Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 16

Fréttablaðið - 18.07.2005, Page 16
Þegar ég var yngri hélt ég að til þess að skilja og skynja samtím- ann væri nóg að lesa tilteknar skáldsögur og nokkrar ljóðabæk- ur, hlusta á tilteknar hljómplötur, leggja mig eftir kenningum til- tekinna heimspekinga og félags- vísindamanna, og náttúrlega þegja og hlusta þegar mér gáf- aðra fólk væri að tala. Og um síð- ir fengi ég innsýn í þá flóknu og stórkostlegu tíma sem ég lifði. Ég sé það nú að þetta var mis- skilningur. Ég hefði átt að læra bókfærslu. Þjóðfélagið nötrar. Og maður eins og ég, sem aldrei man hvað er brúttó og hvað nettó, og botna ekkert í virkilega þróuðum hug- tökum á borð við debet og kredit, ég fylgist utangátta með deilun- um, úti á þekju, skilningsvana, með litlar forsendur til að taka afstöðu til málsins. Ég er búinn að vera í útlönd- um upp á síðkastið og hef ekki nennt að ómaka mig á netkaffi til að lesa íslensku blöðin þannig að vel má vera að eitthvað hafi kom- ið fram í Baugsmálinu sem skýr- ir fyrir manni hvernig stendur á því að íslenska lögreglan hefur ekki einu sinni heldur tvisvar komið með aðgerðum sínum í veg fyrir að Baugur nái að ljúka samningum um mjög ábatasöm viðskipti í Bretlandi, að sögn til að vernda fyrirtækið og standa vörð um hagsmuni þess. Vont er þeirra ranglæti o.s.frv. Þegar ég fór til útlanda voru ákærur enn ekki birtar en Jón Ásgeir Jóhannesson hafði hins vegar sent frá sér greinargerðir þar sem fram kom að ég er ekki einn um að eiga erfitt með að muna hvort er debit og hvort kredit. Af þessari greinargerð mátti ráða að sakarefni væru ekki stórvægileg. En er ekki svolítið erfitt að kyngja því líka að allur þessi málarekstur sé hefndaraðgerð Davíds Oddssonar og fylgisveina hans vegna Orca-hópsins og sí- felldra ögrana Jóns Ásgeirs, sem meira að segja kaupir sér dag- blað án þess að spyrja leyfis fyrst hjá háttvirtri ríkisstjórn? Ég veit það ekki. Og auðvitað bíður maður átekta. Gallinn er náttúrlega sá að á Íslandi gildir sú regla ad hver maður sé sekur uns sakleysi sé sannað. En þótt maður kunni lítt skil á þessum tveimur helstu fræði- greinum okkar daga – lögfræði og bókfærslu – þá rámar mann vissulega í önnur mál sem óneit- anlega eru kunnugleg í þessu samhengi. Hafskip var á sínum tíma fyriræki sem tók á taugar valdamikilla manna og ógnaði med starfsemi sinni hagsmunum þess rammgerða ættarveldis sem þá ríkti yfir atvinnulífi lands- manna og leit á fyrirtæki sín sem góss fremur en vettvang til að eiga í viðskiptum, enda stóð ekki steinn yfir steini í þessu veldi þegar kapítalisma var þröngvað upp á Íslendinga við inngönguna í EES, en nýir höfðingjar hófust upp. Allir muna þær sakagiftir sem stjórnendur Hafskips voru bornir og þá óskammfeilnu hörku sem þeim var sýnd þegar þeir voru leiddir eins og óbótamenn til yfirheyrslu og jafnvel látnir dúsa í gæsluvarðhaldi fyrir þær sakir að vera vondir í bókfærslu að mati ákæruvaldsins – sem reyndist þá hafa rangt fyrir sér. Áralöngu jafnvægi hefur ver- id raskað en ríkisvaldið er í hönd- um þeirrar valdastéttar sem allt annað hefur misst til ættlausra stráka. Það stefnir í voldug um- brot í íslensku þjóðfélagi svo að óneitanlega minnir á fyrri aldir þegar hinir fáu stórhöfðingjar landsins lágu í endalausum mála- rekstri á hendur hver öðrum, pappírar og bréf, úrskurðir og ut- anstefnur flugu um héruð. Ís- lendingar hafa alltaf verið papp- írsvíkingar umfram allt; þeir hafa frá fyrstu tíð barist med þjarki fyrir dómstólum, útúr- snúningum, skætingi og afbökun- um, þvættingi, áfrýjunum og gagnstefnum. Ég minni á Njálu, þar sem kapparnir eru síðu upp og niður ad lýsa lýriti og lögriti og ljósriti... sumir halda ad bókin sé um Hallgerði og Gunnar. Ég held hún sé um Njál og Mörð Val- garðsson. Við siglum inn í óöld málaferl- anna, lagarefjanna, sem er kunn- uglegt ástand þeim sem hafa nasasjón af Íslandssögunni. Dav- íð Oddsson hefur framsýnastur manna plantað tveimur vildar- mönnum í Hæstarétt og því munu utanstefnur aukast. Davíð er þegar tekinn að búa sig undir það með því að beita sér á al- þjóðavettvangi fyrir því að Mannréttindadómstóll Evrópu verði lagður niður - en slíkar nið- urlagningar á stofnunum eru Ís- lendingum að vondu kunnar. Til að skilja og skynja samtím- ann dugði ekki að lesa Dymbil- vöku og Ulysses, Sartre og Marx, hlusta á Dylan og Coltrane eða allt hitt. Ég hefði átt að læra bók- færslu. Eða kannski maður eigi bara að teygja sig upp í hillu eft- ir Sturlungu? ■ Síðasta laugardag ákváðu forsvarsmenn Nóatúnsverslan- anna að verða við tilmælum lögreglunnar í Reykjavík og hætta að gefa viðskiptavinum sínum fimm lítra af bjór með hverju seldu gasgrilli. Reyndar var ekki á hreinu hvort framtakið stangaðist á við lög en Nóatúnsmenn töldu ekki ástæðu til að halda mál- inu til streitu, enda tilgangi uppátækisins náð. Annars vegar höfðu gasgrillin og bjórinn rokið út, og hins vegar hafði kaupmönnunum tekist að vekja athygli á því baráttumáli sínu að fá að selja bjór og léttvín í verslunum sínum, sem væntanlega hefur verið megin hugmyndin að baki gjafmildi Nóatúnsmanna á mjöðinn. Afnám einkasölu hins opinbera á áfengi er að verða nokk- uð gamalkunnugt mál, sem gengur þó furðu hægt að fá botn í. Á síðasta þingi lögðu tólf þingmenn fram á Alþingi frum- varp um að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, með annað en sterkt áfengi, verði aflögð. Sem sagt að bjór og léttvín verði selt í verslunum eins og önnur almenn neysluvara en ÁTVR haldi áfram einkaleyfi sínu á að höndla með sterk vín. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins var Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og komu meðflutn- ingsmenn hans úr öllum flokkum nema þingflokki Vinstri- grænna, enda leitun að harðsnúnari hóp af íhalds- og for- sjárhyggjufólki en á þeim bæ. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu var bent á þá aug- ljósu þversögn að á sama tíma og ríkið hefur dregið sig úr atvinnurekstri á mörgum sviðum á undanförnum árum og áratugum hefur ekkert verið haggað við einkasölu þess á áfengi og tóbaki. Samvarandi frumvörp hafa margsinnis verið lögð fram á fyrri þingum án þess að hljóta afgreiðslu eins og urðu reyndar líka örlög þessa nýjasta frumvarps Guðlaugs Þórs og félaga. Það er undarlegt þrekleysi hjá alþingismönnum okkar að hafa sig ekki í að klára þetta mál. Í skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram að meiri- hluti landsmanna vill geta sótt sér rauðvínsflösku í hillur stórmarkaðanna í sömu verslunarferð og steikin er valin úr kjötborðinu. Ef eitthvað er að marka þann vilja er staðan núna því í raun spurningin um hvenær einkaleyfinu verði aflétt en ekki hvort. Og þótt hávær minnihlutahópur muni eflaust mótmæla kröftuglega auknu frjálsræði í sölu á áfengi er ljóst að miklu fleiri munu fagna. ■ 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Ef eitthvað er að marka vilja þjóðarinnar er ekki spurning hvort bjór og léttvín verði selt í stórmörkuðum heldur hvenær. Bjórinn í bú›irnar FRÁ DEGI TIL DAGS Í sko›anakönnunum hefur ítreka› komi› fram a› meirihluti landsmanna vill geta sótt sér rau›vínsflösku í hillur stórmarka›- anna í sömu verslunarfer› og steikin er valin úr kjötbor›inu. Í DAG BAUGSMÁLIÐ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON En flótt ma›ur kunni lítt skil á flessum tveimur helstu fræ›i- greinum okkar daga – lögfræ›i og bókfærslu – flá rámar mann vissulega í önnur mál sem óneitanlega eru kunnugleg: Hafskip ... Ég hef›i átt a› læra bókfærslu Leiðir á samstarfi Samfylkingin er í vanda með borgar- stjórnina. Flokkurinn vill náttúrulega halda völdum í ráðhúsinu en æ fleiri innan hans eru orðnir leiðir á samstarf- inu við Framsókn og Vinstri græna. Þessir menn geta hins vegar vel hugs- að sér að eiga samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn um stjórn borgarinnar. Hrannar Arnarson, sem var einn af arkitektum R-listans 1994, sagði þetta nánast berum orðum í Kastljósi Sjón- varpsins fyrir helgina. Það eru ekki síst hinar nýju skipulagstil- lögur sem hafa gert sjálf- stæðismenn svona spennandi. Hættu boðið heim Vandinn er sá að ef þetta á að gerast verður Samfylkingin að bjóða fram sjálfstæðan lista. Og þá munu allir flokkarnir gera hið sama sem býður þeirri hættu heim – von mundu sumir segja – að Sjálfstæðisflokkurinn næði á ný meirihluta í borgarstjórn, jafnvel þótt hann hefði ekki meihluta at- kvæða á bak við sig. Þyrfti hann þá ekkert á Samfylkingunni að halda. Nýjasta könnun Gallups, sem sjálfstæðismenn spiluðu út af dæmafáu dómgreindar- leysi, bendir í þessa átt. Þarna er efinn – og hann nagar Sam- fylkingarmenn þessa dagana. Gísli Marteinn? Sagt er að í könnun Gallups um dag- inn hafi einnig verið spurt um afstöðu manna til þess hver ætti að leiða borg- arstjórnarflokk sjálfstæðismanna í næstu kosningum. Þar hafi stuðnings- menn eins hinna væntanlegu frambjóðenda í prófkjöri flokks- ins verið að verki. Athyglisvert er að niðurstaðan hefur ekki verið gerð opinber og ekki hefur verið upplýst hverjir voru á ferð. Á kaffihúsum bæjarins er sagt að þarna hafi Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi átt hlut að máli. Kannski hafa töl- urnar ekki verið nógu uppörvandi? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.