Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 53
Árið 1862 opnaði Don Fucundo Bacardi litla bruggverksmiðju sem hann kallaði Bacardi. Nú sex kynslóðum síðar sjá afkomendur hans okkur fyrir mögnuðu rommi sem hentar afar vel í alla kokteil- gerð. Vandamálið við kokteila er að það er sjaldan sem hinn almenni borgari hefur vilja eða hráefni til að „hrista“ fram úr erminni flókna drykki. Því er vert að benda á að Bacardi Limón er hinn fullkomni grunnur í áfenga drykki. Bacardi rommið sem er grunnurinn í Bacardi Limón er í senn mjúkt og fág- að. Ferski sítrus keimurinn kemur frá olíum unnum úr ferskum sítrónum, lime og greipaldin. Þessi blanda af mýkt og ferskleika gerir það að verkum að hægt er að blanda Bacardi Limón við nánast hvaða ávaxtasafa eða gostegund sem er, útkoman er ávalt góð. Þetta vita barþjónar bæjarins sem hafa oftar en ekki stytt sér leið á annasömum kvöldum með því að blanda Bacardi Limon í ávaxtasafa sem þeir kalla svo suðrænum kokteilnöfnum sem neytandinn telur vera mjög flókna blöndu. Prufaðu að blanda Bacardi Limón við það sem finnst í ís- skápnum þínum og upplifðu leyndarmál barþjónsins. Lækkað verð í Vínbúðum 2.990 kr. 36 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Úlfar Eysteinsson kokkur velur keilu í súrsætri sósu sem sína uppáhaldsuppskrift. „Ég á margar uppáhaldsuppskriftir en þessi varð fyrir valinu í dag. Það er vegna þess að þetta er sumar- leg og hitaeiningalítil uppskrift og svo er keilan afar vanmetinn fiskur. Hún er svipuð skötusel, með stífu kjöti og er skemmtileg í svona rétti því kjötið riðlast ekki sundur eins og oft vill gerast með annan fisk. Keilan fæst alls staðar og hún er ekki dýr, ódýrari en bæði þorskur og ýsa,“ segir Úlfar. „Ég fékk þennan rétt fyrst á aust- urlenskum veitingastað og var ekki nógu ánægður með hann þrátt fyrir að hugmyndin væri góð. Ég ákvað því að elda hann sjálfur þegar heim var komið og þá fékk ég út þennan frábæra rétt.“ Úlfar hefur átt og rekið veit- ingastaðinn Þrjá Frakka í sautján ár. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og bæði sonur minn og dóttir starfa með mér.“ Þau áhöld sem Úlfari finnst nauðsynlegt að eiga við matar- gerð eru góð panna, pottar með þykkan botn og gaseldavél. „Hrá- efnin eru hins vegar smjör, smör- líki, laukur, gulrætur, sveppir, hvítlaukur, sítróna og salt. Ef maður á þetta í skápunum er hægt að laga nánast allt og þetta, ásamt karrý, eru einu kryddin sem fólk þarf að eiga að mínu mati. Mér finnst mikilvægt að leyfa bragð- inu af kjötinu og fiskinum að njóta sín og er ekki hrifinn af mariner- ingu. Það sem ekki allir vita er að hún var fundin upp í Mið-Evrópu á krepputímum þegar blessað fólkið var að reyna að koma hálf- skemmdum mat niður. Nú þegar við höfum öll aðgang að fersku hráefni ætti enginn að kaupa formarineraðan mat. Það er auð- vitað hægt að kaupa ferskt kjöt og leyfa því að liggja í marineringu í tvo til þrjá tíma en ekki lengur því það á bara að taka blæ af krydd- blöndunni.“ Þó að Úlfar hafi hjálpa til í eld- húsinu frá barnsaldri kviknaði matreiðsluáhuginn fyrst fyrir al- vöru þegar hann byrjaði í Flens- borgarskólanum, þar sem allir nemendur fengu matreiðslu- kennslu einu sinni í viku. „Þetta var svo farsæl kynning á náminu að þegar ég útskrifaðist um 1970 voru yfir sextíu prósent kokka á landinu Hafnfirðingar,“ segir Úlfar og hlær. Hann segist borða nánast allt og hafa gaman af því að elda flestan mat. Þó er eitt sem hann mun aldrei aftur láta inn fyrir sínar varir. „Ég myndi aldrei búa til sagó-grjónagraut því ég á mjög slæmar minningar um hann. Þegar ég var í vinnubúðum í Krýsuvík sem ungur maður var grauturinn ekki pískaður nóg og var því hræðilega kekkjóttur. Þetta var eiginlega eins og að gleypa hor og ég fæ gæsahúð bara við tilhugsunina enn þann dag í dag.“ Keila í súrsætri sósu: 300 g keilubitar 20 g gulrætur 20 g laukur 20 g jöklasalat 1 tsk. salat 4 hvítlauksrif 1 dl sojasósa (Kikkoman) hrísgrjón Keilubitarnir eru steiktir í olíu báðum megin. Svo er sósunni bætt saman við og allt látið sjóða. Því næst er hvítlauknum og sojasós- unni bætt út í og karrý eftir smekk. Jöklasalatið er sett út í um leið og rétturinn er borinn fram og hrísgrjónin höfð með á sér disk. Súrsæt sósa: 1 bolli vatn 1 bolli lageredik 1 bolli sykur 1 msk. tómatpurra 1 laukur 1 gulrót kartöflumjöl Allt hráefnið er soðið saman og sósan er síðan þykkt með kart- öflumjöli. soleyk@frettabladid.is Keilan er vanmetinn fiskur ÚLFAR EYSTEINSSON Úlfari finnst skemmtilegast að elda fisk og hvalkjöt. „Hvalkjötið er alveg yndislegt og það er rosalega gaman að grilla það. Fólk þarf bara að passa að hafa sneiðarnar ekki of þykkar og grilla það ekki of lengi. Nú þegar hrefnukjötið er aftur orðið að- gengilegt og mjög góðir vöðvar í boði vil ég hvetja alla sem eiga minningar um hvalkjöt að kaupa sér einn bita til að rifja það upp.“ Hvaða matar gætir þú síst verið án? Sojalatte á Kaffitári, það er minn matur ásamt grænmetislasagna sem eiginkona mín, Helga Vala, matbýr. Fyrsta minningin um mat? Ætli það sé ekki kjötbúðingur sem langamma mín gerði á Raufarhöfn. Hann var borinn fram með kart- öflumús og bræddu smjöri. Ég borðaði yfir mig af þessu til þriggja ára aldurs og hef ekki getað smakkað þetta síðan. Langamma mín var orðin svo- lítið gömul þegar hún eldaði hrygg og fór svo út í búð að kaupa ávexti í dós til að hafa með ísnum. Hún var farin að sjá illa og keypti asíur í staðinn og hafði þær með ísnum, það var skrítinn matur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það var þegar þáverandi tilvonandi eiginkona mín bauð mér í grænmetis- lasagna. Hún bræddi mig alveg með þessum rétti. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Mér finnst lax sérstaklega ofmetinn fiskur. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Það er alltaf brilljant að elda í góðan grjónagraut, ég set ýmislegt í hann sem ég gef ekki upp því þá myndi grauturinn minn missa sérstöðuna. Á tímabili var ég mjög góður í að búa til pasta með svolítilli eða mikilli tómatsósu. Ég er ekki mikið fyrir að skjóta fasana og elda þá. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Þá borða ég mat sem inniheldur lítið af E efnum. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Það er mikilvægt að eiga eplasafa, smjör, ávexti og léttmjólk. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt tækir þú með þér? Ég myndi taka með mér grænmetis- lasagna og soja latte, svo gæti ég bara dáið á eyjunni. Hvað er það skrýtnasta sem þú hef- ur borðað? Ég hef borðað soðinn kolkrabba í makkarónum sem var góður á bragðið þrátt fyrir að vera mjög skrýtinn. Þennan rétt smakkaði ég í Grikklandi ásamt fleiri skrýtnum réttum. Er ekki líka dálít- ið skrýtið að borða bjúgu? Þau eru aldrei borðuð heima hjá mér því þegar konan mín var lítil voru bjúgu pítsa nútímans. MATGÆÐINGURINN GRÍMUR ATLASON TÓNLEIKAHALDARI Lapin Kulta er úrvals bjór sem bruggaður er með fersku fjallavatni úr uppsprettum óspilltrar nátt- úru Finnlands. Nafnið þýðir gull Lapplands og á uppruna sinn að rekja frá tíma gullæðisins en það var einmitt bjór frá sama brugghúsi og framleiðir Lapin Kulta sem slökkti þorsta námuverka- mannanna. Brugghúsið er eitt af elstu brugg- húsum Finnlands, stofnað um miðja 19. öld, og er staðsett í Tornio í Lapplandi. Lapin Kulta var fyrst markaðssettur árið 1963 og er nú einn mest seldi bjórinn í Finnlandi og Svíþjóð og mest seldi bjór í Fríhöfnum Norðurlanda. Lapin Kulta hefur frísklegt yfirbragð, fremur litla beiskju og gott jafnvægi. Bjór sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, enda er hér um að ræða einstakan gæða- bjór á hreint frábæru verði sem er með því ódýrasta sem gerist í Vínbúðum. Verð í Vínbúðum 159 kr. í 500 ml dós og 136 kr. í 330 ml flösku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ : G VA Ís me› asíum BACARDI LIMÓN: Blandast betur! LAPIN KULTA: Gull Lapplands FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Ofninn hitaður í 220°C. Tómatarnir skornir í helminga og þeim raðað í eldfast fat með skurðflötinn upp. Kryddaðir með kummini, sykri, pipar og salti. Settir í ofninn og bakaðir í um 45 mínútur. Þá er olíunni dreypt jafnt yfir þá og þeir bakaðir í 10-15 mínútur í viðbót. Látnir kólna þar til þeir eru volgir. Salatblandan sett í skál eða á fat, tómötunum blandað saman við og olíunni úr mótinu hellt yfir. Nokkrar flögur skornar af parmesanosti og dreift yfir. 8-10 íslenskir tómatar 1 tsk. kummin (cumin) 1 tsk. sykur nýmalaður pipar salt 6 msk. ólífuolía 1 íslensk salatþrenna, eða klettasalat parmesanostur (biti) Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 bökuðum Salat með tómötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.