Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.07.2005, Blaðsíða 36
20 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Skemmdarverk eða list? Veggjakrot, eða graffítí, hefur löngum verið uppspretta heitra rökræðna. Sumir vilja meina að veggjakrot sé ekki list og hefur þetta listform verið kallað sóðaskapur hér á landi þótt það sé virt erlend- is. Fréttablaðið kíkti á veggjakrotið í borginni og velti fyrir sér hvað væri svona slæmt við nokkur strik á steinsteypu. Skemmdarverk eða list? Þessari spurningu verður seint svarað þegar kemur að veggjakroti, eða graffítí eins og það er líka kallað. Eins og nafnið felur í sér þá felst veggjakrot í því að krota á veggi. Í flestum tilvikum krota listamennirnir þó ekki heldur spreyja og nota til þess ýmsa liti, stensla og úðabrúsa með mismun- andi úðahausum. Oftar en ekki er veggjakrotið sem sést á húsum, strætóskýlum og rafmagnskofum hápólítískt og hefur veggjakrots- menningin yfirleitt verið í upp- reisn gegn kerfinu. Hér á landi vilja stjórnvöld flokka veggjakrot undir skemmd- arverk. Vissulega er það skemmd- arverk þegar frasar og myndir eru teiknaðir á byggingar í leyfis- leysi í skjóli nætur. Það sem verra er, er að hér á landi hafa margir ekki viljað viðurkenna veggjakrot sem list og finnst þetta tjáningar- form argasti sóðaskapur. Margir vilja líka meina að þetta listform sé sprottið hjá upp- reisnargjörnum unglingum sem gerðu allt vitlaust á pönktímabil- inu á níunda áratugnum en veggjakrot á sér mun lengri sögu en það og er mjög virt listform á erlendri grundu. Er Pompei var grafin upp eftir Vesúvíusargosið hafði varðveist veggjakrot undir öskunni sem reyndist vera heimild um daglegt líf fólks eins og það var 79 eftir Krist. Þetta veggjakrot var líka ekkert svo frábrugðið því sem sést á veggjum Reykjavíkurborg- ar í dag – pólitískar skoðanir, klúr- ar athugasemdir og stökur eða vísur. En að krota á vegg er ekki það sama og að krota á vegg. Gott veggjakrot samanstendur af vel úðuðum frösum eða myndum sem gleðja augað frekar en hitt. En illa gert veggjakrot eins og „Siggi plús Lára“ skrifað með venjulegu tússi er ekki fallegt. Það má vissulega rökræða lengi um listformið veggjakrot en eitt er víst að sorglegt er að þeir einstaklingar sem vilja stunda þessa listgrein fá ekki að gera það á heilbrigðan og löglegan hátt. Þó að sumum finnist listin ekki falleg þá á samt ekki að hefta hana held- ur ýta undir framfarir og styðja listafólkið í landinu. lilja@frettabladid.is Bak við Ogvodafone bygginguna í Síðumúla er göngustígur. Með fram þeim göngustíg er veggur skreyttur veggjakroti sem vænt- anlega hefur glatt og hryggt margan vegfarandann. Veggjakrot er oft að finna í húsasundum eins og þessu við hliðina á versluninni Gust á Laugavegi. Auðvelt er fyrir veggjakrotslistamenn, eða graffara, að láta ljós sitt skína í stórum, yfirgefnum byggingum eins og þessari við Mýrargötu 26. Á horni Stórholts og Brautarholts, hjá gallerí Klink og Bank, er skemmtilegt veggjakrot af furðulegum geimverum. Við hliðina á verslunni Ellingsen á Grandagörð- um eru miklar framkvæmdir í gangi en þar má sjá glitta í veggjakrot. Á hlið Borgarbókasafnsins í Reykjavík í Tryggvagötu er langt og mikið veggjakrot sem er svo sannarlega konfekt fyrir augað. Veggjakrotið í húsasundinu sem liggur að versluninni Illgresið á Laugaveginum kom fyrir í myndinni Dís. Við hliðina á Kassagerðinni við Sæbraut er langt hús sem er ansi lit- ríkt og skreytt frösum og einkennisstöfum eftir valinkunna graffara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.