Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 18.07.2005, Síða 10
10 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR Bindisleysi varð til þess að Örnólfur Thorlacius var næstum orðinn of seinn til að halda munn- legt stúdentspróf fyrir um fjörutíu árum. Hann rifjar upp söguna í kjöl- far fréttar um bindis- lausa forkólfa íslensks viðskiptalífs. Sagt er að vinnuföt dagsins í dag séu spariföt morgundagsins. Í þeim orðum felst að klæðaburður verði sífellt frjálslegri, bæði hversdags og spari. Örnólfur Thorlacius, fyrrum rektor Menntaskólans við Hamra- hlíð og þar áður kennari við Menntaskólann í Reykjavík, man tímana tvenna í þeim efnum. „Þegar ég kenndi í MR á árun- um 1960 til 1967 var alvanalegt að kennarar væru í jakkafötum og með bindi,“ rifjar Örnólfur upp. „Nemendur voru þá líka vel til fara og jafnan í jakkafötum. Það var svo einn daginn að ég var á leið í skólann til að halda munn- legt stúdentspróf í náttúrufræði. Ég var kominn vel áleiðis þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að hnýta á mig hálsbindið.“ Örnólfur segir að hefði hann verið á leið til hefðbundinnar kennslu hefði hann eflaust haldið áfram för og unnið sín störf bind- islaus. Hann var enda í hópi yngri kennara skólans og hefði getað leyft sér slíkt frjálsræði. En þetta var enginn venjulegur dagur; stúdentspróf framundan. „Ég snéri því við og hengdi á mig hálsbindið,“ segir Örnólfur sem bjó þá í Háaleitinu. „Fyrir vikið var ég að verða of seinn og þetta kostaði mig því leigubíl. Það var ekki annað að gera.“ Svona var tíðarandinn í þá daga en breyttist fáum árum síð- ar. Haustið 1967 hóf Örnólfur störf við hinn nýstofnaða MH. „Þar gengu menn helst á tímabili í verksmiðjubleiktum og skellótt- um gallabuxum og ég man eftir dreng sem verðlaunaður var ár eftir ár fyrir góðan námsárangur. Alltaf kom hann upp til rektors með sítt og ógreitt hárið og í skell- óttu gallabuxunum sínum. Þegar svo leið að útskrift hans upphófst mikið stríð á heimilinu því for- eldrar hans ætluðu að þvinga hann til að klæðast smóking við útskriftarathöfnina eins og allir klæddust þá. Eftir talsvert þóf samdist þeim um að strákur færi þó í nýjar gallabuxur.“ Örnólfur segir „gallabuxna- drenginn“ vera virðulegan lækni í útlöndum í dag, „og vafalaust gengur hann með stífaðan flibba og allt hvað eina,“ segir hann. bjorn@frettabladid.is ÁSTKÆRA YLHÝRA Hyski Hyski er samkvæmt orðabók ómerkilegt fólk, illþýði. Nú, eða rumpulýður, pakk, múgur, skríll. Möguleikarnir eru allnokkrir þótt aðeins tveir þeirra hafi orðið fyrir valinu í orðabókinni. Að vera hyskinn merkir síðan að vera latur. En hyski merkir reyndar líka einfaldlega fjöl- skylda, heimilisfólk. Litlu börnin eru hyski, unglingarnir eru hyski, afi og amma eru hyski og foreldrar eru hyski. Það er gott að slaka á í faðmi hyskisins að loknum ströngum vinnudegi. Þetta fer líka vel á boðskorti: „Jón Jónsson og hyski hans bjóða þér og þínu hyski til gleðskapar“. Það ætti að geta orðið fínasta teiti. magnus@frettabladid.is Fögur sjón blasti við okkur þegar við gengum niður Námaskarðið og komum í Mývatnssveit í gær. Hér er einstaklega fallegt yfir að líta þrátt fyrir ský á himni en heit- ur vindurinn leikur við vanga okk- ar. Það vakti strax athygli okkar að ekkert er mýið þrátt fyrir að vatn- ið og sveitin séu kennd við þá hvimleiðu flugnategund. Segja okkur fróðir menn að við séum á milli gangna, eins og það er kall- að, flugan er að drepast og aðrar að fæðast. Við megum sjálfsagt teljast heppnir að vera hér akkúrat á þessum tíma. Við verðum aðallega varir við er- lenda ferðamenn hér um slóðir en þó mætum við alltaf einum og einum Íslendingi. Þannig hittum við Steingrím J. Sigfússon alþingismann á laugardag og hann gekk með okk- ur smá spöl. Hann lauk nýlega mikilli göngu yfir landið og gátum við rætt um margt sem viðkemur göngumál- um. Ferð okkar hefur gengið í alla staði vel en það verður að segjast alveg eins og er að það er góð tilfinning að eiga bara átján daga eftir. Nú finnst okkur við vera að nálgast takmarkið og það gerir göngu hvers dags auðveldari og skemmtilegri. Við hvetjum svo alla til að líta á heimasíðuna okkar, gangan.is og sjá nánari fréttir af ferðum okkar. Kveðja, Bjarki og Guðbrandur. Ekkert m‡ í M‡vatnssveit HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Ég er bara a› leysa af mér til skemmtunar og til a› rifja upp gamlar minningar.“ KÁRI STEFÁNSSON LÆKNIR Í FRÉTTA- BLAÐINU. „Ég get ekki or›a bundist lengur yfir mávamerg›inni í borginni.“ HARPA KARLSDÓTTIR Í MORGUN- BLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Gleymdi hálsbindi og flurfti a› taka leigubíl ÖRNÓLFUR THORLACIUS „Þegar ég kenndi í MR á árunum 1960 til 1967 var alvana- legt að kennarar væru í jakkafötum og með bindi.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Flestir bændur keyptu sáðkornið sitt af Landstólpa þetta árið sam- kvæmt athugun á naut.is, vef kúa- bænda. Má þar sjá að 27,3 prósent skiptu við Landstólpa að þessu sinni, talsvert fleiri en við Mjólk- urfélag Reykjavíkur sem er í öðru sæti með tæp tuttugu prósent við- skiptanna. Bústólpi er næstur með tæp sautján prósent og Fóð- urblandan í fjórða sæti með rúm níu prósent. Aðeins rúm fimm prósent bænda keyptu sáðkornið sitt hjá einhverju kaupfélaganna og er það til marks um breytta tíma í samfélaginu því kaupfélögin voru jú upphafið og endirinn í nánast öllum búskap í landinu þar til fyr- ir nokkrum árum. Athygli vekur að samkvæmt þessari netkönnun naut.is keyptu tæp fjögur prósent bænda sáð- korn sitt annars staðar en af ofan- greindum fyrirtækjum og enn meiri athygli vekur að rúm átján prósent þátttakenda í könnuninni keyptu alls ekkert sáðkorn. Má af því ráða að fólk hefur gaman af að taka þátt í könnunum sem þessari þótt spurt sé um sér- hæfð og einangruð málefni. - bþs Könnun meðal kúabænda: Landstólpi gerir fla› gott HOLLUR ER HAGINN Hörð samkeppni ríkir á sáðkornamarkaðnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.