Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 30
Bread & Butter kaupstefnan
hefur verið haldin síðan árið
2001 og í ár sló Vivienne
Westwood í gegn.
Bread & Butter kaupstefnan í
tískuiðnaðinum var haldin í vik-
unni sem leið. Þar stíga á stokk
margir þekktir og óþekktir hönn-
uðir sem hafa ef til vill fengið leið
á stóru tískuvikunum í tísku-
höfuðborgum heimsins, París,
London, New York og Róm.
Það má með sanni segja að
Vivienne Westwood hafi stolið
senunni á kaupstefnunni enda
einn fremsti hönnuður heimsins.
Hún sýndi flotta og sérstaka
hönnun eins og henni einni er
lagið og má segja að allir hinir
hafi eiginlega fallið í skuggann af
henni. Myndirnar segja sína
sögu.
3FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005
Kjólarnir fást hjá okkur
50% afsláttur af öllum útsöluvörum
Útsalan
í fullum
gangi
Ilmvatn er líklega einn elsti lúxus sem til er í heimi þrátt fyrir að á
ýmsum tímum hafi svitalykt kannski verið algengara ilmvatn, í það
minnsta hjá víkingum á norðurslóðum. Og þótt Lúðvík IV hafi baðað
sig í ilmvatni og púðri þarf að leita enn lengra aftur, til Egypta eða
Grikkja, til að finna heimildir um ilmnotkun. Nú á dögum eru ilm-
vötn ein mikilvægasta aukatekjulind tískuhúsanna auk þess sem
ilmvatnið er tákn fyrir glæsileik og ímynd tískuhússins. Í gegnum
tíðina hafa þau frægustu skapað ilmvötn sem hafa orðið heimsþekkt
eða jafnvel söguleg, til dæmis Chanel nr. 5 sem hefur verið notað til
að sofa í, Opium YSL, Miss Dior og svo mætti lengi telja.
Í dag eru ilmvötn yfirleitt markaðsett á vorin eða haustin. Á
haustin til þess að ná sem mestri sölu fyrir jólin, sem eru líklega
allra mikilvægasti árstími í ilmvatnssölu. Á vorin er það orðin venja
að setja á markað léttari ilmi sem eiga betur við árstíðina og lykta
betur í sumarsól og hita en þyngri ilmir sem betur falla að vetrartíð.
Calvin Klein hefur sett á markað ilmvatnið Summer í sólgulri flösku
með lykt af blómum og heitum sandi. Eau d’été Very irresistible frá
Givenchy lyktar af rósum og sítrusi. In love again frá YSL er
ávaxtablanda með greipaldin, vínberjum og bláberjum og Jean-Paul
Gaultier hefur í nokkur sumur boðið upp á Eau d’été Classique en
flaskan ein er listaverki líkust. Auðvitað eru líka herrailmvötn í boði
fyrir sumarið en þau eru miklu færri en fyrir konur og oft meira
heilsárs ilmvötn sem seljast allt árið um kring.
Einn frægasti snyrtivöruframleiðandi í Frakklandi er án efa
Guerlain og fjölmörg ilmvötn sem Guerlain hefur skapað svo sem
Vega, Sous le vent, Instant, Shalimar og fleiri. Það var árið 1914 sem
Guerlain var opnað í húsi númer 68 á fallegustu breiðgötu heims,
eins og Frakkar kalla l’Avenue de Champs Elysée. Nú hefur þessi
gamla búð fengið andlitslyftingu og var opnuð að nýju í júní á þessu
ári. Sexhundruð fermetra verslun á þremur hæðum, eingöngu
helguð snyrtivörum og ilmvatni. Húsnæðið sem er á lista yfir friðuð
menningarverðmæti er út af fyrir sig þess virði að heimsækja, þó
ekki væri til annars en að skoða fallegan arkitektúr Maxime
d’Angeac og innanhússkreytingar Andrée Putman. Svo er einfald-
lega hægt að skoða allar gerðir af flöskum, skreyttum borðum, gyll-
ingum og jafnvel ekta perlum eins og ilmvatnið Plus que jamais sem
er í flösku úr kristal frá Baccarat og kostar 1.500 evrur (um 115.000
krónur íslenskar) sem er í takmörkuðu upplagi og markaðssett í til-
efni af opnuninni.
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Sumarvatn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur
verið sett á svarta listann af manninum
sem kom ferli hennar á skrið því hún er
skapstór og illkvittin.
Campbell var vinsæl þegar hún var
uppgötvuð af Elite-umboðsskrifstofunni
fyrir fyrirsætur í Bretlandi þegar hún var
fimmtán ára. John Casablancas, forstjóri
Elite, hefur ekki unnið með henni síðan
árið 1989 og segir að hann muni aldrei
vinna með henni aftur.
„Naomi hefur illkvittna hlið vegna
skaps, lífsstíls og fortíðar. Mér líkar vel
við hana en ég myndi aldrei vinna með
henni aftur þó ég fengi allt gull í heim-
inum að launum. Hún beitti bókunar-
starfsfólk sitt ofbeldi og það var óþol-
andi,“ sagði Casablancas í samtali við
New York Daily News.
Westwood
stelur senunni
Klassískt og flott og gaman að sjá að bux-
urnar eru farnar að ná upp í mitti.
Campbell segist hafa lært af fortíð sinni
en hún var djúpt sokkin í eiturlyfjaneyslu.
Campbell þykir illkvittin og skapstór
FORSTJÓRI ELITE, FYRIRTÆKISINS SEM UPPGÖTVAÐI FYRIRSÆTUNA, VILL ALDREI
VINNA MEÐ HENNI AFTUR.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »
KVÖLDÞÁTTURINN
ALLA VIRKA DAGA