Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 65
Þeir sem eru ekki innvígðir í Sam- fylkinguna átta sig ekki á því hvers vegna Stefán Jón Hafstein mætir andófi í eigin röðum. Ræt- urnar liggja greinilega djúpt undir. Fyrir nokkrum árum var hann þáttastjóri „Þjóðarsálarinnar“ og svo virtist sem pólitíkin lægi fyrir fótum hans enda glæsilegur stjórnmálamaður í uppsiglingu. Svo kom Akureyrardvöl og blaða- mennska; eitt sinn tjáði hann sig óvarlega um Ingibjörgu Sólrúnu; hann sagði að grunnt væri á gribb- unni. Blaðamennska á Akureyri var enginn hefðarpóstur eða hár söðull. En R-listabrallið er leðju- slagur og ekki er ljóst hver kemur út úr honum uppistandandi. Sem borgarfulltrúi varð hann að gleypa margt með bros á vör. Þegar Þórólfur borgarstjóri varð að yfir- gefa stólinn þá virtist sem tími Stefáns væri kominn. Makkið dreifðist yfir síður blaðanna og ljósvakamiðlanna. Hver skyldi verða borgarstjóri? Stefán sagði lítið alvarlegur á svip og Dagur B. var undir pressu. Svo komu tíðind- in, Steinunn Valdís skyldi verða borgarstjóri; hún tók því brosandi og upp með sér; Stefán Jón varð að segja í sjónvarpi að hún væri góð- ur kostur. Sögur spunnust um að Alfreð Þorsteinsson hefði enn einu sinni verið með hótanir um slit, hvað annað. Þeir í Framsókn höfðu víst litinn áhuga á að ala upp nýjan foringja, sem gæti verið skeinu- hættur. Alfreð hefur beinlínis lifað á hótunum og stundað viðvarandi sukk í OR, gullmola Reykvíkinga, óáreittur. Fyrst var sóað 5-6 millj- örðum í fjarskiptamál, sem engu skilaði. Svo byggði OR allt of dýrt húsnæði fyrir ca. 2 milljarða um- fram þarfir. Og ekki nóg með það, nú er það ljósleiðarinn, sem á að koma á öll heimili í Reykjavík, 40 þúsund, en þegar hafa 2 þúsund fengið hann fyrir ofurkostnað; það er ljóst að margfalda verður áætl- un OR um 8 milljarða kostnað með þremur; Akranesstuðullinn er fenginn með útboðum þar og á Sel- tjarnarnesi, en þau voru þrisvar sinnum hærri en áætlun OR; Al- freð hefur þegar skrifað undir framan við myndavélar! Svo hefur hann framið pólitísk hryðjuverk gagnvart Reykvíkingum og skrif- að undir 381 megavött (stærra en Búrfellsvirkjun) til stóriðju án þess að spyrja íbúana, talar svo um atvinnu á svæðinu eins og atvinnu- fulltrúi í Skilmannahreppi. Jú, svo sást hann í sjónvarpi skrifa undir ljósleiðara í öll heimili í borginni, enn eitt sukkið. Við hvern? Vita- skuld Steinunni Valdísi, á fljúgandi ferðinni að mala Stefán Jón í kosn- ingum. Hverju verður næst lofað upp í ermina á Alfreð? – Ríkarður III. kallaði örvæntingarfullur: „Konungdæmi mitt fyrir hest.“ – Það er ekki nema brot af fólki í Reykjavík, sem hefur not fyrir ljósleiðara og það er glapræði að vera með ótímabærar og ábyrgð- arlausar undirskriftir. Síminn á víða tóm plaströr í jörðu til að draga ljósleiðara í ef þörf krefur. Alfreð er örvæntingarfullur og Steinunn í borgarstjóraslag og sjentilmaðurinn Stefán Jón er ósýnilegur. Svo reisir borgarstjóri til Ameríku í sebrakjól og veiðir fysta laxinn í Elliðaánum, já, og hjólar með Eggerti Skúlasyni. Þessi glíma stendur ekki um mál- efni, hún er valdabrask og Stefán Jón verður að taka þátt. Og ekki nóg með það. Nýlega komst Heimir Már Pétursson í sjónvarp og mælti fyrir Steinunni og minntist ekki á Stefán Jón. Og Guðrún Ögmundsdóttir fór geyst á útvarpi Sögu og sagði að skipulags- málin skiptu öllu máli, í öllu, og minntist á Listasafnið sem afrek og Laugavegur væri í góðum mál- um; hún hafði skoðað það sjálf! Hildur Helga Sigurðardóttir þátt- arstjóri sagði að miðborgin væri bara fyrir fyllibyttur og alþingis- menn. „Já, já,“ sagði Guðrún; þau mál eru í góðu lagi sbr. Listasafnið og það sem Dagur B. hefur verið að gera og svo væri Steinunn Val- dís komandi borgarstjóri. Dagur virðist besti drengur og með sí- felldar vangaveltur, allt á að skoða og hlustað á alla, óræð og dýr gúmmípólitík. Auðvitað kemst hann ekkert án peninga, en hann er ekki í aðstöðu til að taka á Alfreð, sem sóar 10 milljörðum. Og Stefán Jón lendir í pressunni fyrir að hafa níðst á starfsfólki gæsluvalla; al- veg herfilegt, en engu máli skiptir hvað gerðist því búið er að krota þetta á hann. Þótt hann hafi unnið vel að fræðslumálum þá klúðrar hann því á endasprettinum. Og bara krókódílar eru í kring um hann. Stefán, af hverju getur þú ekki hótað eins og Alfreð? Góðir stjórn- málamenn taka áhættu á réttu augnabliki. Svo ætla þær flokks- systur þínar að etja ykkur Degi saman í prófkjöri svo Steinunn sigri. ■ Stefán, af hverju getur flú ekki hóta› eins og Alfre›? Gó›ir stjórnmálamenn taka áhættu á réttu augnabliki. Svo ætla flær flokkssystur flínar a› etja ykkur Degi saman í próf- kjöri svo Steinunn sigri. Ertu lur›a, Stefán Jón? MÁNUDAGUR 18. júlí 2005 JÓNAS BJARNASON EFNAVERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN BORGARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.