Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 33
Tómatar Óþroskaðir tómatar eiga erfitt með að ná fullum þroska ef þeir eru geymdir í ísskáp. Settu þá frekar í bréfpoka og geymdu þá við stofuhita. Þroskaða tómata er best að geyma á köldum stað, þó ekki í ísskáp. Gæðin og góða bragðið haldast ekki eins vel í of miklum kulda.[ ]       Ný tegund af sýrðum rjóma MJÓLKURSAMSALAN HEFUR SETT Á MARKAÐ NÝJA TEGUND AF SÝRÐUM RJÓMA SEM ER GÓÐ MEÐ GRILLMAT. Í verslanir er komin ný tegund af sýrðum rjóma bragðbætt með pipar. Mjólkursamsalan hefur verið dugleg að kynna nýjar tegundir af sýrð- um rjóma og eru fyrir til tegundir með chili- pipar og pestói, graslauk, hvítlauk og svepp- um. Nýja tegundin er afar bragðgóð og rosalega góð með alls kyns grænmeti og ekki síst grill- matnum en sýrður rjómi getur einmitt komið í staðinn fyrir ídýfur og sósur. Apríkósur eru indælisávextir á bragðið og eru auk þess auðugar af beta-karótíni, kalíum og trefjum. Apríkósur ættu að fyrirfinnast ferskar í verslunum þessa dagana en svo eru þær auðvitað einstaklega ljúffengar þurrkaðar. Apríkósur eru yfirleitt ekki búnar að ná full- um þroska þegar þær koma í versl- anir hérlendis, frekar en aðrir ávextir. Leitaðu að ávöxtum sem eru þrýstnir, þéttir í sér og appel- sínugylltir að lit. Forðastu græn- jaxlana þar sem þeir ná sennilega aldrei fullum þroska. Allar apríkósur ættu að anga vel og hýðið ætti að minna á flauel, laust við skemmdir eða mar. Til að apríkósurnar þroskist er best að geyma þær í bréfpoka við stofuhita í tvo eða þrjá daga. Eftir að þær hafa náð fullum þroska geymast þær í plastpoka í ís- skápnum í hámark tvo daga. Það þarf alltaf að þvo apríkósur en ekki þó fyrr en rétt áður en þeirra skal neytt. Til að ná hýðinu af er ráð að setja þær í sjóðandi vatn í 15-20 sekúndur og kæla svo strax undir kaldri bunu. Þá ætti hýðið að nást auðveldlega af. Apríkósur er hægt að stýfa úr hnefa eins og flesta aðra ávexti, passið ykkur bara á litla steinin- um í miðjunni. Til að koma í veg fyrir að apríkósur dökkni eftir að þær hafa verið skornar má dreypa á þær sítrónusafa. Apríkósur eru ljúffengar í salat og einnig er gott að grilla eða baka ferskar apríkósur og bera fram með kjúklingi eða mögru kjöti – nú, eða sem eftirrétt með ís, vanilluskyri eða þeyttum rjóma. Nammi, namm! Gómsætir gullávextir Apríkósur eru góðar og hollar og fást sérstaklega ferskar á þessum árstíma. Þær eru gómsætar einar og sér en ekki síðri til bragðbætis. APRÍKÓSUKJÚKLINGUR FRÁ MIÐ-AUSTURLÖNDUM „DJEDJAD“: Blandið saman: 1/4 bolla af hvoru, smjöri og hunangi 1 teskeið af hvoru, vatni og salti 1/2 teskeið svörtum pipar Nuddið þessu yfir og allt um kring 2 kíló af kjúklingi eða gæs Bakið í ofni í ofnföstu fati við 225˚ C þar til kjúklingurinn hefur náð gylltri áferð. Lækkið hitann í 175˚ C og bætið í mótið: 1/2 kílói af ferskum apríkósum, steinlausum og skornum í tvennt 1 matskeið af sykri Baðið kjúklinginn og apríkósurnar upp úr safanum í fatinu og bakið í 20 mínútur eða þar til apríkósurnar eru orðnar mjúkar. Færið yfir á hitað- an disk, hellið safanum yfir eins og sósu og skreytið með 1/2 bolla af ristuðum möndlum eða söxuðum pistasíuhnetum. Nægir handa 6-8 manns. Apríkósukjúkling má borða á ýmsan hátt, til dæmis með mismunandi krydduðum hrís- grjónum. Apríkósur eru bestar ef þær eru appelsínugylltar að lit.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.