Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 34
„Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna,“ segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guð- mundar Árna Stefánssonar á Al- þingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendi- herra Íslands. Ásgeir Frið- geirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. „Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjör- tímabili,“ segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. „Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif,“ segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. „Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjár- veitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands,“ segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. „Þessi málaflokkur er steindauð- ur á Alþingi,“ segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sam- býli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá hættir hann einnig sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann lætur af trún- aðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafé- lagsins. „Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK,“ segir Valdimar, sem hefur verið kallað- ur félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhuga- mál Valdimars. „Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög um- hugað að öðrum bjóðist það,“ seg- ir Valdimar hlæjandi en hann hef- ur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi. ■ 22 16. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR ELVIS PRESLEY (1935-1977) lést þennan dag. Íþróttamenn og fatlaðir eignast hauk í horni VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON: TEKUR SÆTI GUÐMUNDAR ÁRNA Á ALÞINGI „Ég veit ekkert um tónlist. Það er óþarfi í rokkinu.“ Konungur rokksins safnaðist til feðra sinna á þessum degi en verk hans lifa áfram um ókomna tíð. timamot@frettabladid.is JAR‹ARFARIR 13.00 Kristján G. Jónsson, Álfaskeiði 64b, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. ANDLÁT Oddný Þorvaldsdóttir, frá Sómastöð- um, Hjúkrunarheimilinu Upssölum, Fá- skrúðsfirði, lést sunnudaginn 7. ágúst. AFMÆLI Róbert Arnfinnsson leikari er 82 ára Þóra Tómasdóttir sjónvarpskona er 26 ára ÞINGMAÐUR Valdimar hefur starfað að félags- og íþróttamálum frá unglingsaldri og ætlar að blása lífi í þann málaflokk á Alþingi. Á þessum degi árið 1977 dó Elvis Presley langt fyrir aldur fram, aðeins 42 ára gam- all. Presley hafði róttæk áhrif á dægur- lagatónlist á 6. áratugnum og fékk viður- nefnið konungur rokksins. Presley hneig niður á baðherberginu á Graceland-búgarðinum í Memphis og lýstur látinn þegar komið var með hann á spítala. Krufning leiddi í ljós að banamein söngvarans var hjartaáfall en læknirinn sem krufði Presley tók fram að ekki hefðu fundist ummerki fíkniefna. Þúsundir lögðu leið sína til Graceland daginn eftir þar sem lík Presleys stóð uppi. Presley hafði skilið við eiginkonu sína, Priscillu, fjórum árum fyrr en var sagður hafa trúlofast tvítugri stúlku að nafni Ginger Alden skömmu fyrir lát sitt. Heilsu rokkkóngsins hafði hrakað áður en hann dó og fyrr á árinu hafði hann þurft að af- lýsa nokkrum tónleikum sökum magn- leysis. Lengi hefur verið talið að fíkniefni og lyf hafi átt sinn þátt í dauða Presleys þrátt fyrir niðurstöður krufningarinnar. Síðan hann skildi við Priscillu hafði hann verið háður lyfseðilsskyldum lyfjum. Hann var líka mikill mathákur og hafði bætt á sig ófáum kílóum áður en hann dó. Á ævi sinni seldi Elvis Presley rúmlega 300 milljón plötur og lék í 33 kvikmynd- um. Árið 2001 var nafn hans efst á lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu látnu stjörn- urnar en tekjur af verkum hans árið 2000 námu rúmlega tveimur milljörðum króna. ELVIS PRESLEY ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1743 Fyrstu reglurnar í nútíma- hnefaleikum samdar. 1960 Lýðveldið Kongó stofnað. 1961 250 þúsund Vestur-Berlín- arbúar mótmæla smíði Berlínarmúrsins. 1962 Ringo Starr tekur við kjuð- unum af Pete Best í Bítlun- um. 1963 Dóminíska lýðveldið endur- heimtir sjálfstæði sitt. 1975 Peter Gabriel hættir í Genesis. 1983 Paul Simon kvænist Carrie Fisher. 1985 Sean Penn kvænist Madonnu. Kóngurinn fellur frá Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Ólafsson frá Patreksfirði, sem lést á hjartadeild Landspítalans 14. ágúst, verður jarð- sunginn föstudaginn 19. ágúst kl. 13.00 frá Grafarvogskirkju. Gróa Ólafsdóttir Hrafnhildur Haraldsdóttir Aðalheiður Hagar Haraldsdóttir Þórunn Haraldsdóttir Sesselja Haraldsdóttir Ólafur Haraldsson Oddur Haraldsson Orri Haraldsson Heimir Haraldsson Bylgja Haraldsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts Kristjáns Hólms Loftssonar frá Bólstað. Ása Loftsdóttir Lára Loftsdóttir Lovísa Loftsdóttir Einar Einarsson Fjóla Loftsdóttir Ragnheiður Loftsdóttir Sigrún Loftsdóttir Jón Traustason Björg Loftsdóttir Sveinn Þórðarson Ingimunda Loftsdóttir Jón Garðar Ágústsson Fanney Jónsdóttir Sigrún Elíasdóttir Bjarni Skarphéðinsson Þráinn Elíasson Guðbjörg Gestsdóttir Jón Hörður Elíasson Jenný Jensdóttir Hugrún Elíasdóttir Johnny Símonarson Ragnhildur Elíasdóttir Tryggvi Ólafsson Bróðir okkar, mágur og frændi, Valdimar Jónsson húsgagnameistari, frá Kringlu í Miðdölum, sem lést í Seljahlíð, Hjallaseli 55 í Reykjavík, fimmtudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Stefán Jónsson Skarphéðinn Jónsson Fanney Benediktsdóttir Elísa Jónsdóttir og systkinabörn www.steinsmidjan.is 300 ára minning eldhuga Í dag verður opnuð í Þjóðminja- safninu sýningin Eldur í Kaupin- hafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík. Hún er sam- vinnuverkefni safnsins og Góð- vina Grunnavíkur- Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705-1779), ævi hans og störf. Jón var sannkallaður eldhugi á sinni tíð og er sýningunni ætlað að vekja athygli á fjölbreyttu og viðamiklu ævistarfi hans og mik- ilvægu framlagi hans til menning- arsögu Íslands. Jón samdi fjölda ritsmíða um allt milli himins og jarðar, svo sem málfræði, orðskýringar, forn- kvæðaskýringar, kennslukver í ís- lensku, rúnafræði, náttúrufræði, fiskafræði, steinafræði, skáld- skaparfræði og margt fleira. Þegar bruninn varð í Kaup- mannahöfn árið 1728 tók Jón þátt í að forða hinu mikla handrita- safni Árna Magnússonar frá eld- inum. Jón samdi síðar lýsingu á þessum örlagaríka atburði og er hún ein merkasta samtímaheimild sem varðveitt er um brunann. Í tengslum við opnun sýningarinn- ar kemur lýsing Jóns út á bók í umsjón Sigurgeirs Steingríms- sonar. ■ FRÉTTIR Jón úr Grunnavík skrifaði fréttir í Kaupmannahöfn og sendi heim til Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.