Fréttablaðið - 23.06.2005, Síða 75

Fréttablaðið - 23.06.2005, Síða 75
Eins og varla hefur farið fram- hjá mörgum skildi Bubbi við eiginkonu sína til margra ára fyrir nokkru síðan. Hann til- kynnti um svipað leyti að hann ætlaði í samstarf með Barða Jó- hannssyni, sem hefur gert góða hluti í hljómsveitinni Bang Gang. Tvær plötur komu út úr sam- starfinu við Barða og virðast þær vera nokkurs konar upp- gjör Bubba við ástarmál sín. Þannig er fyrri hluti plötunnar Ást lofgjörð Bubba til eiginkon- unnar fyrrverandi. Hann biður afsökunar á misgjörðum sínum á opinskáan hátt en á síðari hluta plötunnar virðist hann vera búinn að sætta sig við orð- inn hlut og sjá að tími er kominn til að líta fram á veginn. Samstarf Bubba við Barða hefur greinilega heppnast vel en þó hefði ég viljað heyra sterkari áhrif frá Barða í fleiri lögum. Þau sjást best í upphafslaginu frábæra Ástin mín, Þú ert og í Fallegur dagur. Stemningin í lögunum, sér í lagi hinu fyrst- nefnda, er í ætt við tónlist frönsku sveit- arinnar Air; g r í ð a r l e g a s j a r m e r a n d i og afslöppuð. Í flestum öðrum lögum er Bubbi á k u n n u g l e g r i slóðum en þar voru bestu lög- in 40 ár, hið létta Hvað sem verður og Stór pakki, sem hafði að geyma hnit- miðaðan og fallegan texta. Freyr Bjarnason Uppgjör vi› ástina Niðurstaða: Ást er nokkurs konar uppgjör Bubba við ástarmál sín. Þrjú lög skara fram úr en meiri Barða-stemn- ingu vantar í afganginn. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI Þetta eru nýjustu þátttakendurnir í keppninni um bestu bresku meðal- mennskurokksveitina. Í London keppast blöðin við að hrósa þeim og plötufyrirtækið þeirra hefur svo mikla trú á sveitinni að auglýsingar hanga víðs vegar í neðanjarðarlest- arstöðvum um borgina. En það er eins með British Sea Power og flest- ar þær gítar popp/rokk sveitir sem sækjast eftir bresku krúnunni, það er einfaldlega ekkert sérstakt við þessa sveit. Þar á ég ekki endilega við að hún sé leiðinleg, en maður hefur bara heyrt í 300 svona sveit- um áður. Eitt og eitt lag er ágætlega grípandi, en hljómur, frágangur og allt yfirbragð er það stíft í hefðina að fyrir vikið er ekkert spennandi. Þetta er eiginlega fullkomin blanda af The Coral og Oasis, eins og þeir hljóma núna. Ég er með kenningu um það af hverju þetta er svona með rokk- sveitir í Bretlandi. Sönglagahefðin er svo rík að hún stjórnar nánast öllu þegar kemur að meginstraumn- um. Ef það er ekki hægt að syngja lög tónlistarmanna úr fótbolta- stúkunni eru þeir taldir undarlegir og afgreiddir sem tilgerðalegir. Þetta verður til þess að þær sveitir sem dreymir um frama hér þora ekki annað en að styðjast við sömu gölluðu formúlu og Oasis, Coldplay eða leirkallarnir í Keane. Guði sé lof fyrir það hversu ríkt það er í skap- andi tónlistar- mönnum á Ís- landi að vera á skjön við um- hverfi sitt. Þess vegna er áhugi tónlistarheims- ins á litla sker- inu okkar svona mikill. Niðurstaðan er því, ef þú hef- ur gaman af léttu, einföldu bresku rokki sem rennur í gegn án þess að þú finnir nokkuð fyrir því, þá er þetta plata fyrir þig. Birgir Örn Steinarsson Sjipp og hoj BRITISH SEA POWER: OPEN SEASON Niðurstaða: Það er ekki mikil von í nýjustu von Breta. Ef þetta er afli breska sjóveldisins, þá legg ég til að við hendum af stað öðru þorskastríði, því við myndum valta yfir þá. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Nýjar vörur í hverri viku Opið Virka daga 10-18 Laugardaga 11-16 Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550 Akureyri Strandgata 3 S. 464-4450 Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 Aðrir sölustaðir: Ísafjörður Hafnarhúsið S. 456-3245 Reyðarfjörður Molinn S. 474-1400 Höfn H. Hafnarbraut 34 S. 478-2216 Uppeldishæfileikar Sharon Stoneeru alvarlega dregnir í efa af bresku pressunni eftir atvik í síðustu viku. Leikkonan, sem er stödd í London þessa dagana að taka upp framhald Basic Instinct, ákvað að skella sér út að borða og skildi son sinn eftir í bílnum, sofandi í tvo klukkutíma. Bílstjórinn var í nágrenni bílsins en sá maður hefur víst litla sem enga reynslu af barnapössun. Jade Jagger, dóttir Micks Jagger,og Kate Moss eru svarnar óvinkon- ur. Þegar þær voru yngri voru þær bestu vinkonur en það slettist heldur betur upp á vinskapinn þegar Jade komst að því að þáverandi kærasti hennar, Dan Macmillan, væri að halda framhjá henni með Kate. Jade og Kate eiga mikið af sameigin- legum vinum en mæta aldrei á viðburði þar sem þær gætu mögu- lega hist. Bassaleikari Blur, Alex James,hefur sagt frá því að meðlimir hljómsveitarinnar séu hver að lög- sækja annan, þvers og krus. „Þetta er leiðindaástand. Ég hélt að við gætum sæst og spilað saman á Live8, en nei aldeilis ekki,“ sagði Alex. Hann sagði umboðsmann sinn og lögfræðing vera næst taugaáfalli af álaginu og ástandið í herbúðum Blur væri vægast sagt slæmt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.