Fréttablaðið - 18.07.2005, Side 78
30 18. júlí 2005 MÁNUDAGUR
Lárétt: 1 guð peninga og ágirndar, 6
gruna, 7 kyrrð, 8 húsgagnaverslun, 9
beita, 10 gerast, 12 nögl, 14 herbergi, 15
á fæti, 16 utan, 17 sog, 18 sundfæri.
Lóðrétt: 1 forma, 2 handlegg, 3 skóli, 4
hljóðfærið, 5 tímabil dagsins, 9 hagnað,
11 sjávargróður, 13 ekki í lagi, 14 litu, 17
tveir eins.
Lausn.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Mótmæli
í Sandgerði
Aðsúgur gerður
að heimili Leoncie
„Eitt leikhús sem er ekki á West
End, en hefur oft verið stökkpallur
inn í stærri leikhús, hefur lýst yfir
áhuga sínum á að setja Bláa hnött-
inn upp í London,“ segir Andri
Snær Magnason, höfundur barna-
bókarinnar Blái hnötturinn og leik-
gerðar samnefnds verks, um áhuga
breskra leikhúsa á því að setja
verkið upp í London.
Jón Gunnar Þórðarson, bróðir
Magnús Geirs Þórðarsonar leikhús-
stjóra hjá Leikfélagi Akureyrar,
boðaði til samlesturs í London fyrir
tveimur vikum til þess að vekja
áhuga breskra leikhúsa. Á samlestr-
inum átti Vanessa Redgrave m.a. að
koma fram en hún forfallaðist
vegna veikinda bróður síns. Sam-
lesturinn gerði sitt gagn og fóru
leikhúsin í London að sýna áhuga
sinn á Bláa hnettinum í kjölfarið.
„Ég yrði mjög ánægður ef þetta
ákveðna leikhús sem lýst hefur
áhuga sínum vildi setja sýninguna
upp en kannski gæti jafnvel eitt-
hvað enn stærra leikhús haft áhuga
en það kemur í ljós á næstunni,“
segir Andri.
Blái hnötturinn er einnig á leið á
fjalirnar í Finnlandi í borginni
Lahti þar sem sýningin verður sett
upp í leikhúsi sem rúmar 700
manns. ■
ANDRI SNÆR MAGNASON Segir að í það minnsta eitt leikhús í London hafi sýnt Bláa
hnettinum áhuga í kjölfar samlesturs sem Jón Gunnar Þórðarson hélt í London fyrir
tveimur vikum.
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Harry Potter and the Half
Blood Prince
Í Fljótavík á Hornströndum
Á Landsspítalanum Háskóla-
sjúkrahúsi
Hljómsveitin Ég hefur nú gefið út
sína aðra plötu og ber hún heitið
Plata ársins en þeir félagar hafa
áður gefið út plötuna Skemmtileg
lög. „Þessi plata er allt öðruvísi en
sú fyrri og ekki lík henni nema að
því leyti að sama fólk kemur að
henni. Við höfum náttúrlega þróast
pínulítið í gegnum árin og kannski
eru fleiri textar á þessari plötu
sem hægt er að taka mark á. Þessi
plata er miklu meira verk,“ segir
Róbert Örn Hjálmtýsson söngvari
sveitarinnar.
„Við spilum svona dillirokk.
Eða nei, mig langar að þetta
heiti sölupopp. Það verða allir
svo reiðir ef tónlistin þeirra
er kallað sölupopp svo segj-
um bara að þetta sé sölu-
popp. Ég veit ekki hvernig
ég á að lýsa tónlistinni, dá-
lítið eins ef The Suprem-
es myndu hitta Bítlana
og fara í partí með Led
Zeppelin,“ segir Róbert
hressilega en hann semur
sjálfur lög og texta ásamt
Baldri Sívertssyni. „Textarnir
fjalla meðal annars um frekju
bankanna og um það að passa
peningana sína. Þetta er plata
með skilaboð. Annars er ég
að spá í að fara á Alþingi af
því að ég er alltaf að semja
lög. Og þingmenn semja lög
svo ég gæti hentað vel sem
gagnrýninn og glaður þing-
maður.“
Platan er gefin út af fyrir-
tækinu Sam-skeytin inn en
Eiður Smári er að sögn Róberts
stjórnarformaður útgáfunnar.
„Við erum uppáhaldshljóm-
sveitin hans Eiðs Smára. Það má
alveg koma fram. Hann fílar
okkur í botn. Annars hef ég alltaf
séð aðdáendur
okkar fyrir mér
sem kannski
starfsmenn í
fiskvinnslu
og með svona
heyrnatól að
hlusta á tón-
listina. Eða
svona blaða-
strák eða
s t e l p u
með heyrnartól. Annars er þetta
fyrir alla aldurshópa, skallapopp-
arar munu dýrka þetta og þetta er
fyrir feðga og mæðgur og fyrsta
lagið heitir „Fyrir okkur öll“
einmitt af því að þetta er fyrir
alla.“
Það tók strákana tvö ár að klára
plötuna og nú taka við tónleikahöld
og fleira. Þeir munu halda útgáfu-
tónleika á Gauki á Stöng þann 23.
júlí og þeir verða á Akureyri
um Verslunarmanna-
helgina. „Platan
fæst bara alls
staðar og hún
kostar tvö-
þúsundkall!
Ég þurfti
að berjast
m i k i ð
f y r i r
því að
l á t a
hana
k o s t a
t v ö þ ú s -
undkall en
ekki tvö og
fimm eða
e i t t h v a ð .
Svo þarf
fólk bara
að drífa sig
því platan
er að klár-
ast.“ ■
... fá aðdáendur Harry Potter
sem létu sig ekki muna um að
standa í biðröð til miðnættis til
þess að koma höndum yfir nýj-
ustu bókina um galdrastrákinn.
HRÓSIÐ
Fyrsta tölublað karlablaðsins b&bundir stjórn Þórarins Jóns Magn-
ússonar er komið fyrir augu les-
enda. Hann tók að sér að ritstýra í
það minnsta tveimur tölublöðum
eftir að Björn Jörundur Friðbjörns-
son hvarf skyndilega úr stóli rit-
stjóra. Nokkrar áherslubreytingar eru
greinilegar og það er nokkuð ljóst
að Þórarinn Jón hefur engu gleymt
frá því hann ritstýrði Samúel og síð-
ar Bleiku&Bláu. Bleikt&Blátt var und-
ir það síðasta réttnefnt klámblað
þar til Björn Jörundur tók við því og
reyndi að gera
það að hófstillt-
ara karlablaði. Í
þeim blöðum
sem Björn Jör-
undur ritstýrði
skein vel í bert
kvenmannshold
en þess var gætt
að hylja það allra
heilagasta.
Þórarinn Jón hefur hins vegar um-svifalaust fært b&b nær forveran-
um og býður upp á ber brjóst á for-
síðu og innan í blaðinu eru grófari
myndir með tilheyrandi berum klof-
um og skapahárum. Það vekur sér-
staka athygli að einn myndaþáttur-
inn í nýja b&b er kominn til ára
sinna en myndirnar tók Bragi Þór
Jósefsson á sínum tíma fyrir Þórarin
Jón þegar hann stýrði Bleiku&Bláu.
Samkvæmt lestrarkönn-
unum dró þó nokkuð
úr lestri á Bleiku&Bláu
eftir að það varð b&b
þannig að það verður
óneitanlega fróðlegt að
sjá hvort þar hafi
skortur á allsber-
um konum riðið
baggamuninn og
Þórarinn Jón
muni þannig
mað gömlum
meðulum ná
að rífa lestur-
inn upp.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Lárétt:1mammon,6óra,7ró,8tm,9
agn,10ske,12kló,14sal,15il,16án,
17iða,18uggi.
Lóðrétt:1móta,2arm,3ma,4orgelið,
5nón,9akk,11þang,13ólag,14sáu,
17ii.
FRÉTTIR AF FÓLKI
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
„Algengasta frjókornið á Íslandi er gras og það nær
hámarki þegar líður á sumarið. Þetta er verst í kring-
um verslunarmannahelgi en þeir sem eru að vinna í
grasi geta fengið einkenni mun fyrr,“ segir Michael
Clausen læknir. Fólk getur verið með ofnæmi fyrir
mismunandi frjókornum og því eru sumir með
slæmt ofnæmi á vorin en aðrir seinnipart sumars.
„Fyrst á vorin er birkið algengasta frjókornið sem
fólk finnur fyrir, en önnur frjókorn á vorin eru af ösp
og víði,“ segir Michael.
Á ýmsum vefsíðum er hægt að finna frjótölur sem
Náttúrustofnun gefur frá sér og þar sést hversu mik-
ið magn var af algengustu frjókornunum á nokkrum
stöðum á landinu. Betra er að byrja meðferð
snemma ef fólk á von á að vera innan um mikið af
frjókornum því erfitt er að stöðva einkennin þegar
þau eru orðin slæm. Einkenni frjókornaofnæmis eru
„nefstíflur, nefrennsli, nefkláði, hnerrar, kláði í aug-
um og tárarennsli, og kláði uppi í gómi,“ segir Mich-
ael. Hægt er að fá ofnæmistöflur í apóteki sem eru
ekki lyfseðilsskyldar og þær slá á einkennin en best
er að leita læknis og fá greiningu. „Þetta er mjög
mikilvægt ef um börn er að ræða, kvef hjá börnum
gæti verið frjókornaofnæmi en þau eru svo hörð af
sér að oft uppgötvast þetta seint,“ segir Michael.
Michael segir að rannsókn hans frá árinu 2000 hafi
leitt í ljós að ellefu prósent tíu ára barna á Íslandi
séu með frjókornaofnæmi, en það er svipaður fjöldi
og í nágrannalöndun-
um. Erfðir hafa mest
um það að gera hvort
fólk fær frjókornaof-
næmi en ofnæmið hef-
ur farið vaxandi í hin-
um vestræna heimi.
„Sú kenning sem hefur
orðið efst á lofti er
hreinlætiskenningin,
það er að segja að lík-
aminn fær ekki nægi-
lega mikið álag frá
bakterium í upphafi því
það er svo mikið hrein-
læti í kringum okkur,“
segir Michael. Hann segir þó að sóðaskapur sé alls
ekki æskilegur og að margir þættir spili inn í aukn-
ingu á frjókornaofnæmi.
MICHAEL CLAUSEN LÆKNIR OG SÉRFRÆÐINGUR Í OFNÆMISSJÚKDÓMUM BARNA SEGIR AÐ FRJÓKORNAOFNÆMI SÉ ALGENGT MEÐAL BARNA
SÉRFRÆÐINGURINN
LÆKNIR OG SÉRFRÆÐ-
INGUR Í OFNÆMISSJÚK-
DÓMUM BARNA
Grasofnæmi nær hámarki kringum
verslunarmannahelgina
RÓBERT ÖRN
HJÁLMTÝSSON
Hljómsveitin Ég hefur
verið starfandi í um
þrjú ár og gefur nú út
sína aðra plötu. Um er
að ræða dillirokk eða
sölupopp að sögn Róberts
Arnar Hjálmtýssonar söngv-
ara sveitarinnar.
HLJÓMSVEITIN ÉG: SENDIR FRÁ SÉR PLÖTU ÁRSINS
Skallapopparar munu
dýrka þetta
Blái hnötturinn á fjalirnar í London