Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 71
MÁNUDAGUR 18. júlí 2005 23 Shaun Wright-Phillips á lei›inni til Chelsea Enski landsli›sma›urinn Shaun Wright-Phillips mun ganga til li›s vi› Chelsea frá Manchester City á næstu dögum, en hann á a›eins eftir a› skrifa undir samning vi› ensku meistarana. FÓTBOLTI Enski landsliðsmaðurinn Shaun Wright-Phillips er genginn til liðs við Chelsea frá Manchester City fyrir liðlega tvö þúsund og fjögurhundruð milljónir íslenskra króna, eða tuttugu og eina milljón punda. Wright-Phillips kom til Manchester City frá Nottingham Forest árið 1998, og hefur síðan verið lykilmaður í aðalliði félags- ins. Stuart Pearce, knattspyrnu- stjóri Manchester City, var ekki ánægður með brottför Wright- Phillips frá félaginu, en sagði hann jafnframt eiga glæsta framtíð fyr- ir sér hjá Chelsea. „Það olli mér vonbrigðum að hann skyldi vilja fara, en ég er ekkert reiður við hann út af því. Hann hefur æft vel hjá félaginu og er kominn í fremstu röð þess vegna. Ég bjóst alveg eins við því að hann myndi fara, en lifði þó í voninni um að hann yrði áfram hjá Manchester City. Wright- Phillips á eftir að verða einn af lyk- ilmönnum Chelsea innan fárra ára og á eftir að sanna sig sem einn af bestu leikmönnum ensku úrvals- deildarinnar.“ Margir góðir miðjumenn eru hjá Chelsea. Sérstaklega hefur verið samkeppni um stöðurnar hægra og vinstra megin, þar sem Arjen Robben, Damien Duff, Joe Cole og Eiður Smári hafa allir leikið í þessum stöðum. Þrátt fyr- ir allar þessar stjórstjörnur er Pe- arce viss um að Wright-Phillips muni vinna sér inn sæti í liðinu. „Það verður ekki hægt að líta framhjá hæfileikum hans þegar þjálfararnir sjá hvað hann hefur upp á að bjóða. Það eru fáir leik- menn í ensku knattspyrnunni sem eru jafn magnaðir hægri kant- menn og hann. Hann hefur mikinn hraða, tækni og er góður skotmað- ur. Hans besti kostur er þó sá að hann leggur sig allan fram á æf- ingum og í leikjum og er því fyrir- myndaratvinnumaður, og draumaleikmaður allra þjálfara.“ magnush@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Mánudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og ÍBV mætast á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  18.35 Gillette sportpakkinn á Sýn.  19.05 Landsbankamörkin á Sýn.  19.35 Landsbankadeildin – 11.umferð á Sýn.  22.10 Landsbankamörkin á Sýn.  22.30 Bestu bikarmörkin á Sýn.  23.45 Álfukeppnin á Sýn. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd: Mourinho hefur rétt fyrir sér FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Man. Utd, segir að Jose Mourinho hafi hárrétt fyrir sér varðandi mismunun í uppröð- un leikja í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gagnrýndi enska knattspyrnusambandið kröftug- lega fyrir helgi og sagði Arsenal njóta sérstakrar meðferðar þegar kæmi að leikdögum í Englandi eftir að leikið hefur verið í Meist- aradeild Evrópu. „Á næstu leiktíð eigum við útileik í Englandi eftir fyrstu fimm leiki okkar í Meist- aradeildinni. Arsenal fær alltaf heimaleik. Þetta er staðreynd en enginn segir neitt,“ sagði Mourin- ho og stimplaði David Dein, vara- stjórnarformann Arsenal, sem blóraböggulinn, en hann situr einnig í stjórn enska knattspyrnu- sambandsins. Aðspurður um málið um helg- ina sagði Ferguson að Mourinho væri í fullum rétti til að gera at- hugasemdir. „Þetta er alveg rétt hjá honum. Ef horft er á leiki Arsenal eftir Evrópukeppni sést að félagið er sér á báti. Svona hef- ur þetta verið í mörg ár,“ sagði Ferguson. „Það tók Mourinho aðeins eitt ár að sjá þetta. Ég er búinn að vera að kvarta undan þessu í sjö ár en aldrei er hlustað á mig. Kannski hlustað verði frekar á Mourinho,“ bætti hann við. ALEX FERGUSON Er alveg sammála kollega sínum hjá Chelsea um afar hentuga leiki Arsenal eftir Evrópukeppni. Golf um helgina: Au›unn stal sigrinum í GK GOLF Meistaramót flestra golf- klúbba landsins fóru fram um helgina og voru flest úrslit eftir bókinni. Ragnhildur Sigurðardótt- ir og Ólafur Már Sigurðsson unnu mót GR nokkuð örugglega og hið sama má segja um Heiðar Davíð Bragason og Nínu Björk Geirs- dóttur í Kili í Mosfellsbæ. Heiðar Davíð setti vallarmet á þriðja keppnisdegi er hann lék á 68 höggum. Í golfklúbbnum Kili í Hafnar- firði var talsverð spenna bæði hjá körlum og konum en Auðunn Ein- arsson fagnaði sigri eftir að hafa náð forystunni af Sigþóri Jóns- syni á síðasta hringnum. Birgir Leifur Hafþórsson varð í 40. sæti á opna Texbond mótinu sem fór fram við Gardavatnið á Ítalíu um helgina en hann lék á samtals fimm höggum undir pari. -esá SHAUN WRIGHT-PHILLIPS Sést hér gefa adáendum sínum eiginhandaráritun eftir æfinga- leik gegn Tranmere í síðustu viku. NORDIC PHOTOS/GETTY Chelsea vann á sjálfsmarki FÓTBOLTI Chelsea fór til heima- lands Jose Mourinho í gærkvöldi og lék við heimamenn í Benfica sem eru nú Portúgalsmeistarar. Leikmenn Chelsea voru ekki á skotskónum en það var sjálfs- mark portúgalska liðsins sem skildu liðin að. Carlton Cole lék í fremstu víglínu hjá Englands- meisturunum og var í boltanum er markið kom. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í síðari hálfleik og átti fínan leik en Mo- urinho leyfði mörgum leikmönn- um að spila í gær eins og tíðkast í æfingaleikjum sem þessum. Leikurinn markaði endur- komu Hernan Crespo til Chelsea en hann tók stöðu Cole í síðari hálfleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.