Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 2
2 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Rannsókn á flugslysinu í Grikklandi heldur áfram: Svörtu kassarnir sendir til Frakklands AÞENA, AP Talið er að bilun í jafn- þrýstibúnaði hafi orðið til þess að flugvél kýpverska Helios- flugfélagsins fórst á sunnudag- inn. Svörtu kassar Boeing 737 þot- unnar sem fórst norður af Aþenu í fyrradag hafa verið sendir til Frakklands til frekari rann- sókna. Flest virðist hins vegar benda til að bilun í jafnþrýsti- búnaði vélarinnar hafi valdið slysinu og er jafnvel talið að þeir sem voru um borð hafi látist vegna súrefnisskorts löngu áður en vélin hrapaði. Flugmenn F-16 orrustuþotnanna sem fylgdu vél- inni um skeið sögðust hafa séð flugmanninn meðvitundarlausan í flugstjórnarklefanum og far- þega reyna að stýra vélinni. Áhafnir annarra véla Helios- flugfélagsins neituðu í gær að fljúga eftir að spurðist út að oft hafði verið kvartað yfir ýmiss konar bilunum í vélinni sem fórst. Talsmenn fyrirtækisins vísuðu því hins vegar algerlega á bug. Ættingjar hinna látnu fóru til líkhúsa í Aþenu í gær til að bera kennsl á ástvini sína. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kýpur og í dag verður fán- um flaggað í hálfa stöng í Grikk- landi. Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar: Slá upp tjaldi vi› Tjörnina MÓTMÆLI Mótmælendur Kára- hnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upp- lýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, tals- manns mótmælenda. Í tjaldinu á meðal annars að halda fyrir- lestra og sýna myndir að sögn Birgittu. Birgitta segir tvo lögreglubíla hafa fylgst með fólkinu meðan tjaldað var en lögregluþjóna ekki haft afskipti af fólkinu. Einungis einum mótmælendanna hefur verið birt bréf Útlendingastofn- unar frá því fyrir helgi, en stofn- unin hefur hótað að vísa 21 er- lendum ríkisborgara sem mót- mælt hefur Kárahnjúkavirkjun úr landi. Fólkið hefur sjö daga eftir birtingu bréfsins til þess að koma á framfæri andmælum vegna málsins. - ht Ung varnarli›skona stungin til bana Tvítug bandarísk varnarli›skona lést af sárum sem henni voru veitt á herstö›inni á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarli›sma›ur á flrítugsaldri var handtekinn í kjölfari› gruna›ur um a› hafa or›i› henni a› bana. MORÐ Tvítug bandarísk varnar- liðskona fannst látin í húsnæði varnarliðsmanna á Keflavíkur- flugvelli um miðnætti á sunnu- dagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var ennþá í haldi lög- reglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hjá Sýslumannin- um á Keflavíkurflugvelli hvort hann hefði játað á sig glæpinn. Þá var íslensk kona tekin til yf- irheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er tal- in hafa verið gestkomandi í hús- næðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Eftir því sem næst verður komist hafði hin látna verið stungin margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mán- uðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vik- ið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst, að sögn Jóhanns Benediktssonar sýslumanns, á Keflavíkurflug- velli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði ein- hleypra varnarliðsmanna og er at- burðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverk- arnir voru né heldur hvort morð- vopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var seint í gærkvöld von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins. helgat@frettabladid.is Neytendasamtökin: Taka undir áskorun FÍB NEYTENDUR Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld- um beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Hafa samtökin sent Geir H. Haarde fjármálaráðherra bréf þess efnis en hann hefur áður sagt að hækkanirnar gefi ekki tilefni til að stjórnvöld grípi í taumana. Félagar í FÍB hafa hafið undir- skriftasöfnun af þessu tilefni en ráðherra hefur ekki svarað tveimur bréfum þeirra enn sem komið er. - aöeLÍKIÐ BRENNT Ættingi Kadirgamar heitins sést hér faðma Ragee Kadirgamar, son hins fallna ráðherra, við útför hans í gær. Srílönsk stjórnvöld: Vilja a›sto› erlendra ríkja KÓLOMBÓ, AP Lík Lakshman Kadir- gamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðar- sorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggis- gæsla var við athöfnina. Enda þótt Tamíl-tígrarnir svo- nefndu hafi staðfastlega neitað að hafa staðið á bak við tilræðið segj- ast srílönsk stjórnvöld ætla að skera upp herör gegn samtökun- um. Þannig hefur AP-fréttastofan eftir háttsettum embættismanni á Srí Lanka að þau vilji að fylgst verði með ferðum stuðnings- manna tígranna erlendis og þeim bannað að safna fé til styrktar þjóðfrelsisbaráttu Tamíla. ■ SPURNING DAGSINS Stefán, hefur›u einangrast í starfi? „Nei, það held ég ekki.“ Stefán Björnsson lætur senn af störfum sem umsjónarmaður Einangrunarstöðvar gæludýra í Hrísey. HARMLEIKUR Ættingjar þeirra sem fórust í flugslysinu flugu frá Larnaca á Kýpur til Aþenu í gær. Auk fimm manna áhafnar voru 116 farþegar um borð, þar af 21 barn. Enginn komst lífs af. M YN D /A P M YN D /A P LÖGREGLUFRÉTTIR TVEIR SLÖSUÐUST Tveir spænskir ferðamenn slös- uðust lítillega þegar bíll rann í lausamöl og lenti úti í skurði nærri bænum Sólheimum við Svínavatn. BLOKKIN ÞAR SEM MORÐIÐ VAR FRAMIÐ Tvítug varnarliðskona fannst helsár í fjölbýlishúsi fyrir einhleypa varnarliðsmenn, hún var úrskurðuð látin þegar komið var með hana á hersjúkrahús. Rannsóknarmenn frá Bretlandi komu í gærkvöld til að rannsaka málið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N TJALD MÓTMÆLENDA Tjaldið á að standa í um tvær vikur við Tjörnina í Reykjavík. ÁSGEIR ÁSAMT JÓHÖNNU SIGURÐAR- DÓTTUR Ásgeir ætlar ekki að taka sæti á Alþingi í stað Guðmundar Árna sem tekur við sendiherraembætti í næsta mánuði. Ásgeir Friðgeirsson: Tekur ekki sæti á flingi ALÞINGI Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveð- ið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. Ásgeir kveðst ætla að helga sig núverandi störfum sem ráðgjafi fyrirtækja og fjárfesta, einkum þeim sem starfa erlendis. Með ákvörðun sinni segir Ásgeir sig jafnframt af lista Samfylkingarinn- ar, en í síðustu þingkosningum hlaut hann bindandi kosningu í fimmta sæti listans í Suðvesturkjördæmi. Valdimar L. Friðriksson er annar varaþingmaður Samfylkingarinnar og tekur sæti á þingi. - jh LÖGREGLUFRÉTTIR FARTÖLVUM STOLIÐ Brotist var inn í Upplýsingamiðstöð- ina í Varmahlíð í gærmorgun og tveimur tölvum stolið. Málið er í rannsókn. SLAPP VEL ÚR VELTU Ökumaður vörubíls slapp vel þegar hann missti tengivagn út af veginum eftir að kind hljóp í veg fyrir bílinn. Ökumaðurinn hélt bílnum á veginum og þótti hafa sloppið mjög vel. LÖGREGLA ELTIR KINDUR Lögreglumenn á Ísafirði hafa nær daglega þurft að reka kindur út úr bæjarlandinu síðustu vikuna. Kind- urnar hafa verið á beit í görðum húsa, nýrækt í snjóflóðavarnargarð- inum og í Tunguskógi við litla ánægju bæjarbúa. Eigendur kind- anna benda á bæjaryfirvöld og segja í þeirra verkahring að girða bæjar- landið af.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.