varla
byrjaður aftur er hún
braut á sér og fékk gult
fyrir og svo einungis mín-
útu síðar braut hún aftur
af sér. Dómarinn gaf
henni sitt annað
gula spjald og
mátti hún yfirgefa
völlinn.
„Ég átti alveg
skilið spjaldið sem ég fékk fyrir fyrra
brotið,“ sagði Anna Margrét.
„Ég var hins vegar ekki
sátt við síðara spjaldið
en gat ekkert sagt.
Miðað við hvernig
dómarinn dæmdi
leikinn átti ég
ekki
von
á síð-
ara
spjaldinu.“ Hún segir að það sé fremur
fátítt að hún skori mörk, hvað þá safni
spjöldum. „Ég skoraði eitt mark í fyrra-
sumar og ég man ekki hvenær ég fékk
síðast spjald,“ segir hún og sagði að
þessi hraða atburðarás hefði vissulega
komið henni á óvart. „Þetta fer sjálfsagt
í einhverja metabók,“ bætti hún við.
Landsbankadeild kvenna fer fremur vel
af stað en sex umferðum er lokið af
fjórtán. Breiðablik hefur fullt hús stiga
og lítur út fyrir að Blikar og Valsstúlkur
muni heyja einvígi um titilinn. KR-ingar
og ÍBV eiga reyndar enn von en þurfa
þá að vinna toppliðin. Stjarnan er í
neðri hluta deildarinnar með sex stig
ásamt tveimur öðrum liðum. „Deildin
skiptist alltaf í tvo fjögurra liða hópa,“
segir Anna Margrét.
ANNA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR: STJÖRNUSTÚLKA SEM LÉT TIL SÍN TAKA
Mark, gult og rautt á flremur mínútum
Keppnisgjald:
1000 kr. hver keppnisdagur – 3000 kr. heildarkeppnin.
Frítt í krakkakeppnirnar.
Nánari upplýsingar á www.hfr.is.
M
IX
A
•
fít •
5
0
7
6
3
Fimmtudaginn 23. júní kl. 23.00: Heiðmerkuráskorun (20 km – fjallahjól).
Föstudaginn 24. júní kl. 19.00: Sundahöfn / Klettagarðar (45 km – götuhjól).
Laugardaginn 25. júní kl. 11.00: Búrfellsstöð í Þjórsárdal (80 km – götuhjól).
Sunnudaginn 26. júní kl. 11.00: Búrfellsstöð í Þjórsárdal (20 km – götuhjól).
Keppnisflokkar:
Meistarar (19 ára og eldri).
Unglingar (13-18 ára ).
Krakkar (9-12 ára) fimmtudagur og laugardagur.
Ekki er skipt í flokka eftir kynjum.
Hjólað um Ísland – Fjögurra daga keppni
Virkjum eigin orku!
Verðlaunafé fyrir sig
ur í
„Hjólað um Ísland“
er 70.000 kr. fyrir fy
rsta
sætið í meistaraflok
ki og
30.000 kr. fyrir fyrst
a sætið
í unglingaflokki.
FÓTBOLTI Forráðamenn Real
Madrid hafa hafist handa við að
lokka til sín Steven Gerrard,
fyrirliða Liverpool, og eins og
venjulega kjósa þeir að fara leiðir
sem hinn almenni áhugamaður
myndi telja heldur óvenjulegar.
Aðferðin sem þeir nota er þó ekki
ný af nálinni, því hún er talin eiga
mestan þátt í því að félagið
tryggði sér leikmenn eins Zined-
ine Zidane, Ronaldo og David
Beckham á síðustu árum. Aðferð-
in er í raun sáraeinföld; félagið
greiðir spænskum blöðum fyrir
að hafa nafn Gerrards í sem flest-
um fyrirsögnum og ekki skemmir
fyrir ef eitt stykki mynd af kapp-
anum fær að fljóta með. Áhrifin
eru meiri en margur gerir sér
grein fyrir, því eins og tilfelli
Zidane, Ronaldo og Beckham
sanna skal ekki vanmeta það vald
sem fjölmiðlar búa yfir.
Mest selda íþróttablaðið á
Spáni er hið útbreidda Marca og
hafa náin tengsl þess við Real
Madrid fyrir löngu verið gerð op-
inber. Í samvinnu við Real vinnur
blaðið nú hörðum höndum að því
að búa til yfirþyrmandi þrýsting,
jafnt á leikmanninn sjálfan sem
og Liverpool, í þeirri von að annar
hvor aðilinn sannfærist um að
best sé að Gerrard yfirgefi
Anfield.
Myndir af Gerrard höfðu prýtt
forsíðu blaðsins í tvígang í þessari
viku áður en ljósmyndarar blaðs-
ins fundu hann um helgina á Ibiza,
þar sem hann var staddur í lang-
þráðu sumarfríi. Svo vildi til að
Guti, miðjumaður Real Madrid,
var staddur á sama stað á sama
tíma og fékk ljósmyndarinn Gerr-
ard til að stilla sér upp á mynd
með Guti. Það þurfti ekki að
spyrja að því – þriðja forsíðu-
myndin varð að veruleika og að
sjálfsögðu var gefið í skyn að
Gerrard hefði verið að fá upplýs-
ingar um Real Madrid frá Guti.
Enginn veit hvað framtíðin ber
í skauti sér hjá Gerrard, og svo
virðist sem hann viti það hrein-
lega ekki sjálfur. „Ég hef ekki
heyrt af áhuga Real og vil ekki
tala um málið,“ segir hann. For-
ráðamenn Liverpool segjast munu
gera allt til að halda fyrirliða sín-
um, en þær fullyrðingar breyta þó
ekki þeirri staðreynd að „fjöl-
miðlaaðferð“ Real hefur hingað til
skilað 100% árangri.
vignir@frettabladid.is
Forráðamenn Real Madrid eru í leit að leikmönnum:
Beita fólskubrög›um
til a› ná í Gerrard
SÆTUR Í HVÍTU Svona gæti forsíðu-
mynd Marca á morgun allt eins litið
út. Þegar kemur að því að vinna fyrir
Real er blaðinu ekkert heilagt enda
fær það fínan pening auk einkaviðtala
við leikmenn liðsins í staðinn. Myndin
er samsett.
FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS-GETTY IMAGES
SAMSETNING/RÓBERT
VARNARMÚR Auðun Helgason og félagar í
FH-vörninni hafa spilað frábærlega í sumar
enda hefur FH aðeins fengið á sig tvö
mörk í Landsbankadeildinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
FÓTBOLTI Clive Allen, fyrrum leik-
maður Tottenham Hotspur, og nú-
verandi varaliðsþjálfari félagsins,
fer fögrum orðum um Emil Hall-
freðsson í umsögn sinni um leik-
menn varaliðsins á heimasíðu
félagsins nýverið. Þar segir hann
meðal annars að Emil hafi orðið
fyrir menningarlegu áfalli þegar
hann kom til Englands, en hann
hafi aðlagast vel.
„Emil er sterkur, kraftmikill
og í góðu formi. Hann er mikill
karakter og leggur sig allan fram
við æfingar á hverjum degi. Hann
á nokkuð í land með að verða góð-
ur leikmaður, en hann veit af því
og ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en að hann verði góður spil-
ari,“ sagði Allen sem sjálfur var
ákafalega skæður sóknarmaður.
- bb
Allen um Emil Hallfreðsson:
Mikill karakter
og duglegur