Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 4

Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,66 64,96 113,7 114,26 78,14 78,58 10,473 10,535 9,797 9,855 8,314 8,362 0,5771 0,5805 93,87 94,43 GENGI GJALDMIÐLA 15.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,5038 4 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Það má segja að þetta sé viðunandi árangur og vel innan skekkjumarka,“ segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upp- lýsinga hjá Landspítala-Háskóla- sjúkrahúsi. Samkvæmt fimm mánaða upp- gjöri er 67 milljón króna halla- rekstur á spítalanum á þessu ári en það er töluvert betri árangur en undanfarin ár. Anna Lilja segir að aðhaldsaðgerðir séu að skila ár- angri en einnig séu núna að nást fram að mestu þau samlegðaráhrif sem stefnt var með sameiningu sjúkrahúsanna tveggja, Landspít- ala og Borgarspítala. „Á móti komu tveir þættir sem höfðu áhrif til hins verra varðandi fjárhaginn. Annars vegar mikil aukning innlagna vegna flensutil- fella og dráttarvaxtagreiðslur eru umfram áætlun vegna uppsafnaðs greiðsluhalla undanfarinna ára.“ Hálfs árs uppgjör spítalans, sem gefur mun skýrari mynd af fjárhagsstöðunni en fimm mán- aða uppgjörið, verður birt um miðjan ágúst. -aöe Tengsl á milli al-Kaída og eins árásarmannsins Hry›juverkama›ur á vegum al-Kaída hefur bori› kennsl á einn fjórmenning- anna sem taldir eru bera ábyrg› á árásunum í Lundúnum. Lögregla útilokar ekki a› árásarmennirnir hafi veri› leiddir í gildru af útsendurum samtakanna. LUNDÚNIR Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkja- manna hefur borið kennsl á Mo- hammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mo- hammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkj- anna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfir- völdum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasam- takanna. Ekki er útilokað að útsendar- ar al-Kaída hafi leitt fjórmenn- ingana sem frömdu hryðjuverk- in í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árás- unum heldur hafi þeir hugsan- lega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendar- arnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöð- inni að King’s Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níu- tíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neð- anjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætis- vagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfir- heyrðu í gær þarlendan kaup- sýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenn- inganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lund- únum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú nám- skeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútíma- leg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buck- inghamshire. helgat@frettabladid.is Árni Magnússon: Gæti fari› fram í NV-kjördæmi STJÓRNMÁL Talið er hugsanlegt að Árni Magnússon félagsmálaráð- herra flytji sig um set og leiði lista framsóknarmanna í Norð- vesturkjördæmi í næstu alþing- iskosningum, að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi. Eiginkona Árna fer til náms við Viðskiptaháskólann á Bif- röst næsta vetur og hafa framá- menn í Framsóknarflokknum þegar rætt við Árna að því er sagði í fréttinni. Árni staðfesti að hafa heyrt umræðuna en kvaðst ekki ennþá hafa tekið þátt í henni. - ht Á LANDAMÆRUNUM Langar raðir vöru- flutningabíla mynduðust þegar Sýrlending- ar lokuðu landamærunum við Líbanon eft- ir erjur landanna á milli gær. Grunnt á því góða: Fiskimenn teknir höndum BEIRÚT, AP Líbanska lögreglan skiptist á skotum við smyglara meðan sýrlensk yfirvöld hand- tóku líbanska fiskimenn í nýrri hrinu landamæraátaka ríkjanna tveggja. Bera átökin vott um vax- andi ólgu í samskiptum ríkjanna eftir að Sýrlendingar neyddust til þess að láta af áratugalangri her- setu í Líbanon í apríl. Smyglararnir voru á leið til Sýrlands með ólöglegan varning þegar lögregla varð þeirra vör. Lí- banskur lögregluþjónn særðist í átökunum en smyglararnir sluppu inn í Sýrland. Fiskimennirnir voru innan sýrlenskrar lögsögu þegar þeir voru handteknir. Afl- inn var gerður upptækur. ■ MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Hvorki er krafist reynslu af fjölmiðlun né menningarlegrar sýnar í auglýsingu um starf útvarpsstjóra. Hollvinasamtök RÚV: Óttast pólitík MENNING Margrét Sverrisdóttir, formaður Hollvinasamtaka Ríkis- útvarpsins, óttast að nýr útvarps- stjóri verði ekki ráðinn á fagleg- um forsendum heldur pólitískum. „Það eru ýmis sólarmerki á lofti sem vekja okkur ugg. Til dæmis er hvorki gerð krafa um reynslu af fjölmiðlun né menning- arlega sýn í auglýsingu um starf- ið,“ segir Margrét sem þó tekur fram að hún telji Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra hafa metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Samtökin skora á fólk með víð- tæka reynslu af fjölmiðlun og menningarlegan metnað að sækja um starfið. Umsóknarfrestur rennur út á fimmtudag. - bþs VEÐRIÐ Tæplega 70 milljóna króna halli á rekstri Landspítala-háskólasjúkrahúss: Flensan hleypti kostna›i upp LANDSPÍTALI-HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Fyrstu fimm mánuði ársins var hallarekstur á spít- alanum um 67 millónir króna eða rúmar níu milljónir í hverjum mánuði. HRYÐJUVERKUNUM MÓTMÆLT Fjöldi fólks kom saman nærri Tavistock-torgi í gær til þess að mótmæla hryðjuverkunum í borginni þann sjöunda júlí. Samkomuna hélt Félag múslima í Bretlandi auk samtaka um að stöðva stríðið. M YN D /A P TYRKLAND EKKI SJÁLFSMORÐSÁRÁS Ekki er talið að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða þegar lítil rúta var sprengd í loft upp á fjölförnum ferðamannastað við strönd Eyjahafsins í Tyrk- landi á laugardag. Fimm létust í sprengingunni, þar af bresk kona og írskur unglingur. Talið er að sprengjuböggli hafi verið komið fyrir í rútunni. LÖGREGLUFRÉTTIR FERÐAMAÐUR BRAUST INN Í HÚS Á SELFOSSI Ölvaður, erlendur ferðamaður á fertugsaldri réðst inn í hús á Selfossi aðfaranótt sunnudags og meiddi þrettán ára stúlku sem þar var. Stúlkan leit- aði sér sjálf aðstoðar á heilsu- gæslunni á Selfossi en var ekki mikið slösuð. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar á Selfossi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.