Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 65
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Besti ferðafélaginn
Ferðataskan
í sumar
Léttur öllari
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
86
51
06
/2
00
5
Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is
fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1.
Mánaðargjald GSM er 600 kr.
Ég hringi heim, ég hringi í Gunna
í London, ég hringi í konuna og
sendi henni SMS.
Allt þetta á 0 kr.
0 kr. 0 kr. 0 kr.
120 mínútur á mánuði úr GSM í heimasíma í
einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga
mest samskipti við.
Þú heldur áfram að tala við GSM vin fyrir 0 kr.
á mínútuna í 60 mín. á dag og senda honum
30 SMS fyrir 0 kr. á dag.
Þú hringir heim úr GSM símanum þínum án þess
að greiða mínútugjöld í allt að 60 mínútur á dag.
Og1 lækkar verulega kostnað heimila sem eru með GSM áskrift, Heimasíma og Internet hjá Og Vodafone.
Kynntu þér einnig ávinninginn fyrir Heimasíma og Internet.
GSM
Vinur í útlöndum GSM vinur Þegar þú hringir heim
JÓNS GNARR
BAKÞANKAR
Nirvana
Alla ævi hef ég þráð að eignastinnri frið. Ég er nefnilega að
upplagi frekar ör. Ég hef verið frið-
laus af þrá í frið, rótlaus og eirðar-
laus. Ég hef leitað hans víða, bæði
hérlendis og í útlöndum. Ég hef lesið
þykkar bækur sem lofa innri friði.
Ég hef talað við fólk sem segist hafa
öðlast innri frið. Og stundum gat ég
rétt fundið fyrir honum en ég náði
honum aldrei alveg. Ég var kominn
á þá skoðun að ég fengi ekki frið
fyrr en ég væri dáinn.
ÉG hef reynt að kaupa mér frið með
veraldlegum eignum, vinnu og við-
urkenningu. Ég var frægur og ríkur,
átti einbýlishús og jeppa og fólk
dáðist að mér. En það var sama hvað
ég keypti mér af drasli, ég öðlaðist
engan frið. Hann fór ekki að koma
fyrr en ég missti allt.
ÉG komst að því, við illan leik, að
maður öðlast ekki innri frið fyrr en
maður hættir að þrá hann. Sá sem
leitar að lífi sínu mun týna því en sá
sem gleymir sjálfum sér, kærleikans
vegna, mun finna sjálfan sig. Ef
manni líður illa þá er það besta sem
maður gerir að fara og hjálpa ein-
hverjum öðrum.
ÞAÐ er til skemmtileg saga um
mann sem leitaði að lífshamingj-
unni. Hann hafði leitað víða þegar
honum var sagt frá miklum vitringi
sem var sagður hafa fundið lykilinn
að lífshamingjunni. Og maðurinn fór
að hitta vitringinn, sem bjó einn
uppi á háu fjalli. Og hann spurði
vitringinn hvernig maður öðlaðist
fullkomna lífshamingju. Og vitring-
urinn svaraði: „Með því að vera
alltaf sammála öllum.” „Það getur
ekki verið!” hrópaði maðurinn. „Nei,
það er kannski satt hjá þér,” svaraði
vitringurinn.
LAUSNIN á lífsgátunni er þver-
sögn. Sá sem þráir ást þarf að gefa
hana fyrst. Og sá sem gefur hana
vantar hana ekki, því hann á nóg af
henni. Ef við losum okkur við allar
langanir, væntingar, tilætlanir og
kröfur og hefjum okkur yfir allar
hvatir þá munum við öðlast meiri
frið en okkur getur dreymt um. En
hver er til í að fórna svona mörgum
og merkilegum orðum fyrir eitt
svona stutt og ómerkilegt eins og
frið? Við þurfum ekki að deyja til að
komast til himna, það er nóg að
deyja sjálfum sér. Nirvana er mögu-
legt, hér og nú. Við þurfum ekki að
sigra heiminn heldur bara að snúa
baki við honum.
jongnarr@frettabladid.is