Fréttablaðið - 18.07.2005, Side 65

Fréttablaðið - 18.07.2005, Side 65
Þeir sem eru ekki innvígðir í Sam- fylkinguna átta sig ekki á því hvers vegna Stefán Jón Hafstein mætir andófi í eigin röðum. Ræt- urnar liggja greinilega djúpt undir. Fyrir nokkrum árum var hann þáttastjóri „Þjóðarsálarinnar“ og svo virtist sem pólitíkin lægi fyrir fótum hans enda glæsilegur stjórnmálamaður í uppsiglingu. Svo kom Akureyrardvöl og blaða- mennska; eitt sinn tjáði hann sig óvarlega um Ingibjörgu Sólrúnu; hann sagði að grunnt væri á gribb- unni. Blaðamennska á Akureyri var enginn hefðarpóstur eða hár söðull. En R-listabrallið er leðju- slagur og ekki er ljóst hver kemur út úr honum uppistandandi. Sem borgarfulltrúi varð hann að gleypa margt með bros á vör. Þegar Þórólfur borgarstjóri varð að yfir- gefa stólinn þá virtist sem tími Stefáns væri kominn. Makkið dreifðist yfir síður blaðanna og ljósvakamiðlanna. Hver skyldi verða borgarstjóri? Stefán sagði lítið alvarlegur á svip og Dagur B. var undir pressu. Svo komu tíðind- in, Steinunn Valdís skyldi verða borgarstjóri; hún tók því brosandi og upp með sér; Stefán Jón varð að segja í sjónvarpi að hún væri góð- ur kostur. Sögur spunnust um að Alfreð Þorsteinsson hefði enn einu sinni verið með hótanir um slit, hvað annað. Þeir í Framsókn höfðu víst litinn áhuga á að ala upp nýjan foringja, sem gæti verið skeinu- hættur. Alfreð hefur beinlínis lifað á hótunum og stundað viðvarandi sukk í OR, gullmola Reykvíkinga, óáreittur. Fyrst var sóað 5-6 millj- örðum í fjarskiptamál, sem engu skilaði. Svo byggði OR allt of dýrt húsnæði fyrir ca. 2 milljarða um- fram þarfir. Og ekki nóg með það, nú er það ljósleiðarinn, sem á að koma á öll heimili í Reykjavík, 40 þúsund, en þegar hafa 2 þúsund fengið hann fyrir ofurkostnað; það er ljóst að margfalda verður áætl- un OR um 8 milljarða kostnað með þremur; Akranesstuðullinn er fenginn með útboðum þar og á Sel- tjarnarnesi, en þau voru þrisvar sinnum hærri en áætlun OR; Al- freð hefur þegar skrifað undir framan við myndavélar! Svo hefur hann framið pólitísk hryðjuverk gagnvart Reykvíkingum og skrif- að undir 381 megavött (stærra en Búrfellsvirkjun) til stóriðju án þess að spyrja íbúana, talar svo um atvinnu á svæðinu eins og atvinnu- fulltrúi í Skilmannahreppi. Jú, svo sást hann í sjónvarpi skrifa undir ljósleiðara í öll heimili í borginni, enn eitt sukkið. Við hvern? Vita- skuld Steinunni Valdísi, á fljúgandi ferðinni að mala Stefán Jón í kosn- ingum. Hverju verður næst lofað upp í ermina á Alfreð? – Ríkarður III. kallaði örvæntingarfullur: „Konungdæmi mitt fyrir hest.“ – Það er ekki nema brot af fólki í Reykjavík, sem hefur not fyrir ljósleiðara og það er glapræði að vera með ótímabærar og ábyrgð- arlausar undirskriftir. Síminn á víða tóm plaströr í jörðu til að draga ljósleiðara í ef þörf krefur. Alfreð er örvæntingarfullur og Steinunn í borgarstjóraslag og sjentilmaðurinn Stefán Jón er ósýnilegur. Svo reisir borgarstjóri til Ameríku í sebrakjól og veiðir fysta laxinn í Elliðaánum, já, og hjólar með Eggerti Skúlasyni. Þessi glíma stendur ekki um mál- efni, hún er valdabrask og Stefán Jón verður að taka þátt. Og ekki nóg með það. Nýlega komst Heimir Már Pétursson í sjónvarp og mælti fyrir Steinunni og minntist ekki á Stefán Jón. Og Guðrún Ögmundsdóttir fór geyst á útvarpi Sögu og sagði að skipulags- málin skiptu öllu máli, í öllu, og minntist á Listasafnið sem afrek og Laugavegur væri í góðum mál- um; hún hafði skoðað það sjálf! Hildur Helga Sigurðardóttir þátt- arstjóri sagði að miðborgin væri bara fyrir fyllibyttur og alþingis- menn. „Já, já,“ sagði Guðrún; þau mál eru í góðu lagi sbr. Listasafnið og það sem Dagur B. hefur verið að gera og svo væri Steinunn Val- dís komandi borgarstjóri. Dagur virðist besti drengur og með sí- felldar vangaveltur, allt á að skoða og hlustað á alla, óræð og dýr gúmmípólitík. Auðvitað kemst hann ekkert án peninga, en hann er ekki í aðstöðu til að taka á Alfreð, sem sóar 10 milljörðum. Og Stefán Jón lendir í pressunni fyrir að hafa níðst á starfsfólki gæsluvalla; al- veg herfilegt, en engu máli skiptir hvað gerðist því búið er að krota þetta á hann. Þótt hann hafi unnið vel að fræðslumálum þá klúðrar hann því á endasprettinum. Og bara krókódílar eru í kring um hann. Stefán, af hverju getur þú ekki hótað eins og Alfreð? Góðir stjórn- málamenn taka áhættu á réttu augnabliki. Svo ætla þær flokks- systur þínar að etja ykkur Degi saman í prófkjöri svo Steinunn sigri. ■ Stefán, af hverju getur flú ekki hóta› eins og Alfre›? Gó›ir stjórnmálamenn taka áhættu á réttu augnabliki. Svo ætla flær flokkssystur flínar a› etja ykkur Degi saman í próf- kjöri svo Steinunn sigri. Ertu lur›a, Stefán Jón? MÁNUDAGUR 18. júlí 2005 JÓNAS BJARNASON EFNAVERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN BORGARSTJÓRNARMÁL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.