Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 33
Tómatar Óþroskaðir tómatar eiga erfitt með að ná fullum þroska ef þeir eru geymdir í ísskáp. Settu þá frekar í bréfpoka og geymdu þá við stofuhita. Þroskaða tómata er best að geyma á köldum stað, þó ekki í ísskáp. Gæðin og góða bragðið haldast ekki eins vel í of miklum kulda.[ ]       Ný tegund af sýrðum rjóma MJÓLKURSAMSALAN HEFUR SETT Á MARKAÐ NÝJA TEGUND AF SÝRÐUM RJÓMA SEM ER GÓÐ MEÐ GRILLMAT. Í verslanir er komin ný tegund af sýrðum rjóma bragðbætt með pipar. Mjólkursamsalan hefur verið dugleg að kynna nýjar tegundir af sýrð- um rjóma og eru fyrir til tegundir með chili- pipar og pestói, graslauk, hvítlauk og svepp- um. Nýja tegundin er afar bragðgóð og rosalega góð með alls kyns grænmeti og ekki síst grill- matnum en sýrður rjómi getur einmitt komið í staðinn fyrir ídýfur og sósur. Apríkósur eru indælisávextir á bragðið og eru auk þess auðugar af beta-karótíni, kalíum og trefjum. Apríkósur ættu að fyrirfinnast ferskar í verslunum þessa dagana en svo eru þær auðvitað einstaklega ljúffengar þurrkaðar. Apríkósur eru yfirleitt ekki búnar að ná full- um þroska þegar þær koma í versl- anir hérlendis, frekar en aðrir ávextir. Leitaðu að ávöxtum sem eru þrýstnir, þéttir í sér og appel- sínugylltir að lit. Forðastu græn- jaxlana þar sem þeir ná sennilega aldrei fullum þroska. Allar apríkósur ættu að anga vel og hýðið ætti að minna á flauel, laust við skemmdir eða mar. Til að apríkósurnar þroskist er best að geyma þær í bréfpoka við stofuhita í tvo eða þrjá daga. Eftir að þær hafa náð fullum þroska geymast þær í plastpoka í ís- skápnum í hámark tvo daga. Það þarf alltaf að þvo apríkósur en ekki þó fyrr en rétt áður en þeirra skal neytt. Til að ná hýðinu af er ráð að setja þær í sjóðandi vatn í 15-20 sekúndur og kæla svo strax undir kaldri bunu. Þá ætti hýðið að nást auðveldlega af. Apríkósur er hægt að stýfa úr hnefa eins og flesta aðra ávexti, passið ykkur bara á litla steinin- um í miðjunni. Til að koma í veg fyrir að apríkósur dökkni eftir að þær hafa verið skornar má dreypa á þær sítrónusafa. Apríkósur eru ljúffengar í salat og einnig er gott að grilla eða baka ferskar apríkósur og bera fram með kjúklingi eða mögru kjöti – nú, eða sem eftirrétt með ís, vanilluskyri eða þeyttum rjóma. Nammi, namm! Gómsætir gullávextir Apríkósur eru góðar og hollar og fást sérstaklega ferskar á þessum árstíma. Þær eru gómsætar einar og sér en ekki síðri til bragðbætis. APRÍKÓSUKJÚKLINGUR FRÁ MIÐ-AUSTURLÖNDUM „DJEDJAD“: Blandið saman: 1/4 bolla af hvoru, smjöri og hunangi 1 teskeið af hvoru, vatni og salti 1/2 teskeið svörtum pipar Nuddið þessu yfir og allt um kring 2 kíló af kjúklingi eða gæs Bakið í ofni í ofnföstu fati við 225˚ C þar til kjúklingurinn hefur náð gylltri áferð. Lækkið hitann í 175˚ C og bætið í mótið: 1/2 kílói af ferskum apríkósum, steinlausum og skornum í tvennt 1 matskeið af sykri Baðið kjúklinginn og apríkósurnar upp úr safanum í fatinu og bakið í 20 mínútur eða þar til apríkósurnar eru orðnar mjúkar. Færið yfir á hitað- an disk, hellið safanum yfir eins og sósu og skreytið með 1/2 bolla af ristuðum möndlum eða söxuðum pistasíuhnetum. Nægir handa 6-8 manns. Apríkósukjúkling má borða á ýmsan hátt, til dæmis með mismunandi krydduðum hrís- grjónum. Apríkósur eru bestar ef þær eru appelsínugylltar að lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.